Fréttablaðið og Árvakur saman

Árvakur hf. og 365 hf. hafa undirritað samning um að sameina Fréttablaðið og Pósthúsið Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins.  Árvakur greiðir fyrir með útgáfu nýs hlutafjár og yfirtöku skulda. Þar með kemur 365 inn í hluthafahóp Árvakurs. Útgáfa 24 stunda verður sameinuð Morgunblaðinu.

Í tilkynningu kemur fram, að þessi samningur sé gerður í ljósi erfiðleika í blaðaútgáfu vegna  harkalegs samdráttar á auglýsingamarkaði og mikilla hækkana á pappírsverði.

Í tilkynningu segir síðan:

„Með þessu og öðrum breytingum sem taka gildi á næstu vikum og misserum næst fram mikil kostnaðarhagræðing á dagblaðamarkaði. Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs, segir að á sama tíma og fyrirtækin fari þessa leið til að hagræða í rekstri leggi þau mikla áherslu á að tryggja áfram ritstjórnarlegt sjálfstæði miðlanna.

„Þegar við sameinum 24 stundir Morgunblaðsrekstrinum stóreflum við Morgunblaðið með nýrri, kraftmeiri og ferskari helgarútgáfu blaðsins, sem verður kynnt um aðra helgi.“

Ari Edwald, forstjóri 365, segir að ekki verði breytingar á starfsemi Fréttablaðsins vegna kaupanna. „Hins vegar erum við auðvitað alltaf að leita leiða til hagræðingar í rekstrinum og því verður haldið áfram.“

Þessi kaup eru gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafunda í félögunum og með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.  Þar voru fyrirætlanir um kaupin kynntar fyrir nokkru og  á næstu dögum verða einstakir þættir málsins skýrðir nánar.

Hluthafar Árvakurs fyrir kaupin voru félög í eigu Björgólfs Guðmundssonar, Valtýr ehf., Lyfjablóm ehf. og Garðar Gíslason ehf.  Við kaupin kemur 365 hf. inn í hluthafahópinn og verður 36,5% hluthafi í Árvakri.  Þór Sigfússon er áfram stjórnarformaður Árvakurs og Einar Sigurðsson forstjóri félagsins. Félagið hefur sett sér markmið um að breikka eigendahópinn þegar aðstæður á markaði gefa tilefni til.

Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs hf., sagði að þessi sameining væri mikilvægt skref til að tryggja áfram öfluga dagblaðaútgáfu við mjög erfiðar rekstraraðstæður á fjölmiðlamarkaði.

„Fjölmiðlar, sem byggja rekstur sinn að verulegu leyti á auglýsingum, finna einna fyrst og sárast fyrir samdrætti í mikilvægum greinum í hagkerfinu.“  

Einar  sagði að félögin tvö, sem að þessu standa, gerðu sér góða grein fyrir mikilvægi þess að tryggja áfram ritstjórnarlegt sjálfstæði blaðanna. 

„Við leggjum áherslu á að þjóna markaðnum, lesendum og auglýsendum, með ólíkum blöðum. En jafnframt er afar mikilvægt að við náum að framleiða þessi blöð með hámarks samnýtingu á dýrum framleiðsluþáttum.  Þar skipta prentun og dreifing mestu, en það eru tækifæri til hagræðingar með samnýtingu fjölda annarra rekstrarliða.“

Ari Edwald, forstjóri 365 hf., sagði að kaupin væru  mikilvægt skref í að laga fjölmiðlarekstur að þeim aðstæðum sem væru á markaðnum.

„365 mun áfram taka þátt í blaðaútgáfu í gegnum þátttöku sína í Árvakri og jafnframt styrkir þessi breyting  365 og gerir því  fært að þjóna neytendum enn betur á öðrum sviðum fjölmiðlunar þar sem einkafyrirtæki glíma við mjög ósanngjörn samkeppnisskilyrði og ríkisstyrktan keppinaut.“

Ráðgjafi Árvakurs í þessum viðskiptum var Straumur fjárfestingarbanki og ráðgjafi 365 var Glitnir banki."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur kviknaði í Straumsvík

06:51 Eldur kviknaði í köplum í álverinu í Straumsvík í nótt. Slökkvilið álversins slökkti eldinn en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er með reykkafara á svæðinu sem eru að kanna hvort nokkurs staðar leynist glóð. Meira »

Skafrenningur á Hellisheiði

06:44 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »

Stormur og rigning á leiðinni

06:39 Gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm undir kvöld á Suður- og Vesturlandi. Hlýnar með rigningu á láglendi. Veðurfræðingur Veðurstofu Íslands ráðleggur fólki að huga að því að rigningar- og leysingarvatn komist sína leið í fráveitukerfi til að fyrirbyggja vatnstjón. Meira »

Umferðartafir á Hellisheiði

Í gær, 21:43 Umferðartafir eru á Hellisheiði (Skíðaskálabrekkunni) um óákveðinn tíma en þar lentu saman lítil rúta og jeppi. Ekki er talið að nein slys hafi orðið á fólki en mikið hefur verið um árekstra í allan dag á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

„Er þetta ekki bara frekja?“

Í gær, 20:24 Hann er 23 ára gamall og á í fá hús að venda þar sem hann hefur glímt við fíkni- og geðvanda. Allt frá því í barnæsku hefur hann verið erfiður. Tíu ára gamall var hann greindur með mótþróaþrjóskuröskun og samskipti við annað fólk hafa alltaf reynst honum erfið. Meira »

Góðar fréttir af Leo og foreldrum hans

Í gær, 20:20 Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og sonur þeirra Leo, fengu þær góðu fréttir í vikunni að þýsk yfirvöld hafi ákveðið að endurskoða umsókn þeirra um alþjóðlega vernd í Þýskalandi. Meira »

Vann 52 milljónir í lottóinu

Í gær, 19:26 Einn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og fær hann 52,3 milljónir króna í sinn hlut.  Meira »

Tæplega 1800 skjálftar á sólarhring

Í gær, 19:47 Skjálftahrinan við Grímsey heldur ótrauð áfram og hafa tæplega 1800 jarðskjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. „Það er engin sérstök breyting greinanleg, þetta er á mjög svipuðu róli og undanfarið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Ískaldir ferðamenn elska Ísland

Í gær, 18:33 Á meðan landinn þráir sól og hita er bærinn fullur af ferðamönnum sem virðast ekki láta kulda, snjókomu, rigningu og rok stöðva sig í því að skoða okkar ástkæra land. Blaðamaður fór á stúfana til að forvitnast um hvað fólk væri að sækja hingað á þessum árstíma þegar allra veðra er von. Meira »

4 fluttir á slysadeild

Í gær, 18:24 Fjórir voru fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir tvo þriggja bíla árekstra á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum.  Meira »

Harður árekstur í Kópavogi

Í gær, 17:28 Töluverðar tafir eru á umferð á Hafnarfjarðarveginum í suðurátt en harður árekstur varð undir Kópavogsbrúnni.   Meira »

Par í sjálfheldu á Esjunni

Í gær, 17:22 Björgunarsveitarmenn eru á leið upp Esjuna til þess að koma pari til aðstoðar sem er í sjálfheldu. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru þau vel búin og væsir ekki um þau. Meira »

Hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, 17:16 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum.  Meira »

Fjórmenningunum sleppt úr haldi

Í gær, 16:10 Fjórmenningarnir sem eru til rannsóknar vegna líkamsárásar og frelsissviptingar á Akureyri hefur öllum verið sleppt úr haldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum rann út klukkan þrjú í dag en þremur þeirra var sleppt í gærkvöldi og einum í dag, samkvæmt upplýsingum frá Bergi Jónssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »

Var með barnið á heilanum

Í gær, 15:10 Tæplega sextugur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarleg kynferðisbrot gagnvart ungum pilti og að hafa haldið honum nauðugum í fleiri daga í síðasta mánuði. Pilturinn er átján ára gamall í dag en brotin hófust þegar hann var 15 ára. Meira »

Aðstæður eins og þær verða bestar

Í gær, 16:44 „Þetta er búinn að vera frábær dagur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Aðstæður til skíðaiðkunar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafa verið góðar í dag en það snjóaði töluvert í nótt. Meira »

Von á enn einum storminum

Í gær, 15:43 Von er á enn einum storminum á morgun þegar gengur í suðaustan hvassviðri eða storm seint á morgun á Suður- og Vesturlandi. Gul viðvörun er í gildi á öllu landinu. Meira »

Vigdís vill verða borgarstjóri

Í gær, 14:42 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segist stefna að því að flokkurinn nái 4-6 borgarfulltrúum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þá fari hún fram sem borgarstjóraefni flokksins og vilji verða borgarstjóri Reykjavíkur. Meira »
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
inntökupróf
Inntökupróf í læknisfræði í Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu verð...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
 
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...