Tómatar geta skapað 60 til 100 störf

Rætt er um hús fyrir tómatarækt er væri stærra en …
Rætt er um hús fyrir tómatarækt er væri stærra en 10 fótboltavellir. mbl.is/Ásdís

Ræktun tómata í risagróðurhúsi, sem gæti kostað um fimm milljarða, er í undirbúningi á Suðurnesjum og hugmyndin er að flytja út þúsundir tonna af tómötum, jafnvel frá og með 2014.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að rætt hafi verið um að reisa hús sem væri tíu hektarar að stærð undir einu þaki, en það er meira pláss en þarf undir tíu fótboltavelli.

„Slíkt hús þyrfti um 15 megavött af raforku og þarna myndu skapast 60-100 störf allt árið. Það eru 5-10 störf á hvert megavatt, en til samanburðar er hálft til eitt starf að baki hverju megavatti í álveri,“ segir Gylfi Árnason.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »