Evran dýr hjá kortafyrirtækjum

Reuters

Gengi á erlendum gjaldmiðlum þegar verslað var með greiðslukort í útlöndum hefur verið mun hærra í dag en skráð seðlagengi í bönkum hérlendis. Skýringarinnar er að leita í skorti á gjaldeyri og verðfalli krónunnar erlendis.

Sem dæmi má nefna að að evran kostar 237,5 krónur á gengi MasterCard og 226,4 krónur á Visa-gengi. Á sama tíma var skráð sölugengi seðla hjá Glitni 150,5 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert