Var kyrrsett í níu daga

Flugvél í eigu tékknesks flugfélags sem notuð var fyrir farþegaflug á vegum Iceland Express var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í níu daga af Isavia vegna ógreiddra lendingargjalda.

Umrædd flugvél er af tegundinni Airbus A-320 og er í eigu tékkneska flugfélagsins Holiday Czeck Airlines. Hún var í þjónustu Iceland Express.

Iceland Express hætti starfsemi eftir að Wow air keypti rekstur félagsins í október. Endanleg ábyrgð á greiðslu lendingargjalda hvílir á flugrekanda viðkomandi flugvélar sem í þessu tilviki er tékkneska flugfélagið í samræmi við lög um loftferðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert