Arðsemi Hellisheiðarvirkjunar óviss

Hellisheiðarvirkjun var afar dýr og fjármagnsfrek framkvæmd. Hún var nær eingöngu fjármögnuð með erlendu fjármagni á þeim tíma þegar fyrirtækið hafði greiðan aðgang að því.

Auk þess var arðsemismatið ekki nægilega ítarlegt að því fram kemur í skýrslu úttektarnefndar Orkuveitu Reykjavíkur.

Úttektarnefndin bendir á að vegna hraðans hafi verið erfitt að áætla kostnaðinn, vegna margra óvissuþátta, og því hafi kostnaður reynst hærri en lagt var upp með.

Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að hún myndi kosta 20 milljarða króna. Samkvæmt skýrslunni reyndist ekki möguleiki að fá fjárfestingar í Hellisheiðarvirkjun sundurliðaðar eftir árum, einungis eftir áföngum. Samkvæmt þeim tölum er kostnaðurinn kominn í 72,8 milljarða króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert