Svandís með þrjá unga

Álftin Svandís hefur haldið til á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi í fjölmörg ár og haft þar vetursetu ásamt afkomendum sínum. Lesandi sem átti leið fram hjá tjörninni í dag sá að álftin var komin með þrjá unga.

Svandís hefur yfirleitt komið upp 4-5 ungum sem oftast hafa komið úr eggjum upp úr miðjum maí.

mbl.is