Gífurleg flugumferð við Ísland

Alþjóðleg flugumferð um íslenska loftrýmið hefur verið gríðarlega mikil í dag. Kalla þurfti út alla tiltæka flugumferðarstjóra til að anna álaginu. Á venjulegum degi eru átta til tíu flugumferðarstjórar á vaktinni, en í dag voru þeir 22 þegar mest var.

Á degi þegar umferð telst vera mjög mikil fara um 500 þotur um íslenskt loftrými á einum degi, en líkur eru á að það sé talsvert meira í dag. Það kemur þó ekki í ljós fyrr en á morgun. Svo gæti farið að met hafi verið slegið. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia (Flugstoða ohf.) segir jafnvel hefði verið þörf fyrir enn fleiri flugumferðarstjóra í dag.

Gríðarleg ásókn var í að fljúga í gegnum íslenska svæðið norðanvert, enda var öskuskýið í flughæð farþegaþotanna niður með vestanverðri Evrópu í dag. Það er ólíkt því sem verið hefur síðustu daga, þegar það hefur ekki náð nema um 20.000 feta hæð.

Nokkurra klukkustunda seinkun hefur orðið á flugi víðsvegar í Evrópu í dag vegna öskuskýsins. Að sögn Hjördísar koma svona álagstoppar venjulega aðeins hluta úr degi í einu, en nú ber svo við að gærdagurinn, dagurinn í dag og morgundagurinn stefna allir í að verða svona miklir álagsdagar.

„Ekki áður upplifað annað eins“ 

Í tilkynningu frá Isavia er haft eftir Ásgeiri Pálssyni, framkvæmdarstjóra flugumferðarsviðs. sem hóf störf árið 1975 sem flugumferðarstjóri, að hann hafi ekki upplifað álíka stöðu í flugmálum allan þann tíma sem hann hefur starfað við þau.

„Það hafa komið upp atburðir sem hafa haft töluverð áhrif eins og t.d. 11.september 2001 þegar loftrými Bandaríkjanna var lokað. Þá þurfti að snúa við eða breyta flugleiðum flugvéla sem voru á leið til Bandaríkjanna og koma þeim á nýja áfangastaði. En sú atburðarrás stóð í nokkrar klukkustundir ólíkt þessu ástandi sem núna er, þegar við sjáum fram á að umferðin um íslenska flugstjórnarsvæðið mun halda áfram að vera mikil í nótt og á morgun," segir Ásgeir.

Flogið til og frá Akureyri á morgun

Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Isavia og Icelandair er stefnt að öllu flugi í gegnum Akureyri á morgun og helsta tengistöð Icelandair verður Glasgow eins og það var í dag.

Að sögn Hjördísar gætu helst komið upp vandkvæði með að rúma allar þær flugvélar á Akureyri sem þangað fljúga. Í því tilfelli gæti þurft að flytja mannlausar vélar til Egilsstaða, einfaldlega til að geyma þær þar. Hins vegar er nokkuð öruggt að hægt verður að fljúga til og frá Akureyri á morgun.

Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, verður fundað aftur um stöðuna í fyrramálið. Sjá einnig aðrar fréttir frá flugfélögunum, Iceland Express og Icelandair, sem birst hafa í dag.

Skjámynd af flugumferðinni um íslenska svæðið kl. 16 í dag. ...
Skjámynd af flugumferðinni um íslenska svæðið kl. 16 í dag. Fyrr í dag voru 50 fleiri vélar á svæðinu.
Svona er útlitið með öskuskýið kl 6 í fyrramálið, samkv. ...
Svona er útlitið með öskuskýið kl 6 í fyrramálið, samkv. spá Metoffice í Bretlandi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lýsa yfir óvissustigi vegna skjálfta

11:28 Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Jarðskjálftahrina austan við Grímsey heldur áfram en undir morgun mældist skjálfti upp á 5,2. Meira »

Ekki hægt að sanda húsagötur

10:35 Sökum mikils vatnsrennslis þýðir ekki að bera sand á göturnar enn sem komið er segir rekstrarstjóri vetrarþjónustu gatna í Reykjavík. Unnið er að því að bera á gangstéttir. Mjög hált er á gangstéttum og í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu og er fólk hvatt til þess að fara varlega. Meira »

Gæti komið annar af svipaðri stærð

10:23 „Okkur þykir líklegast að skjálftavirknin muni deyja út og þetta hafi verið stærsti skjálftinn, en þó gæti komið annar af svipaðri stærð. Við getum ekki útilokað það,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

„Búinn að sofa sáralítið í nótt“

09:53 „Við héldum í gær að þetta væri að minnka, en svo byrjaði það aftur um kvöldmatarleytið í gærkvöldið og er búið að vera í alla nótt,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, sem líkt og aðrir Grímseyingar varð vel var við jarðskjálfta upp á 5,2 í morgun. Meira »

„Eins og maður sé frægur“

08:47 „Það er eins og maður sé frægur,“ segir Karel Gunnarsson um áhrifin er hann verður fyrir af notkun samfélagsmiðla á borð við Instagram og Snapchat. Ungt fólk í dag er fyrsta kynslóðin sem hefur alist upp með snjallsíma í höndunum en langtímaáhrif af notkun þeirra eru óþekkt og tilefni til rannsókna. Meira »

Bannað að fara í sumarfrí

08:37 Við köllum hana orðið bolta-sendiherrann okkar því hún stóð vaktina í Frakklandi þegar íslenska landsliðið tók þátt í sögulegu Evrópumóti þar í landi. Nú er hún sendiherra landsins í Rússland og nýtir dýrmæta reynslu þaðan. Til að mynda fær starfsfólkið ekki að fara í sumarfrí fyrr en að móti loknu. Meira »

Lífsgæðasetur á St. Jóefsspítala

07:57 St. Jósefsspítali mun hýsa lífsgæðasetur, gangi hugmyndir starfshóps á vegum Hafnarfjarðarbæjar eftir.   Meira »

Áhugi á háhýsi í Breiðholti

08:18 Áhugi er á byggingu 15 hæða háhýsis við Eddufell 2-6 í Breiðholti. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Breiðholtsblaðsins, sem kom út á dögunum. Meira »

Stærsti skjálftinn hingað til

07:50 Jarðskjálfti sem talið var að væri 4,6 stig reyndist vera 5,2 stig og er þetta stærsti skjálftinn sem hefur mælst við Grímsey síðan jarðskjálftahrinan hófst. Fólk fann skjálftann víða og allt vestur í Skagafjörð segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Íbúðum á landinu fjölgar of hægt

07:37 Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1.759 í fyrra en um 1.580 árið áður. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá sem Íbúðalánasjóður birti á heimasíðu sinni fyrir helgi. Meira »

Þrýsta á stjórnvöld varðandi sálfræðiþjónustu

07:06 Samband íslenskra framhaldsskólanema hóf í gær herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Meira »

Mjög hált á höfuðborgarsvæðinu

06:50 Mjög hált er á gangstéttum og stígum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og borgar sig að fara varlega. Ekki hefur verið tilkynnt um neitt vatnstjón enn sem komið er, segir varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Skjálfti upp á 4,6 stig

06:11 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og hafa tveir stórir skjálftar, 4,4 stig og 4,6 stig, mælst á sjötta tímanum.  Meira »

Jafnt hlutfall kynja í Viðskiptaráði

05:30 Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku var samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn.  Meira »

Fjölgun um einn hóp kostar 180 milljónir

05:30 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í byrjun desember borist tæplega 50 tilkynningar um innbrot í heimahús.  Meira »

Verslun mætir mótbyr

05:30 Könnun sem rannsóknarfyrirtækið Zenter gerði fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) leiðir í ljós að tæpur þriðjungur landsmanna segist bera lítið eða ekkert traust til verslunar á Íslandi. Meira »

Vilja þrýsta á um vegaúrbætur

05:30 „Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi.“ Meira »

Aldrei fleiri skráðir í VG

05:30 Félagsmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eru nú 6.010 og hafa aldrei verið fleiri.   Meira »
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Svartur lazyboy leðurstóll 2 ára gamall
Virkilega nettur vel með farinn Lazyboy svartur leðurstóll . Verðhugmynd 80.000...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
 
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...