Aðkomumaður uppi í rúmi

Horft út Eyjafjörðinn með Akureyri í forgrunni.
Horft út Eyjafjörðinn með Akureyri í forgrunni. www.mats.is

Húsráðandi í Glerárhverfi á Akureyri kom að óboðnum gesti í rúmi sínu þegar hann kom heim um klukkan 6.30 í morgun. Gesturinn, sem reyndist bæði svefndrukkinn og ölvaður, kvaðst hafa villst á húsum eftir næturskemmtun í nágrenninu og taldi sig vera kominn á gistiheimili sem hann gistir á.

Hann fékk að halla sér í fangageymslu lögreglunnar á Akureyri. Óboðni næturgesturinn er karlkyns og rúmlega tvítugur. Um hann gildir fornfræg setning: „Vert er að geta þess að hér er um utanbæjarmann að ræða“.

Húsráðandinn kvaðst hafa læst íbúð sinni, sem er í fjölbýlishúsi. Engin ummerki sáust þó um að brotist hafi verið inn í íbúðina, að sögn lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina