Staða forstjóra FME auglýst

Morgunblaðið/Eyþór

Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur auglýst starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins laust til umsóknar. Forstjórinn skal hafa menntun á háskólastigi og búa yfir víðtækri þekkingu og starfsreynslu á fjármagnsmarkaði, samkvæmt auglýsingunni.

„Þá er æskilegt að forstjóri FME hafi reynslu af alþjóðlegu samstarfi, búi yfir mjög góðri kunnáttu í ensku og hafi reynslu af stjórnun. Starf forstjóra FME felst einkum í daglegri stjórnun á starfsemi og rekstri stofnunarinnar auk þess sem hann kemur fram fyrir hönd FME. Launakjör eru samkvæmt ákvörðun stjórnar Fjármálaeftirlitsins (FME). Mikilvægt er að forstjóri geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknum skal skilað til Capacent Ráðninga, umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar nk. Umsókn um starfið skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin,“ segir í auglýsingunni, sem birt er á vef lögbirtingarblaðsins með nánari upplýsingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina