Styttist í lokatölur í sameiningarkosningum í Garðabæ

Stutt er í lokatölur í Garðabæ vegna sameiningakosninga Garðabæjar og …
Stutt er í lokatölur í Garðabæ vegna sameiningakosninga Garðabæjar og Álftaness. mbl.is/Árni Sæberg

Talning atkvæða í sameiningarkosningum Álftaness og Garðabæjar er hafin og gengur vel að sögn formanna kjörstjórna. Lokatölur í Garðabæ munu liggja fyrir á næstu mínútum, að sögn Árna Ólafs Lárussonar kjörstjórnarformanns.

Lokatölur á Álftanesi eiga að liggja fyrir um kl. 23.30 að sögn Soffíu Eydísar Björgvinsdóttur, formanns kjörstjórnar.

mbl.is