Greiða gjaldið með glöðu geði

Fyrir stuttu var tekið upp á því að rukka 350 krónur fyrir aðgang að Kerinu í Grímsnesi. Mbl.is ræddi við ferðamenn sem skoðuðu Kerið í gær og langflestir voru á þeirri skoðun að gjaldið væri hóflegt og gerðu engar athugasemdir við það. Þó örlaði á þeirri skoðun að gjaldtakan breytti upplifuninni.

Gunnar Skaptason, framkvæmdastjóri Kerfélagsins, segir að langflestir ferðamenn greiði gjaldið með glöðu geði og svipaða sögu sé að segja af Íslendingum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert