Umferðin gengur þokkalega

mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Umferðin gengur þokkalega á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild lögreglunnar. Hún hvetur eigendur bifreiða sem þurftu að skilja þær eftir í gær til þess að sækja þær þar sem yfirgefnir bílar tefja hreinsunarstarf.

Að sögn lögreglunnar gengur umferðin fremur hægt á einhverjum stöðum en stóráfallalaust. Ruðningstæki hafa verið að störfum síðan í nótt en einhvers staðar hefur það hamlað starfi þeirra að fólk hefur ekki sótt bifreiðar sínar sem voru yfirgefnar í vegköntum í ófærðinni og óveðrinu í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert