Eldgosið tefur hafnargerðina

Horft yfir Landeyjahöfn.
Horft yfir Landeyjahöfn. mynd/Arnór Páll Valdimarsson

Tafir hafa orðið á framkvæmdum við Landeyjahöfn vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Nú er útlit fyrir að Herjólfur fari í sína fyrstu ferð að bryggju í Bakkafjöru 21. júlí.

Áður var miðað við framkvæmdum lyki 1. júlí og Herjólfur gæti hafið siglingar fyrir goslokahátíð sem hefst í Eyjum 2. júlí. Hátt í 100 manns starfa nú við hafnargerðina við ýmsa verkþætti.

„Við vonumst til að verkinu ljúki um miðjan júlí, en gosið hefur valdið erfiðleikum og tafið verkið,“ segir Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hafnasviðs Siglingastofnunar.

Um kostnað við framkvæmdina segir Sigurður Áss að útlit sé fyrir að áætlanir standist og verði reyndar um 20% lægri en gert var ráð fyrir í áætlun árið 2007.

Sjá nánar um þessar framkvæmdir í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »