Reisa sjóvarnagarða við byggðina á Eyrarbakka

Byggðin á Eyrarbakka verður vel varin með nýjum sjóvarnagörðum.
Byggðin á Eyrarbakka verður vel varin með nýjum sjóvarnagörðum.

„Framkvæmdin eykur öryggi byggðarinnar til muna. Þorpið hér hefur orðið fyrir þungum búsifjum vegna sjávarflóða en nú ætti sú hætta að verða úr sögunni.“

Þetta segir Siggeir Ingólfsson, íbúi á Eyrarbakka og yfirverkstjóri garðyrkjudeildar Árborgar, í Morgunblaðinu í dag. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða var lægsbjóðandi í gerð 170 metra langs sjóvarnagarðs á Eyrarbakka en tilboð í framkvæmdina voru opnuð fyrir nokkrum dögum.

Reistur verður garður austast á Eyrarbakka, það er sunnan við Háeyrarvelli en verulegt tjón varð í húsum þar í sjávarflóðum snemma árs 1990. Síðan þá hafa varnargarðar verið reistir á Eyrarbakka og Stokkseyri og með framkvæmdum nú er stoppað í síðustu göt.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »