Minni líkur á stórum eftirskjálfta

Úr samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð.
Úr samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð. mbl.is/Árni Sæberg

Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, sagði í fréttum Sjónvarpsins nú laust eftir klukkan 19, að eftir yfirferð Veðurstofunnar yfir gögn frá sjálftanum í dag, virðist vera sem tveir skjálftar hafi orðið nánast samtímis. Þess vegna séu nú taldar minni líkur á því en í dag, að stór eftirskjálfti eigi eftir að koma.

Víðir sagði, að búast megi áfram við sjálftavirkni á svæðinu við Ingólfsfjall þar sem sprungusvæðið er. Fólk í Hveragerði og á Selfossi hefur í dag verið hvatt til að halda sig utan dyra vegna hættu á öðrum skjálfta en Víðir sagði að hugsanlega yrði brátt talið óhætt fyrir fólk að snúa heim.


Veðurstofan segir, að líklega hafi jarðskjálfti við Ingólfsfjall í dag sett af stað aðaljarðskjálftann vestar í Ölfusinu  sama tíma. Staðsetningar eftirskjálfta og ummerki á yfirborði styðji þessa ályktun en erfitt sé að greina í sundur jarðskjálftana í upphafi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert