Vél United lent

Vélin lent í Keflavík
Vélin lent í Keflavík Ljósmynd Árni Árnason

Boeing 767 farþegaþota United Airlines með um 200 manns innanborðs lenti á Keflavíkurflugvelli fyrir stundu. Flugstjóri vélarinnar tilkynnti um reyk í stjórnklefa og óskaði eftir lendingarleyfi í Keflavík. Mikill viðbúnaður var á vellinum en vélin lenti heilu og höldnu fyrir fáum mínútum.

Verið er að flytja farþegana frá borði inn í Leifsstöð. Ekki liggur fyrir hvort vélin heldur áfram för sinni en hún var á leið frá Evrópu til Ameríku.

mbl.is

Bloggað um fréttina