Skynsamleg ákvörðun

Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir Ásdís Ásgeirsdóttir

„Fljótt á litið sýnist mér þetta vera skynsamleg ákvörðun hjá stjórn Landsvirkjunar vegna þess að hún geti stuðlað að fjölbreyttari atvinnuuppbyggingu," segir Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra. Hún segir að ákvörðunin sé athyglisverð og virðist vera merki um ákveðna áherslubreytingu í stjórn Landsvirkjunar.

Spurð hvort hún telji að þessi áherslubreyting gæti haft áhrif á afstöðu andstæðinga virkjunarframkvæmda í neðri hluta Þjórsár og greitt fyrir framkvæmdunum svarar Þórunn því neitandi. "Ég fæ ekki séð að þetta breyti nokkru um afstöðu manna til þeirra framkvæmda. Ég held að það gildi einu t.d. fyrir þá sem eru núna mótfallnir þessum þremur virkjunum í neðri Þjórsá í hvað sú orka eigi að fara," segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert