Nöfn hinna grunuðu

Frá aðalgötunni í Cabarete.
Frá aðalgötunni í Cabarete. mbl.is/G.Sigurðardóttir

Lögreglan á Dóminíska lýðveldinu hefur nefnt þrjá grunaða í tengslum við morðið á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur á Extreme-hótelinu í bænum Cabarete. Frankliln Genao heitir hinn grunaði og segja þarlendir vefmiðlar að þau Hrafnhildur Lilja hafi átt í ástarsambandi.

Einnig munu vera í haldi þau Kelvin Corniel Fermín og Paola Jiménes en hún mun hafa starfað á barnum á hótelinu og þeim Hrafnhildi Lilju verið hlýtt til vina.

Hefur fréttavefurinn El nuevo Norte eftir lögregluforingjanum Rafael Guillermo Guzman Fermin að þau þrjú séu grunuð um aðild að morðinu.

Ástvinir Hrafnhildar Lilju hafa stofnað styrktarsjóð fyrir fjölskyldu hennar og geta þeir sem vilja veita þeim fjárhagslegan stuðning lagt inn á reikningsnúmerið er 0537-14-609973 með kennitölu 081079-5879.

Á heimasíðu Hrafnhildar Lilju kemur fram að klukkan 18 á morgun föstudag verður haldin bænastund í Vídalínskirkju í Garðabæ fyrir þá sem vildu minnast hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert