Viðbúnaður á Landspítalanum

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi.

Viðbragðsáætlun var sett í gang á Landspítalanum í gær vegna jarðskjálftans og þar var starfsfólk við öllu búið síðdegis til að taka á móti sjúklingum af Suðurlandi ef þörf krefði.

„Við störfum samkvæmt okkar viðbragðsáætlun og fylgjumst með því sem gerist í samhæfingarstöð almannavarna og fáum skilaboð þaðan,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, sviðsstjóri hjúkrunar á sjúkrahúsinu.

„Við höfum reynt að rýma til hjá okkur ef til þess kæmi að við þyrftum að taka við sjúklingum. Við rýmdum gangana á slysadeildinni til að vera við öllu búin,“ sagði Guðlaug.

Greiningarsveit sjúkrahússins var einnig reiðubúin ef ástæða þætti til að senda hana á vettvang.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert