Brúin mátti sín lítils

Eins og sjá má á hinu mikla vatnsmagni mátti brúin yfir Múlakvísl sín lítils þegar hún gaf sig í nótt.

Um kl. 4 í nótt sýndi vatnsmælir í Múlakvísl að vatnshæðin jókst mjög skyndilega um fimm metra. Þá var tekin ákvörðun um að loka veginum. Um sex mínútum síðar skall aldan á þjóðveginum og eyðilagðist þá brúin.

Jónas Erlendsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Suðurlandi tók meðfylgjandi myndskeið. Hann segir að aldan hafi lyft vestari enda brúarinnar af stöpli sínum. „Brúin sneri í vestur-austur, en hún snýr núna í norður-suður.“

Ljóst er að tjón Vegagerðarinnar er mikið, en brúin yfir Múlakvísl var 128 metra löng, byggð 1990.  Ætlunin er að koma samgöngum á að nýju sem fyrst, að sögn innanríkisráðherra, en ljóst er að það gæti tekið einhverjar vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert