Ný brú tilbúin haustið 2014

Nýja brúin yfir Múlakvísl, austan við Höfðabrekku, verður lengri og …
Nýja brúin yfir Múlakvísl, austan við Höfðabrekku, verður lengri og öflugri en sú gamla sem fór í jökulhlaupi. Teikning/Vegagerðin

Framkvæmdir hefjast í sumar við nýja brú yfir Múlakvísl í stað þeirrar sem eyðilagðist í miklu jökulhlaupi sumarið 2011. Starfsmenn Vegagerðarinnar reistu bráðabirgðabrúna á skömmum tíma eins og frægt varð og hefur hún síðan þjónað umferð um hringveginn.

Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í smíði brúarinnar auk tengdra framkvæmda og verða tilboðin opnuð þriðjudaginn 28. maí nk. Verkinu á að vera að fullu lokið 1. september 2014.

Auk þess að endurreisa brúna áformar Vegagerðin að reisa 5.200 metra langa varnargarða austan árinnar ofan hringvegar. Fyrirhugaðir varnargarðar, sem verða að stærstum hluta boðnir út síðar, miða að því að stýra rennsli Múlakvíslar undir brúna og verja um leið önnur mannvirki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert