Skoða kaup á 40 metanvögnum

Hugsanlega fer metanstrætó að keyra um götur höfuðborgarinnar á næsta ...
Hugsanlega fer metanstrætó að keyra um götur höfuðborgarinnar á næsta eða þarnæsta ári. Kristinn Ingvarsson

Stjórn Strætó ræðir nú tillögur um að kaupa 40 metanknúna strætisvagna. Verði tillögurnar samþykktar gætu fyrstu 20 vagnarnir komið í notkun á árunum 2011 og 2012. Áætlað er að kostnaður Strætó við fjárfestinguna sé 1.400-1.600 milljónir króna.

Málið er enn á frumstigi, en minnisblað frá umhverfis - og samgöngusviði Reykjavíkurborgar var lagt fyrir síðasta fund stjórnar Strætó. Reynir Jónsson, forstjóri Strætó, segir að eftir sé að undirbúa málið betur. Leggja þurfi tillögurnar síðan fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu því að þau eru ábyrg fyrir fjárfestingum Strætó.

Reynir sagði að strætó sem gengi fyrir gasi væri dýrari í innkaupum en díselstrætó og rekstrarkostnaður væri líka meiri, en þó væri tækninni sífellt að fleygja fram og því væri rekstrarkostnaðurinn einn af þeim þáttum sem þyrfti að fara betur yfir. Hagkvæmnisútreikningar miðuðust við núverandi verð á gasi og dísilolíu.

Reynir skoðaði nýverið almenningssamgöngur í Malmö í Svíþjóð en þar aka um 350 gasstrætisvagnar um götur. Hann sagði mikilvægt að læra af reynslu annarra þjóða í þessu efni.

Reynir sagði að þetta væri spennandi verkefni, en það væri að mörgu að hyggja áður en ákvörðun verður tekin um hvort ráðist verður í þetta. M.a. þyrfti að tryggja að hægt verði að standa þannig að áfyllingu á vagnanna að áfylling dygði allan daginn. Ennfremur þyrfti að vera til varabirgðir af gasi því að ef eitthvað óhapp yrði í Álfsnesi, þar sem gasið verður til, yrði að vera hægt að grípa til varabirgða svo að bílaflotinn stöðvaðist ekki.

„Spurningin er hvað samfélagið er tilbúið til að fórna miklu fyrir í fyrsta lagi hreinna loft og minni losun gróðurhúsalofttegunda. Í öðru lagi þarf að hafa í huga að það er þjóðhagslegur sparnaður að vera ekki að eyða dýrmætum gjaldeyri í að flytja inn olíu. Í þriðja lagi má ekki gleyma því að við erum í dag að kveikja í stórum hluta af því gasi sem kemur upp úr haugunum í Álfsnesi,“ sagði Reynir og bætti við að þetta þyrfti að hafa í huga þegar menn veltu fyrir sér þeim aukakostnaði sem þetta verkefni hefði líklega í för með sér fyrir Strætó.

Verði farið út í þessa fjárfestingu þarf að koma upp hægáfyllingu á metangasi á geymslustað Strætó á Hesthálsi og varabirgðum af gasi til að bæta afgreiðslu og tryggja afhendingaröryggi. Vagnarnir verði fjármagnaðir með láni frá Evrópska fjárfestingabankanum gegnum ELENA verkefnið en Metan hf. fjármagni áfyllibúnað og búnað fyrir varabirgðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stefnt að birtingu í mánuðinum

11:38 Stefnt er að því að ljúka við skýrslu Seðlabanka Íslands um veitingu þrautavaraláns til Kaupþings haustið 2008 ef hægt verður. Þetta segir Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, í svari við fyrirspurn frá mbl.is. Meira »

„Leiðinlegt að koma að þessu“

11:28 12.000 nýlega klaktir kjúklingar drápust í eldsvoða á kjúklingabúinu Oddsmýri á Hvalfjarðarströnd í gær. Björn Fálki Valsson, kjúklingabóndi á Oddsmýri, segir kjúklingana flesta hafa verið dauða vegna elds eða reyks þegar hann kom að húsinu. Meira »

Taka vatnssýni á Seltjarnarnesi

11:23 Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðisins tekur vatnssýni á Seltjarnarnesi og í vatnsbóli í Mosfellsbæ í dag vegna jarðvegsgerla sem hafa mælst í kalda vatninu á Seltjarnarnesi, eins og í sumum hverfum í Reykjavík sem fá vatn úr ákveðnum borholum í Heiðmörk. Meira »

Óska eftir vitnum á nýársnótt

11:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að atviki sem átti sér stað á nýársnótt, rétt eftir miðnætti, en svo virðist sem að einstaklingur hafi vísvitandi skotið flugeldum inn í hóp manna sem voru staddir við Hallgrímskirkju. Meira »

Framleiðsla hjá Coca Cola stöðvuð

11:09 Coca Cola á Íslandi stöðvaði framleiðslu sína í gærkvöldi eftir að fregnir bárust af jarðvegsgerlum í neysluvatni í Reykjavík. Fyrirtækið hefur nú fengið staðfest frá Veitum að verksmiðja þess á Stuðlahálsi er fyrir utan sýkta svæðið og því mun framleiðsla hefjast á nýjan leik í dag eða á morgun. Meira »

Hrundi úr lofti Primera-vélar

10:25 Sjónvarpsskjár og plasthleri hrundu úr lofti vélar Primera Air í flugtaki í fyrrakvöld. Vélin, sem var leiguvél, lagði af stað frá Tenerife til Keflavíkur um klukkan sex í gærkvöldi. Tafir voru á flugferðum Primera Air til og frá Tenerife í fyrradag. Meira »

Búið að opna Suðurlandsveg

10:11 Búið er að opna fyrir umferð á Suðurlandsvegi við Hádegismóa þar sem umferðarslys varð í morgun.   Meira »

Guðrún stýrir Framkvæmdasýslu ríkisins

10:13 Fjármála- og efnahagsráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa Guðrúnu Ingvarsdóttur í embætti forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins. Meira »

Fundur vegna jarðvegsgerla hafinn

10:05 Fundur stjórnskipaðrar samstarfsnefndar um sóttvarnir er hafinn vegna jarðvegsgerla sem hafa fundist í neysluvatni í Reykjavík. Meira »

„Ekki eins óhrædd og ég var“

09:48 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er komin á svið aftur eftir 13 ára hlé en um helgina var leikritið Efi frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Hún kíkti í Magasínið ásamt leikstjóranum Stefáni Baldurssyni. Söguþráðinn mætti yfirfæra að einhverju leyti á umræðuna á Íslandi í kjölfar MeToo-umræðunnar. Meira »

Þrír fluttir á sjúkrahús

09:36 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á mótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar um áttaleytið í morgun. Einn er töluvert slasaður en tveir minna. Meira »

Sóley aðstoðar Ásmund

09:25 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið Sóleyju Ragnarsdóttur aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Samstarfsnefnd um sóttvarnir fundar

09:10 Stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir mun funda í dag vegna jarðvegsgerla sem hafa mælst í neysluvatni í Reykjavík.  Meira »

Skyrið í 20 tonna útrás

08:18 Áætlanir gera ráð fyrir að í ár verði seld yfir 20 þúsund tonn eða um 120 milljón dósir af skyri víða um heim. Salan hefur aukist með hverju árinu og ýmislegt er í farvatninu, en skyr er nú markaðssett undir alþjóðlega vörumerkinu ÍSEY skyr. Meira »

Áform uppi um gagnaver á Grundartanga

07:57 Franskir aðilar áforma að reisa og reka gagnaver á Grundartanga, en heimild var gefin á fundi stjórnar Faxaflóahafna síðasta föstudag, að tímabundnu vilyrði fyrir skilyrtri úthlutun lóðanna Tangavegur 9 og Tangavegur 11, til byggingar og reksturs gagnavers. Meira »

Spurt & svarað um neysluvatn

08:21 Á vef Veitna eru birtar spurningar og svör um neysluvatn og mengun af völdum jarðvegsgerla. Það er því m.a. svarað hvort jarðvegsgerlar séu hættulegir. Meira »

Miklar tafir á umferð vegna slyss

08:17 Þrír eru slasaðir eftir tveggja bíla árekstur á mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar (við golfæfingasvæðið Bása í Grafarholti). Búast má við miklum töfum á umferð. Meira »

Farþegum fjölgar en ferðavenjur eins

07:37 Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, telur samning Reykjavíkurborgar og ríkisvaldsins um árlegt eins milljarðs króna framlag ríkisins til samgöngubóta hafa verið mikilvægan. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Sumarhús – Gestahús – Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
 
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...