Stoðir evrusvæðisins ótraustar

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson. Ragnar Axelsson

Evrusvæðið hvílir á ótraustum stoðum sem endurspegla grundvallargalla í fyrirkomulagi myntsamstarfsins. Þetta er skoðun Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra og formanns Alþýðuflokksins.

Jón Baldvin lýsti yfir þessari skoðun sinni á málþingi á vegum alþjóðamála- og stjórnmálafræðideildar Háskólans í Vilnius á þriðjudaginn var en hann birti í gær minnispunkta úr ræðunni á vefsíðu sinni.

Jón Baldvin skipti ræðu sinni í fjóra hluta og spurði í þeim síðasta hvers konar vandi steðjaði að evrusvæðinu.

Bar hann þar saman stöðu Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum og evruríkisins Grikklands.

Kalifornía væri í raun gjaldþrota en nyti stuðnings Bandaríkjastjórnar og seðlabanka landsins.

Hvert og eitt sambandsríki Bandaríkjanna þyrfti ekki að óttast að markaðirnir gerðu áhlaup á þau ef þau stæðu höllum fæti fjárhagslega, enda hefði alríkisstjórnin í Washington og seðlabankinn tæki í sínu vopnabúri til að hrinda slíkum áhlaupum.

Þrír grundvallargallar

Jón Baldvin telur þetta sýna fram á þrjá grundvallargalla í uppbyggingu evrusvæðisins.

Í fyrsti lagi þurfi Seðlabanki Evrópu að hafa heimild til að vera lánveitandi til þrautavara til aðildarríkjanna.

Í öðru lagi þurfi bankinn að geta haft stjórn á magni peninga í umferð með því að gefa út skuldabréf og kaupa þau af aðildarríkjum.

Í þriðja lagi þurfi miðlægt vald - þ.e. yfir evrusvæðinu - að hafa tæki til að stuðla að lágmarks samhæfingu og stjórnun peningastjórnunar innan myntbandalagsins, í því skyni að tryggja stöðugleika á evrusvæðinu.

Telur Jón Baldvin að Seðlabanki Evrópu þurfi að hafa vald til að koma veikari aðildarríkjum evrusvæðisins til hjálpar í kreppu og tryggja þannig að lántökukostnaður þeirra rjúki ekki upp úr öllu valdi vegna vantrausts markaða.

Jón Baldvin sagði að arkitekar evrusvæðisins, á borð við Frakkann Jacques Delors, hafi gert sér grein fyrir þessum ágöllum en að menn hafi bundir vonir við að þeir yrðu sniðnir af með tímanum. Andstaða Þjóðverja við frekari samruna hafi þar komið við sögu en skilja má á minnispunktum Jón Baldvins að hann reki það meðal annars til biturrar reynslu Þjóðverja af verðbólgu á 20. öld.

„Þetta voru mistök sem við greiðum nú dýru verði fyrir. Evrusvæðið er því eins og hálfbyggt hús, ófullgert og á ótraustum grunni,“ sagði Jón Baldvin meðal annars í lauslegri þýðingu úr ræðunni sem var á ensku.

Telur Jón Baldvin að aðgerðir til handa evrusvæðinu að undanförnu gangi of skammt og séu að óbreyttu dæmdar til að mistakast. Stuðla þurfi að frekari samruna og samhæfingu efnahagskerfanna.

Þess má geta að Baldur Þórhallsson, Jean Monnet-prófessor í Evrópufræðum við Háskóla Íslands og varaþingmaður Samfylkingarinnar, var einnig meðal ræðumanna í Vilnius.

mbl.is

Innlent »

Tilnefnd til verðlauna Chatham House

Í gær, 23:05 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilnefnd til verðlauna bresku hugveitunnar Chatham House árið 2019, en tilnefningarnar voru opinberaðar í gær. Þar er hún ekki í slæmum félagsskap, en ásamt henni eru þeir tilnefndir Sir David Attenborough, sjónvarpslíffræðingurinn heimsþekkti og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu. Meira »

Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað

Í gær, 22:59 „Staðreyndin er sú að það kann ekki góðri lukku að stýra þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer allur sem einn á bak við mál, sem fyrst og fremst á stuðning meðal Samfylkingarflokkanna, og er að auki í andstöðu við vilja landsfundar.“ Meira »

Yfir sex hundruð tegundir

Í gær, 20:45 Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir hófu búskap fyrir hálfri öld í húsi á Markarflöt í Garðabæ. Þau byrjuðu fljótt að vinna í garðinum, sem er í dag sannkölluð paradís. Meira »

Stekkur ekki úr sófanum á Laugaveginn

Í gær, 20:00 „Maður stendur ekki bara upp úr sófanum og segist ætla að hlaupa Laugaveginn,“ segir Lilja Ágústa Guðmundsdóttir. Hún varð um síðustu helgi fyrsta konan í aldursflokknum 70 ára og eldri til að klára Laugavegshlaupið en Lilja er 71 árs. Meira »

DV fékk ekki leyfi fyrir umsátri

Í gær, 19:40 Blaðamenn DV fengu ekki leyfi til að sitja fyrir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd, í því skyni að ná af honum viðtali líkt og reglugerðir gera ráð fyrir. Þetta staðfestir fangelsismálastjóri. Meira »

Fagnaðarfundir í nýjum hjólabrettagarði

Í gær, 18:25 Júlíus og Jón léku listir sínar í hjólabrettagarðinum nýja á Miðbakka í gær. Þeir fengu sér hressingu á nýjum matarmarkaði en þá greindi á um hvaða drykkur skyldi verða fyrir valinu. Meira »

Bandaríkjaher ræðst í útboð fljótlega

Í gær, 18:14 Bandaríkjaher hefur tilkynnt um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum við þau mannvirki sem herinn hyggst reisa á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlunin nemur 6,2 milljörðum króna. Meira »

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

Í gær, 17:59 Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

Í gær, 17:12 Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

Í gær, 17:10 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri. Meira »

Fimm lentu í umferðaróhappi

Í gær, 16:41 Umferðaróhapp átti sér stað á Reykjanesbraut eftir hádegi í dag þegar fólksbíll fór út af veginum í námunda við afleggjarann inn á Grindavíkurveg. Meira »

Skjálftahrina í Torfajökli

Í gær, 16:35 Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, mældist í Torfajökli í dag kl. 14:15. Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá því í nótt.  Meira »

„Auðvitað erum við óánægð“

Í gær, 16:24 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við mbl.is að vitanlega sé hann ekki ánægður með niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Segir hann að orkupakkamálið hafi reynst erfitt. Meira »

Sækja göngumann á Morinsheiði

Í gær, 16:18 Björgunarsveitir á Suðurlandi eru nú á leið upp á Morinsheiði á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls, þar sem maður er slasaður á fæti. Það gæti þurft að bera hann niður. Meira »

Gómsætt íslenskt grænmeti til sölu

Í gær, 15:26 „Þetta er allt íslenskt grænmeti og beint frá bændum,“ segir Jón Jóhannsson staðarhaldari á Mosskógum í Mosfellsdal. Kartöflur, gulrætur, blómkál, brokkolí, vorlaukur, laukur, spínatkál og sinnepskál er á meðal þess sem til sölu er. Meira »

Enginn í sveitinni að spá í hræin

Í gær, 14:40 Í námunda við grindhvalahræin í Löngufjörum eru menn lítið að spá í þau. Menn eru frekar að spá í heyskap og búskap. Staðurinn sem hræin eru á er svo fáfarinn að lítil þörf er á að grafa þau, telur bóndi. Meira »

Missti afl og brotlenti

Í gær, 14:29 Lítilli fisvél hlekktist á í flugtaki á Rifi á Snæfellsnesi um tvö í dag. Tveir voru í vélinni og var einn fluttur á heilsugæslu með minni háttar áverka. Meira »

Ítarlegri kröfur í nágrannalöndum

Í gær, 13:15 Litlar kröfur eru gerðar um eignarhald bújarða hér á landi. Samkvæmt meginreglu 1. greinar laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem gilda um allar fasteignir í rýmri merkingu (þ.m.t. land) á Íslandi, er áskilið að menn megi ekki öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum nema þeir séu íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi. Meira »

Hitinn fer í allt að 20 stig

Í gær, 12:37 Spáð er norðaustangolu eða -kalda og súld eða dálítilli rigningu austanlands í dag, en skýjað verður með köflum vestan til á landinu og allvíða skúrir síðdegis. Hitinn verður á bilinu 8 til 20 stig, hlýjast í uppsveitum á Suðvesturlandi en kaldast við norður- og austurströndina. Meira »
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar,hvítir á stálfótum Vel útlítandi..Verð kr 2500 stk....
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...