Kannar lagalegan rétt ættingja Fischers

Gröf Fischers í Laugardælakirkjugarði.
Gröf Fischers í Laugardælakirkjugarði. mbl.is/Guðmundur Karl

Russel Targ, mágur Bobbys Fischers, er á Íslandi til að kanna lagalegan rétt ættingja skákmeistarans í Bandaríkjunum. Targ kom til Íslands frá Bandaríkjunum í gærmorgun og ætlaði að vera viðstaddur útförina, sem hann hélt að yrði síðar en hún fram í kyrrþey í gærmorgun.

Sagði Targ við Morgunblaðið, að sér hefði komið mjög á óvart hve útför Fischers fór fram í miklum flýti.

Targ sagði, að hann hefði sjálfur engan áhuga á fjármunum, sem Fischer kann að hafa látið eftir sig. Hann beri hins vegar hagsmuni sona sinna fyrir brjósti. Hann hafi því ráðið íslenskan lögfræðing til þess að fara málin, t.d. að fá staðfestingingu á því hvort Fischer hefði verið kvæntur og átt barn.

„Komi annað hvort eða hvort tveggja í ljós hef ég ekkert meira hér að gera," sagði Targ.

Targ var kvæntur eldri systur Fischers, sem lést árið 1998.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka