Kemur ekki til greina að hætta við

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Ómar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi síðdegis að ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda framkvæmd kosningar til stjórnlagaþings hljóti að valda þingmönnum vonbrigðum. Sagðist Jóhanna ekki telja að til greina kæmi að hætta við þingið. „Stjórnlagaþingið tökum við ekki frá þjóðinni," sagði Jóhanna.

Jóhanna sagði þegar hún flutti skýrslu um ákvörðun Hæstaréttar,  að aðfinnslur Hæstaréttar hefðu einkum snúið að framkvæmd kosninganna. Sagði Jóhanna, að rétt væri að hafa í huga, að engin af athugasemdunum hefði komið upp sem raunverulegt vandamál í framkvæmd kosninganna. Enginn heldi því fram að leynd hefði verið rofin, að kjörkassar hefðu verið opnaðar og ekki væri vitað til þess að umboðsmönnum frambjóðenda hefði verið meinað að vera viðstaddir kosningarnar. 

Sagði Jóhanna að forsætisnefnd Alþingis verði að fjalla um málið og leita yrði allra leiða til að tryggja að stjórnlagaþingið verði haldið.  Ýmislegt kæmi til greina, svo sem hvort setja ætti lög sem heimiluðu að Alþingi kysi 25 fulltrúa á stjórnlagaþing, hugsanlega þá sömu sem kosnir voru í nóvember, meti Alþingi umboð þeirra fullnægjandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert