Fréttaskýring: Breyttar kröfur í viðræðum við verktaka

Mjög vel hefur gengið við lagningu Suðurstrandarvegar í vetur og ...
Mjög vel hefur gengið við lagningu Suðurstrandarvegar í vetur og er verktakinn, KNH ehf. frá Ísafirði, langt á undan áætlun. Mynd Vegagerðin
Verktakar þurftu áður að geta sýnt fram á að eigið fé væri jákvætt, en þar sem fá verktakafyrirtæki geta nú státað af slíkri stöðu hefur krafa um örugga verktryggingu verið sett í forgang. Þetta hefur aftur leitt til þess að rætt er við fleiri aðila við samningsgerð og sjaldnar en áður samið við lægstbjóðanda.

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að síðustu mánuði hafi í auknum mæli verið kallað eftir upplýsingum frá fjórum til sjö lægstbjóðendum í útboði og farið sé yfir öll þeirra gögn áður en gengið sé til samninga. „Við förum fram á verktryggingar og förum yfir verkefnastöðu og ef fyrirtæki eru með mikið í gangi treystum við þeim stundum ekki til að skila stóru, nýju verki á umsömdum tíma,“ segir vegamálastjóri.

Hreinn segir að þetta hafi leitt til þess að oftar hafi verið samið við fyrirtæki sem eigi kannski þriðja eða fjórða lægsta tilboð. Aukin varkárni einkenni alla samningsgerð. Til að tryggja samkeppni á þessum markaði hafi ekki verið stætt á öðru en að taka út kröfu um jákvætt eigið fé fyrirtækja þar sem fá fyrirtæki séu með slíka fjárhagsstöðu. „Á móti erum við harðari á að menn hafi allar sínar verktryggingar í lagi og tækjakostur og fjárhagsleg staða sé þannig að bæði við og þeirra viðskiptabanki geti treyst því að þeir klári sig af verkinu,“ segir Hreinn.

Draga til baka tilboð í Raufarhafnarveg

Hann segir að flestir verktakar hafi haldið sínu striki. Fyrirtæki hafi til þessa staðið við tímasetningar sínar og ekki hafi borist tilkynningar um að fyrirtæki þurfi að hverfa frá verki. Ljóst sé þó að erfitt sé hjá mörgum, ekki síst þeim sem séu með tæki sín til dæmis á kaupleigu í erlendri mynt.

Spurður um fréttir þess efnis að Lýsing hafi tekið hátt í 40 vinnutæki verktakafyrirtækisins Klæðningar og hvort það hefði áhrif á vinnu á Lyngdalsheiði sagðist Hreinn ekki hafa upplýsingar um slíkt. Hann sagði að þetta dæmi væri það fyrsta sem gæti haft einhver áhrif.

Hins vegar hefði Klæðning dregið tilboð sitt í Raufarhafnarveg til baka. Fyrirtækið bauð 250 milljónir króna í framkvæmdina eða 55,9% af áætlun sem hljóðaði upp á 447 milljónir króna. Ekki hefur verið gengið frá samningum um verkið, sem á að vera lokið haustið 2010.

Lág tilboð í vegaframkvæmdir endurspegla ástandið í þjóðfélaginu á síðustu mánuðum. Nefna má af nýlegum dæmum að hið lægsta nítján tilboða í Álftanesveg nam 68% af kostnaðaráætlun, en Loftorka bauð 561 milljón í verkið. Kostnaðaráætlun nam 825 milljónum króna. Þrettán fyrirtæki buðu í framkvæmdir á Norðausturvegi. Hektar bauð 738 milljónir sem eru 51,3% af 1.440 milljóna kostnaðaráætlun. Heflun bauð 341 milljón í framkvæmdir á Vestfjarðavegi í Múlasveit eða sem nemur 58,8% af 580 milljóna áætlun.

Eins og áður sagði hefur í fleiri tilvikum en áður ekki verið samið við lægstbjóðendur á síðustu mánuðum.

Annað stærsta árið

Í nóvember síðastliðnum var ákveðið að bíða með öll verkútboð í vegagerð þar til séð yrði hver yrði framvinda efnahagsmála og hversu umfangsmikil lækkun framlaga til vegamála yrði. Í lok janúar greindi Kristján Möller, samgönguráðherra, frá því að á ný væri hafinn undirbúningur og auglýsing útboða vegna verkefna á næstu misserum í samræmi við samgönguáætlun og fjárveitingar 2009. Þrátt fyrir 6 milljarða króna lækkun útgjalda í ár er reiknað með að árið verði annað mesta framkvæmdaárið í vegamálum.

Á síðasta ári runnu um 25 milljarðar til framkvæmda og í ár mun tæplega 21 milljarður fara til framkvæmda. Áætlað er að um 14 milljarðar af framlagi til nýframkvæmda í ár séu þegar bundnir í verkefnum sem komin voru af stað í fyrra. Milli 6 og 7 milljarðar verða til ráðstöfunar í ný verkefni. Aðrir stórir liðir í vegamálum eru rúmir 5 milljarðar til viðhalds, 3,7 milljarðar til vetrar- og sumarþjónustu á vegum og 1,4 milljarðar til að styrkja ferjur og sérleyfishafa í fólksflutningum og innanlandsflugi.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vilja þvinga „of unga“ íbúa úr blokkinni

Í gær, 22:01 Margir íbúar Grindavíkur eru gáttaðir á framgöngu forsvarsmanna húsfélags 50+ blokkarinnar Suðurhóp 1 í Grindavík sem boðuðu í lok síðustu viku til húsfélagsfundar til þess að vísa hjónum og syni þeirra úr íbúð sinni. Meira »

Jarðgöngin aftur rannsökuð í ár

Í gær, 21:32 Ekkert var unnið að rannsóknum á gerð jarðganga milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar á síðasta ári. Óvíst er hvort þau verði í nýrri samgönguáætlun. Meira »

Tveggja sólarhringa seinkun frá París

Í gær, 20:55 Tveggja sólarhringa seinkun er orðin á flugi Icelandair frá París til Keflavíkur. Vél sem átti að fljúga frá París til Keflavíkur um hádegisbil í gær er á áætlun um hádegi á morgun en verulegar tafir hafa orðið á viðgerð vélarinnar. Þetta staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Meira »

Allt um aksturskostnað á nýjum vef

Í gær, 20:24 Upplýsingar um aksturskostnað alþingismanna verða birtar á nýrri vefsíðu sem til stendur að búa til. Þetta kom fram á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. Meira »

Torfærutæki beisluð á fjöllum

Í gær, 19:41 „Þetta byrjaði nú allt saman þegar ég ákvað að gera smá grín að félaga mínum sem þá var búinn að grafa sig fastan í einhverjum pirringi og komst hvergi. Þá tók ég upp spjaldtölvu og tók við hann smá viðtal og í framhaldi af því bjó ég til þessa síðu – menn verða jú að hafa gaman af lífinu.“ Meira »

Um 60 skjálftar yfir 3 í dag

Í gær, 19:34 Alls hafa um sextíu jarðskjálftar yfir 3 á stærð mælst við Grímsey frá miðnætti. Frá klukkan 17 á laugardaginn hafa skjálftarnir verið 71 talsins. Meira »

Vex aldrei upp úr hlutverkinu

Í gær, 18:42 Hápunktur hvers skólaárs í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er leiksýning sem Leikfélagið Verðandi setur upp í tengslum við árshátíðina. Í ár taka um eitt hundrað nemendur þátt í söngleiknum Pétur Pan, þar af þrjátíu sem leika, syngja og dansa. Meira »

Íbúar steyptu fyrstu metrana sjálfir

Í gær, 18:55 Borgfirðingar eru orðnir langþreyttir á óviðunandi ástandi í vegamálum en þeir komu í dag saman í Njarðvíkurskriðum og steyptu um þriggja metra langan vegakafla. Annar af skipuleggjendum viðburðarins segir að með gjörningnum vilji heimamenn senda stjórnvöldum skilaboð um að vegurinn sé gjörónýtur. Meira »

Bankasýslan gefur ráðherra grænt ljós

Í gær, 18:37 Bankasýsla ríkisins sendi í dag tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að selja Kaupskilum ehf. 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka hf. vegna nýtingar á kauprétti félagsins samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009. Meira »

Dill heldur Michelin-stjörnunni

Í gær, 18:22 Kári Þorsteinsson, sem tók við sem yfirkokkur á Dill um síðustu áramót, hefur tekið við staðfestingu á að veitingastaðurinn heldur Michelin-stjörnu sinni. Meira »

Framboð Íslands samþykkt

Í gær, 17:52 Framboð Íslands um setu í framkvæmdastjórn UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, fyrir tímabilið 2021 til 2025 var samþykkt á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Meira »

Ætla að endurskipuleggja Airwaves

Í gær, 17:39 Nýir eigendur Iceland Airwaves hátíðarinnar segjast ætla að finna hjarta hátíðarinnar, fara aftur í ræturnar og aðgreina hana meira frá öðrum hátíðum með því að horfa á tónlistarmenn morgundagsins en færa sig frá því að fá stærri bönd. mbl.is ræddi við Ísleif Þórhallsson um framtíð hátíðarinnar. Meira »

Vilja aukið frelsi á leigubílamarkaði

Í gær, 17:38 Afnema þarf hámarksfjölda leigubílaleyfa á Íslandi og fækka kvöðum fyrir veitingu slíkra leyfa. Þetta sagði Hanna Katrín Friðriksson þingmaður í umræðum um frelsi á leigubílamarkaði á Alþingi fyrr í dag. Meira »

Íshestar ehf. greiði 15 milljónir

Í gær, 17:25 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrirtækið Íshesta ehf. til að greiða Hjalta Gunnarssyni tæpar 15 milljónir króna, auk dráttarvaxta, ásamt 850 þúsund krónum í málskostnað. Meira »

Skoða að jafna fargjöld Herjólfs

Í gær, 16:55 „Þegar ekki er siglt í Landeyjahöfn er ekki nóg með það að siglingatíminn sexfaldist í vetrarbrælunum sem ríkja, heldur þrefaldast fargjaldið líka,“ sagði Páll Magnússon á Alþingi í dag. Samgönguráðherra tók jákvætt í fyrirspurn hans um efnið og sagði málið til skoðunar í ráðuneytinu. Meira »

Fimm í úrslit í Kokki ársins

Í gær, 17:34 Undanúrslit í keppninni Kokkur ársins 2018 fóru fram á Kolabrautinni í Hörpu í dag. Átta keppendur tóku þátt og komast fimm þeirra áfram til keppni í úrslitum sem verða næstkomandi laugardag. Meira »

Töluvert um hálkuslys

Í gær, 17:15 Töluvert hefur verið um það að fólk hafi leitað á slysadeild Landspítala vegna hálkuslysa. Um 12 manns höfðu leitað á deildina þegar mbl.is náði tali af Bryndísi Guðjónsdóttur, deildarstjóra bráða- og göngudeildar, en fór fjölgandi. Meira »

Ekið á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut

Í gær, 16:20 Ekið var á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut á Akureyri um fjögurleytið í dag. Sjúkrabíll flutti vegfarandann til aðhlynningar og skoðunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Laust í feb-mars. Biskupstungur..
Sumarhús, - Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi og Gullfossi. Velkomi...
Egat Diva - Snyrti-Nuddbekkur,Rafmagns fyrir Snyrti,Fótaaðgerða,spa....
Egat Diva - Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, Vatnshelt áklæði, svartir og beige ...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
 
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...