Betri kjörsókn um sameiningu

Fleiri kjósa í Garðabæ og á Álftanesi en á öðrum …
Fleiri kjósa í Garðabæ og á Álftanesi en á öðrum stöðum. mbl.is/Árni Sæberg

Kjörsókn í Garðabæ og á Álftanesi var talsvert betri en almennt í Suðvesturkjördæmi þegar nýjustu tölur voru birtar kl. 13.

Þá höfðu 12,8% kosið í Garðabæ og 13,1% á Álftanesi. Í þessum sveitarfélögum er nú kosið um sameiningu. Á Álftanesi höfðu 13,6% þó kosið um sameiningu, örlítið fleiri en um stjórnarskrána. Til samanburðar við Icesave-kosninguna síðustu höfðu á sama tíma 16,21% greitt atkvæði kl. 13 á Álftanesi. 9,8% höfðu kosið í kjördæminu öllu í dag.

Þar sem um tvöfalda kosningu er að ræða tekur kosningin örlítið lengri tíma en alla jafna en gengur þó vel að sögn formanns kjörstjórnar og segir hún það undantekningu ef fólk kýs ekki bæði um sameiningu og um stjórnarskrána.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert