Siðaskipti í Eden

Æsir hafa tekið yfir aldingarðinn Eden í Hveragerði. Adam og Eva sem prýddu útidyr staðarins hafa þurft að víkja og innan skamms opnar sýning þar sem gestir eru leiddir um leyndardóma forns átrúnaðar.

Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri segist þó ekki eiga von á því Hvergerðingar taki almennt upp nýjan sið.

Sýningin Í Eden sem nú heitir Iðvellir, verður opnuð þann fyrsta maí. Þótt ásatrúarmenn séu ekki áberandi við undirbúning sýningarinnar er þó einn þeirra í stóru hlutverki. Sjálfur Allsherjargoðinn Hilmar Örn Hilmarsson gerir tónlistina.

Það er hinsvegar Ingunn Ásdísardóttir sem leikstýrir sýningunni og Kristín Ragna Gunnarsdóttir sem myndskreytir.  Sjá MBl sjónvarp.  
mbl.is

Bloggað um fréttina