Ómar Ragnarsson: „Skelfileg lífsreynsla“

Ómar Ragnarsson
Ómar Ragnarsson Ragnar Axelsson

Fréttin hér á mbl.is í gær um bandaríska piltinn sem fór í sitt fyrsta fallhlífarstökk með látnum leiðbeinanda verður Ómari Ragnarssyni tilefni til að rifja upp þegar hann varð fyrsti farþeginn í loftbelgsflugi á Íslandi 1976 - með skelfilegum hætti.

„Atvikið þegar nemandinn í fallhlífarstökkinu lenti með deyjandi leiðbeinanda vekur vondar minningar í huga mér.

Ég varð fyrsti farþeginn í loftbelgsflugi á Íslandi 1976 á skelfilegan hátt. Vindurinn var allt of mikill og flugstjórinn sem stóð í körfunni sagði mér að halda henni fastri ásamt aðstoðarmönnum á meðan hann kynti loftbelginn með heitu lofti svo að loftbelgurinn reis smám saman skáhallt upp í loftið vegna vindsins.

Þá hrópaði flugstjórinn: „Þegar ég segi: Sleppa!, - eiga allir að sleppa nema Ómar. Þú heldur takinu, Ómar, og klifrar um borð."

Um leið og allir slepptu nema ég fóru loftbelgurinn og karfan neðan í honum á fleygiferð eftir túninu á Álftanesi, sem við vorum á. Ég komst ekki um borð en hékk á körfunni.

Karfan endasentist eftir túninu með mig hangandi utan á henni og fór í gegnum girðingu og grjót við Álftanesveginn. Bæði stígvélin mín urðu eftir í girðingunni.

Karfan fór síðan á fleygiferð yfir Álftanesveginn og í gegnum urð og aðra girðingu þar. Enn hékk ég utan á henni. Það var búið að tilkynna fjölmiðlunum það að þetta yrði fyrsta loftbelgsflug með farþega á Íslandi.

Þá loksins lyftust belgurinn og karfan frá jörðu með mig enn hangandi utan á körfunni. Skyndilega áttaði ég mig á því að ég myndi ekki komast upp í körfuna heldur hanga bjargarlaus utan á henni, nema að flugstjórinn kæmi mér til bjargar.

Ég hafði búist við að flugstjórinn hjálpaði mér en hann var greinilega búinn að gleyma mér eða afskrifa mig og kynti gashitatækið eins og óður væri. Hávaðinn í gastækinu var svo mikill að hann heyrði ekki hróp mín.

Þá kom eitt skelfilegasta augnablikið í lífi mínu þegar ég sá jörðina fjarlægjast þegar belgurinn þeyttist upp á við og áttaði mig á því að ég gæti ekki haldið takinu miklu lengur.

Til allrar hamingju kom niðurstreymi og belgurinn lækkaði flugið á ný en þá tók við önnur skelfing: Karfan byrjaði að snúast og á tímabili virtist svo sem ég yrði öfugu megin á henni, miðað við stefnu belgsins undan vindinum, og að hún myndi skella þannig á jörðinni að hún kremdi mig undir sér.

Enn var heppnin yfir mér. Karfan skall í jörðina eftir að hafa snúist í heilan hring og ég missti takið, losnaði frá henni og kútveltist í móanum.

Nokkrir blaðamenn urðu vitni að þessum ósköpum og voru fegnir að sjá mig koma haltrandi til baka á sokkaleistunum með blóðuga fætur eftir grjót og gaddavír. Ég er enn með ör á hægri fæti eftir þessar hrakfarir.

Ekki var til setunnar boðið, heldur þeyst af stað og farið á eftir belgnum í flugvél. Endalok ferðar belgsins urðu þær að hann flaug á háspennulínu í Melasveit, hálfbrann og skall niður á tún um leið og hann kortslúttaði sveitinni!

Flugstjórinn marðist en slapp óbrotinn.

Eftir á fékk ég þær upplýsingar að svona loftbelg, sem lyft er af heitu lofti, megi ekki taka á loft nema mest 3-4 hnúta vindi. Vindurinn í flugtakinu á Álftanesi var hins vegar 25-30 hnútar!“

Blogg Ómars


mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tillaga um kynjavakt endurflutt

Í gær, 21:20 Átta þingmenn VG lögðu fram í annað sinn þings­álykt­un­ar­til­lögu um að for­seta þings­ins verði falið að koma á fót kynja­vakt Alþing­is. Kynjavaktinni er ætlað að gera úttekt á því hvort og hvernig kyn hefur áhrif á aðkomu að ákvarðanatöku innan Alþingis. Meira »

Líf verður oddviti Vinstri grænna

Í gær, 21:14 Líf Magneudóttir borgarfulltrúi verður oddviti Vinstri grænna til borgarstjórnar Reykjavíkur í komandi borgarstjórnarkosningum. Meira »

