Fordæma akstur utan vega

Allt að tíu þúsund mótorkrosshjól eru nú til í landinu. Þeim hefur fjölgað um átta til níu þúsund frá árinu 2000. Því miður eru ummerki um utanvegaakstur of algeng eins og þessar myndir sem voru teknar á hálendi Íslands í nágrenni Hlöðufells bera með sér.

Gunnar Bjarnason er formaður umumhverfisnefndar  MSÍ  en nefndinni er ætlað að taka á þessum málum.  Hann segir að utanvegaakstur hafi minnkað á síðustu arum meðan hjólum hafi fjölgað. Hann segir ennfremur að samtökin fordæma lögbrot sem þessi en þau nái ekki til allra hjólamanna.

Hann bendir á að ríkið hafi tekið til sín mörg hundruð milljónir í aðflutningsgjöld, bensínskatt, virðisaukaskatt af vélhjólafólki en ekki veitt krónu inn í sportið til að fræða nýliða. Reynsla til að mynda frá Bandaríkjunum sýni að það eina sem dugi sé fræðsla og skipulag.

mbl.is

Bloggað um fréttina