Samstiga í að veita aðstoð

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fóru yfir stöðuna og öfluðu upplýsinga með fulltrúum björgunarsveita, almannavarnanefnda og sveitarfélaga á skjálftasvæðinu. Þau sögðu alla vera samstiga í að hjálpa þeim sem hefðu orðið fyrir áföllum í náttúruhamförunum.

Geir sagði að það styttist í að hægt væri að aflýsa hættuástandi. Ingibjörg Sólrún sagði ljóst að það væri mikil mildi að ekki fór verr. Fram kom í máli þeirra að unnið væri í því að tryggja alla þá aðstoð sem hægt væri að fá fyrir fólk á svæðinu. Ríkisstjórnin myndi styðja við bakið bæði á íbúum og opinberum aðilum til að svo mætti verða.

mbl.is

Bloggað um fréttina