Rangt að efna til Landsdóms, segir Ingibjörg Sólrún.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mbl.is/Kristinn

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, sagði á facebook-síðu sinni í dag að enn einu sinni hefði fengist staðfesting á því hversu rangt það hefði verið, pólitískt, siðferðislega og réttarfarslega, að kalla saman Landsdóm til að rétta yfir Geir H. Haarde.

Hún segir það ekki gott að verða fyrir slíkri rangsleitni en að það sé enn verra, eins og hún segir marga þingmenn hafa gert, að taka vísvitandi þátt í henni.

mbl.is