Umferð án banaslysa ekki tálsýn

Enginn á að þurfa að deyja í umferðinni.
Enginn á að þurfa að deyja í umferðinni. mbl.is/RAX

Heilt ár án þess að nokkur láti lífið í umferðinni. Er það óskhyggja, eða raunhæft markmið? Á einum áratug hefur banaslysum í umferðinni fækkað um helming. Þetta er ekki tilviljunum háð heldur afrakstur markvissrar vinnu. Stefnt er að því að fækka banaslysum enn frekar og helst útrýma þeim alfarið. 

Ekki barnaleg tálsýn

„Fyrst var þankagangurinn sá að verið væri að búa til einhverja tálsýn og þetta væri fyrst og fremst barnaskapur, en svo hafa menn skynjað að það hefur náðst árangur og það er hægt að ná enn meiri árangri,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, sem átti frumkvæði að því árið 2006 að kynna áætlun um að útrýma banaslysum í umferðinni og árið 2009 lagði FÍB til að Ísland tæki þátt í átaksverkefni Sameinuðu þjóðanna, Áratugur aðgerða, sem gengur út á að bæta umferðaröryggi fram til 2020.

Markmiðið byggir á svo nefndri núllsýn, stefnu sem tekin var upp í Svíþjóð árið 1997 og helgast af þeirri siðferðislegu afstöðu að það að ekkert sé til sem heiti viðbúinn fórnarkostnaður í umferðinni. Ekki eigi að sætta sig við eitt einasta dauðsfall á vegunum, ekkert frekar en í flugi eða á sjó. „Sýnin er á núllið. Það getur verið að það taki okkur einhvern tíma, en þeir sem láta sig þessi mál varða hafa þessa sýn af því að þetta er gerlegt og þetta er að skila sér. En það er enn heilmikið sem þarf að færa til betri vegar og verkefnin eru óþrjótandi,“ segir Runólfur.

Hægt að koma í veg fyrir slysin

Á árunum 2007-2011 létust að meðaltali 13 á ári í umferðinni á Íslandi, en á jafnlöngu tímabili þar á undan létust að meðaltali 25 á ári. Þetta er tæp 50% fækkun og Runólfur bendir á að miðað við fjölgun bíla og fólks í umferðinni hafi slysin verið hlutfallslega enn fleiri áratugina þar á undan. Gagnvirkt kort yfir öll banaslys í umferðinni á Ísland síðustu 5 árin má sjá hér

Við rannsókn kemur yfirleitt í ljós að ástæða þess að úr varð banaslys er atriði sem tiltölulega einfalt hefði verið að koma í veg fyrir. Það getur verið galli í hönnun vegarins, ásigkomulag bílsins eða vanræksla fólks við að nota þann öryggisbúnað sem var til staðar. Í 3 af þeim 5 banaslysum sem orðið hafa á þessu ári var bílbelti t.d. ekki notað. 

Vegurinn, bíllinn og mannlegi þátturinn

Ísland er nú með 5. lægstu dánartíðni í heimi af völdum umferðarslysa. Árangurinn sem náðst hefur undanfarinn áratug er vísir að því að hægt sé útrýma slysunum. Hann má þakka margþættum aðgerðum undanfarin ár. Stökkbreyting hefur orðið í rannsóknum á umferðarslysum af hálfu lögreglu. Einnig vegur starf Rannsóknarnefndar umferðarslysa þungt, en hún var stofnuð árið 1996 að fyrirmynd rannsóknarnefnda flugslysa og sjóslysa, og er í stöðugri framþróun eins og sagt var frá nýlega á MBL.IS.  

Mikið hefur verið lagt upp úr fræðslu til að auka vitund og bæta hegðun fólks í umferðinni. Það hefur tvímælalaust skilað sér og full ástæða er til að halda þeirri umræðu stöðugt á lofti, en þeir sem vinna að umferðaröryggismálum benda á að ekki sé nóg að einblína á mannlega þáttinn.

Umferðin samanstendur af fólki, farartækjum og vegum. Ef koma á í veg fyrir slys þurfa allir þessir þættir að vera í lagi. Ljóst er að aldrei verður komið í veg fyrir mannleg mistök, en í núllsýninni felst sú hugsun að þar sem mannleg mistök eru gerð eigi vegurinn og bíllinn að vera öryggisnet sem dregur úr afleiðingunum svo ekki hljótist bani af. Margir bílaframleiðendur taka þessa hugmyndafræði nú orðið mjög alvarlega, þar fer Volvo verksmiðjan fremst í flokki en líkt og sagt var frá á MBL.IS í júní er stefnt að því að enginn láti lífið í Volvo eftir árið 2020. 

Myndum aldrei hanna vegakerfið svona

Á okkar valdi er því fyrst og fremst að bæta hegðun okkar sjálfra, og að bæta vegakerfið. Stærsta einstaka verkefnið sem FÍB hefur hrint af stokkunum til að ná markmiðum um útrýmingu banaslysa nefnist EuroRAP og er öryggisúttekt á vegakerfinu. Ólafur Kr. Guðmundsson er verkefnisstjóri EuroRAP á Íslandi og hefur frá árinu 2009 keyrt þúsundir kílómetra eftir vegum landsins á sérútbúnum bíl til að kortleggja gæði og galla vegakerfisins.

Ólafur bendir á að vegakerfið hér eins og víðast annars staðar varð til með fremur tilviljanakenndum hætti og við úrbætur þess þurfi því að taka tillit til öryggisþátta sem ekki var horft til áður. „Ef við værum að byrja á byrjun í dag og hanna vegakerfi frá grunni þá myndum við aldrei gera það svona. Við myndum aldrei hanna kerfi þar sem mörg hundruð kílóa bílar mætast á 90 kílómetra hraða, og það eina sem aðskilur þá er máluð lína.“

Einfaldir hlutir sem hægt var að laga

Fyrstu gæðaúttekt á vegakerfinu samkvæmt EuroRap lauk árið 2010 en verið er að vinna að annarri og ítarlegri yfirferð um þessar mundir. Ólafur segir að komið hafi í ljós ýmis einföld atriði sem hægt var að breyta og gætu hafa bjargað mannslífum. „Samstarfið við Vegagerðina hefur verið mjög gott og nýir vegir sem lagðir hafa verið síðan eru mun betri. Til dæmis vegurinn í Landeyjahöfn, yfir Lyngdalsheiðina og milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar, allt eru þetta miklu, miklu betri vegir en voru áður en við byrjuðum á verkefninu.“

Á þeim vegum sem fyrir voru hefur líka margt verið lagað á eftir ábendingar frá Ólafi. Má þar nefna að víða hefur verið fjarlægt stórgrýti úr vegköntum sem skapaði hættu,  vegaxlir breikkaðar og flágar bættir til að koma í veg fyrir bílveltur. Þá kom í ljós að vegrið voru víðast hvar of stutt og gert hefur verið stórátak í að lengja þau, til að koma í veg fyrir útafakstur. Vegrið hafa sumstaðar verið sett upp til að aðskilja akstursstefnur þar sem EuroRap úttektin leiddi líka í ljós að ljósastaurar við Reykjanesbraut voru ekki árekstrarprófaðir. Þeim hefur ekki verið skipt út, en allir nýir staurar sem settir hafa verið upp síðan eru staðlaðir þannig að þeir gefi eftir við árekstur. Það sama þarf að sögn Ólafs einnig að gera við umferðarskilti í vegköntum.

Spurning um forgangsröðun

Enn eru banaslys í umferðinni þó árviss staðreynd. Ólafur segir að risastór skref hafi verið tekin í rétt átt, en betur má ef duga skal. „Menn eru farnir að hugsa allt öðru vísi um umferðina í dag, en það er náttúrulega gífurlegt verk fyrir höndum sem kostar peningar.“ Í EuroRap verkefninu er annars vegar gerð úttekt á slysamestu vegarköflum landsins og þannig reiknað út hver áhættan er á hvern ekinn kílómetra vegakerfisins, en hinsvegar kortlagðir áhættumestu vegakaflar landsins, þ.e. þar sem mikil hætta er á slysum jafnvel þótt þau hafi enn ekki orðið.

Ólafur bendir á að þekkingin á því hvað þurfi til að útrýma banaslysum sé til staðar og  sífellt sé að bætast við hana. Það sem eftir standi sé fjármagn og vilji til að láta það gerast. „Við höfum tekið það alveg út hvað eru hættulegustu vegakaflarnir, þá er það spurning um forgangsröðun. Hvort ætlum við að setja umferðaröryggi í fyrsta sæti í vegakerfinu, eða eitthvað annað?“

Á morgun...

...verður birt viðtal við Ásgeir Ingva Jónsson, sem varð fyrir hörmulegu bílslysi með tveimur börnum sínum á Suðurlandsvegi við Sandskeið árið 2006. Ásgeir segir að fyrir þá sem misst hafa ástvini í umferðinni sé sárt að hlusta á endalausar þrætur um kostnað við umbætur á slysamestu vegaköflunum.

Um helmingi færri deyja að meðaltali í umferðinni nú en ...
Um helmingi færri deyja að meðaltali í umferðinni nú en fyrir áratug. Mbl.is/Elín Esther
Banaslys vegna bílvelta eru algengari hér á landi en annars ...
Banaslys vegna bílvelta eru algengari hér á landi en annars staðar í Evrópu og má rekja það til mjórra vega og brattra flága. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þarf að greiða alla skuldina

12:46 Hæstiréttur snéri í vikunni við úrskurði héraðsdóms um að lækka skuld fyrrverandi starfsmanns eiginfjárfestinga Landsbankans sem hlaut níu mánaða dóm í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans í febrúar árið 2016. Var manninum gert að greiða 22,6 milljónir í málsvarnarlaun og málskostnað. Meira »

Borgarlínan „skynsamlegasta lausnin“

12:18 Bryndís Haraldsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, segir að þó að borgarlínan sé ekki lausn við öllu í tengslum við samgöngur á höfuðborgarsvæðinu sé hún „algjörlega hluti af lausninni“. Segir hún að sjálfkeyrandi bílar breyti þar engu um, enda þurfi þeir líka rými á vegunum. Meira »

Húsnæði 365 sett á leigu

12:01 Fasteignafélagið Reitir hefur sett á leigu húsnæði að Skaftahlíð 24. Þetta kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins. Húsin tvö, sem samtals eru um 5.000 fermetrar, hafa um nokkurt skeið hýst skrifstofur 365 miðla, sem rekið hafa Fréttablaðið, Vísi, Stöð 2 og fleiri miðla. Meira »

Slökktu í alelda bíl í Reykjavík

11:21 Á ellefta tímanum í morgun fékk slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um eld í bíl að Blesugróf í Elliðaárdal í Reykjavík. Þegar slökkvilið kom á vettvang var bíllinn alelda og var slökkt í honum. Er bíllinn gjörónýtur eftir brunann. Meira »

„Þá vil ég heldur borga!“

10:43 Þegar Bruno Bisig kom fyrst til Íslands 1991 ferðaðist hann einn um landið á hjóli og fékk að njóta einveru á hálendinu. Í dag er hann forstjóri Kontiki reisen og kemur með ferðamenn til landsins. Hann segir áskorun fyrir Íslendinga að viðhalda náttúrudýrðinni við núverandi vinsældir. Meira »

Vilja geta takmarkað umferð

10:02 Ég fagna þessari umræðu sem loksins er farin af stað. Fólk gerir sér grein fyrir því að hreina loftið og hreina vatnið er ekki sjálfgefið. Staðan er ekki eins góð og við kannski héldum. Meira »

Gul viðvörun á morgun

09:03 Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á morgun á Suðurlandi og Suðvesturlandi. Gert er ráð fyrir staðbundnu óveðri með austan 23-28 m/s meðalvindi undir Eyjafjöllum, sunnan Mýrdalsjökuls og að Öræfum. Veðurfræðingur segir ekkert ferðaveður á þessu svæði á morgun. Meira »

Kynjahlutföll ólögleg í ellefu tilvikum

09:30 Kynjahlutföll aðal- og varamanna í nefndum, ráðum og stjórnum Reykjavíkurborgar eru í ellefu tilvikum ekki í samræmi við 15. grein jafnréttislaga, þar sem segir að hlutfall annars kyns megi ekki vera minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Meira »

Óvissa hjá starfsmönnum Spalar

08:55 Starfsmenn Spalar hafa staðið í bréfaskriftum við samgönguráðuneytið og óskað eftir svörum um hvað taki við þegar Spölur afhendir ríkinu Hvalfjarðargöng til eignar og rekstrar síðsumars 2018. Meira »

Auglýsa eftir nýjum skólameistara

08:38 Stjórn Tækniskólans, skóla atvinnulífsins, hefur auglýst eftir nýjum skólameistara, en núverandi skólameistari er Jón B. Stefánsson. Er umsóknarfrestur til 9. febrúar. Meira »

Upplýsingaskjáir settir upp á Hlemmi

08:20 Í leigusamningi um Mathöll á Hlemmi er ákveðið svæði innan mathallarinnar sérstaklega tekið frá til þess að Strætó geti komið upp upplýsingaskjám og jafnvel miðasjálfsölum. Meira »

Tvær líkamsárásir í nótt

07:45 Tvær aðskildar líkamsárásir áttu sér stað í miðborginni í nótt, en tveir eru í haldi vegna málanna. Í báðum tilfellum þurftu brotaþolar að leita sér læknisaðstoðar. Brotaþolarnir hlutu skurði og tannbrot í árásinni, ásamt minni háttar höfuðáverkum. Meira »

Eru sammála um nauðsyn betri launagagna

07:32 „Allir aðilar á þessum fundi voru sammála um að það væri til mikils tjóns fyrir samtal á vinnumarkaði, í tengslum við kjarasamninga, að ekki væri horft á tölur sem menn treysta eða líta sömu augum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að loknum fundi með aðilum vinnumarkaðarins um tölfræðiupplýsingar á vinnumarkaði. Meira »

Saga ársins 1918 á Twitter

06:59 Á dögunum birtust Twitter skilaboð frá ungri dömu í Suðursveit, Gyðu Fanneyju Guðjónsdóttur, sem sagðist ætla að fylgja eftir metnaðarfullu og klikkuðu verkefni í vetur. Það að skrásetja ár frosta, fjöldagrafa og fullveldis. @Frostaveturinn2 verður örblogg sem fylgir tímamótaárinu 1918. Meira »

Samkeppni um heimsendingar á matvöru

06:23 Heimsending á matvöru virðist vera orðin raunverulegur valkostur á Íslandi. Tilraunir hafa verið gerðar með slíkt undanfarin misseri en nú stefnir í samkeppni á þessum markaði og það eru góð tíðindi fyrir neytendur. Meira »

Fagnaði 100 ára afmælinu

07:00 Áslaug Helgadóttir, fyrrverandi hárgreiðslukona og húsmóðir, hélt í gær upp á 100 ára afmæli sitt, en Áslaug er talin fyrsta íslenska hárgreiðslukonan sem nær hundrað ára aldri. Meira »

Á leið til Los Angeles í boði K100 og WOW air

06:34 Það voru glaðir hlustendur sem mættu til hátíðlegrar athafnar í Hádegismóum í gær. Þær Aðalheiður G. Hauksdóttir, Eirún Eðvaldsdóttir og Þóra Kjartansdóttir mættu ásamt mökum og börnum í hljóðver K100 til þess að taka við flugmiðum til ævintýraborgarinnar Los Angeles, í boði K100 og WOW air. Meira »

Innviðir að þolmörkum

06:18 Vísbendingar eru um að innviðir Suðurnesja séu komnir að þolmörkum. Það kann að hamla vexti ferðaþjónustunnar á næstu árum.  Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
Rafhitari fyrir gólfhitakerfi
Til sölu Rafhitari fyrir gólfhitakerfi, 12kw 5ltr rafhitari. Til upphitunar íbúð...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...