Óskað eftir frekari gögnum í morðmáli Hrafnhildar

Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir.
Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir. mbl.is

Ríkislögreglustjóri segir að óskað verði eftir frekari gögnum frá Dóminíska lýðveldinu er varðar mál Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem var myrt árið 2008 í Ca­ba­rete í Dóminíska lýðveldinu.

Þetta kemur fram í frétt Vísis um málið. 

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að í kjölfar umfjöllunarinnar um málið hafi þau komist að því að á sínum tíma hafi ekki verið svarað öllum fyrirspurnum íslenskra stjórnvalda og þess vegna var ákveðið að reyna aftur.

Þrír starfsmenn grunaðir

Hrafn­hild­ur Lilja var á ferðalagi um heiminn og en hafði starfað á litlu strandhóteli í smábænum Cabarete á norður­strönd Dóm­in­íska lýðveld­is­ins frá því í júlí árið 2008 og þangað til hún var myrt 21. september sama ár.

Stuttu eftir morðið kom fram í List­ín Di­ario, stærsta dag­blaðinu á Dóm­in­íska Lýðveld­inu, að lög­regla hafi yf­ir­heyrt þrjá starfs­menn gisti­heim­il­is­ins vegna morðsins.

Enginn var sakfelldur fyrir glæpinn. 

mbl.is