Já við Icesave væri uppgjöf

Einar Már Guðmundsson rithöfundur er lesinn víða um lönd.
Einar Már Guðmundsson rithöfundur er lesinn víða um lönd. Eggert Jóhannesson

„Mér finnst það uppgjöf. Mér finnst þetta vera eins og að játa á sig glæp sem þú hefur ekki framið,“ segir Einar Már Guðmundsson, rithöfundur og meðlimur í Attac-samtökunum, um já-hliðina. „Þetta er viðhorfið, að best sé að játa á sig glæpinn í von um að sleppa.“ 

„Þetta er málið í hnotskurn frá heimspekilegu sjónarhorni. Það ber líka á þessum matsfyrirtækjum. Þetta eru sömu fyrirtækin og gáfu hagbólunni A+,“ segir Einar Már og rifjar upp matshæfi einkabankanna skömmu fyrir hrun.

„Það eru fleiri í sömu stöðu og við. Það er miklu betra fyrir mannkynið til lengri tíma litið ef við segjum nei... Við eigum ekki að láta stjórna okkur með hótunum og ótta.“

Hann telur að samningurinn verði felldur.

„Mér finnst vera nei í loftinu í augnablikinu. Það er ekki hægt að neita því að það er mikil umræða í þjóðfélaginu og ég held að við verðum að segja að þarna er lýðræðið að verki. Margir eru að tjá sig og vanda sitt mál. Mín tilfinning er sú að mér finnst ég hitta fleiri sem segja nei.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert