Jarðskjálfti á Suðurlandi

Jarðskjálfti sem mældist 3,2 stig á Richter, með upptök um 7 km norðnorðaustur af Selfossi, varð um klukkan 9:43 í morgun. Jarðskjálftinn fannst í Hveragerði og í Þrastarskógi. Engir eftirskjálftar hafa fylgt þessum jarðskjálfta, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

mbl.is