Þarf að greiða 27 milljónir

Í gær, 20:50 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vesturlands þar sem Þörungaverksmiðjan hf. þarf að greiða Þorgeiri og Ellert hf. tæpar 27 milljónir króna. Þá ber Þörungaverksmiðjunni að greiða samtals 13 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Meira »

Sara Dögg leiðir Garðabæjarlistann

Í gær, 20:08 Sara Dögg Svanhildardóttir er oddviti Garðabæjarlistans og leiðir listann sem býður fram í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Urðum fljótt að taka miðann niður

Í gær, 20:00 „Við vorum svo vitlaus að við settum miða í gluggann þegar reglugerðin fór í gegn og sögðum: Hundar velkomnir! Við þurftum hins vegar fljótt að taka þann miða niður,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi kaffihússins Iðu. Sömu sögu er að segja af kaffihúsinu Gráa kettinum. Meira »

Dýri dyravörður er draumur

Í gær, 19:39 Dýri Guðmundsson ber ekki bumbur en Hafnfirðingurinn, sem á meðal annars ættir að rekja til Fremstuhúsa í Hjarðardal í Dýrafirði, hefur víða látið að sér kveða og var fyrir skömmu útnefndur Seltirningur ársins 2017. Meira »

Verktakalæknar fá 220 þúsund á dag

Í gær, 19:27 Heilbrigðisstofnanir úti á landi þurfa sumar að keppast við að ráða svokallaða verktakalækna og greiða þeim allt að 220 þúsund krónur á dag. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv. Meira »

VÍS þarf að greiða 5,7 milljónir í bætur

Í gær, 19:35 Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Vátryggingafélag Íslands greiði karlmanni rúmar 5,7 milljónir króna með vöxtum í bætur. Meira »

Boltinn virkaði eins og stækkunargler

Í gær, 18:27 „Þetta virkar eins og stækkunargler. Það eru þessi speglunaráhrif sem verða af því að vökvinn sem er inni í boltanum virkar eins og stækkunargler, segir Herdís Storgaard, forvarnafulltrúi Sjóvár. Meira »

Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda

Í gær, 18:26 Þingflokkur Pírata fordæmir árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að árásirnar fari fram með þöglu samþykki flestra NATO-þjóða og hvetur hann ríkisstjórn Íslands til að taka undir fordæminguna. Meira »

Hrækti í andlit lögreglumanns

Í gær, 17:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga fangelsi fyrir að hafa hrækt í andlit lögreglumanns.  Meira »

Nýtt listaverk á Sjávarútvegshúsið

Í gær, 17:18 „Glitur hafsins“, verk Söru Riel bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband Íslenskra myndlistarmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Meira »

Vertu úti

Í gær, 17:00 Þeim fjölgar stöðugt sem kjósa að ganga á fjöll, fara á gönguskíði eða stunda sjósund. Svo mjög að hjón í Vesturbænum hafa ákveðið gefa ekki aðeins út blað heldur líka gera sjónvarpsþætti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á RÚV á sunnudagskvöld og, eins og blaðið, ber nafnið ÚTI. Meira »

128 styrkir til innviðauppbyggingar

Í gær, 16:52 Ríflega 2,8 milljörðum verður úthlutað til alls 128 verkefna á ferðamannastöðum um land allt, en tilkynnt var um úthlutanirnar á sameiginlegum blaðamannafundi í Norræna húsinu laust eftir hádegi í dag. Meira »

Sagði skyldu okkar að verja náttúruna

Í gær, 16:32 „Náttúra landsins er auðlind í sjálfu sér og felur í sér mikil verðmæti fyrir þjóðina og heiminn allan. Skyldur okkar gagnvart náttúrunni og ábyrgð eru því miklar,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag. Meira »

„Ótrúlega lítið“ ber á milli

Í gær, 16:58 „Við þurfum að fá eitthvað meira. Það er ótrúlega lítið sem ber á milli okkar. Þessar upphæðir sem við viljum fá eru í raun klink í kassa ríkissjóðs. Skuldastaðan er góð á Íslandi og ef það er ekki hægt að úthluta okkur örfáum krónum í viðbót þá þykir mér það ótrúleg harka af hálfu ríkisins,” segir formaður Ljósmæðrafélags Íslands eftir fund í kjaradeilu þeirra. Meira »

Frumvarp um kosningaaldur til þriðju umræðu

Í gær, 16:47 Frumvarpi um breytingar á lögum um sveitarstjórnarkosningar, þar sem gert er ráð fyrir að þeir sem náð hafi 16 ára aldri hafi kosningarétt, var afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í dag eftir aðra umræðu um málið. Meira »

Kveiktu í blaðakassa á Akureyri

Í gær, 16:25 Tveir drengir kveiktu í blaðakassa við Víðilund á Akureyri í dag. Ekkert tjón varð vegna íkveikjunnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Meira »
Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...