Lögregla rannsakar andlátið

Interpol í Santo Domingo er í sambandi við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra.
Interpol í Santo Domingo er í sambandi við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. mbl.is/Andrés

Lögreglan á Dóminíska lýðveldinu rannsakar andlát ungrar íslenskrar konu, sem fannst á sunnudagskvöldið á hóteli sem hún starfaði á. „Við erum í sambandi við Interpol í Santo Domingo og höfum óskað eftir að fá allar upplýsingar um málið," sagði Vilhjálmur Gíslason lögreglufulltrúi á alþjóðadeild ríkislögreglustjóra.

„Við erum ekki búin að fá staðfest frá lögregluyfirvöldum hvað í raun og veru gerðist eða nákvæman tíma á því," sagði Vilhjálmur í samtali við mbl.is.

Vilhjálmur sagðist vita að málið væri í rannsókn hjá lögreglunni á Dóminíska lýðveldinu og að samband væri komið á við Interpol í höfuðborginni Santo Domingo.

„Þær upplýsingar sem við höfum heyrt um málið eru óstaðfestar," sagði Vilhjálmur að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert