Verði undir sameiginlegu stefnunni

Lucinda Creighton, Evrópuráðherra Írlands, og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.
Lucinda Creighton, Evrópuráðherra Írlands, og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

„Ég tel að þau ríki Evrópusambandsins þar sem sjávarútvegur er til staðar eigi að vera undir sameiginlega sjávarútvegsstefnu sambandsins sett,“ segir Lucinda Creighton, Evrópuráðherra Írlands, spurð hvort hún telji að Ísland gæti haldið fullum yfirráðum yfir íslensku fiskveiðilögsögunni ef til inngöngu landsins í Evrópusambandið kæmi og þannig fengið undanþágu frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu þess. Hún segist hins vegar telja að áherslur sambandsins og Íslands í sjávarútvegsmálum séu ekki ósamrýmanlegar.

Creighton var stödd í opinberri heimsókn hér á landi í gær og í dag en Írar fara með forsætið í ráðherraráði Evrópusambandsins þar til í lok júní í sumar. Hún segir írsk stjórnvöld hafa skilning á þeirri ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að hægja á viðræðunum um inngöngu landsins í sambandið fram yfir þingkosningarnar í apríl og opna ekki nýja viðræðukafla, þar með talið um sjávarútveg og landbúnað.

„Við höfum skilning á því að það séu þingkosningar framundan og við þekkjum það af eigin raun að það getur haft áhrif á slík mál. En ég tel hins vegar enga ástæðu til þess að hafa áhyggjur af málinu. Það eru 18 viðræðukaflar opnir eins og sakir standa og það er í okkar verkahring þar sem við förum með forsætið innan Evrópusambandsins að halda áfram með þá og starfa með íslenskum stjórnvöldum í þeim efnum.“

Nánar verður rætt við Lucindu Creighton í Morgunblaðinu á morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »