Má setja skilyrði fyrir jarðakaupum

Ögmundur Jónasson setti reglugerð í apríl sem Hanna Birna Kristjánsdóttir ...
Ögmundur Jónasson setti reglugerð í apríl sem Hanna Birna Kristjánsdóttir felldi úr gildi í júlí. mbl.is/Golli

Íslensk stjórnvöld geta tengt eignarhald á fasteignum við tiltekna nýtingu, svo sem heimili eða atvinnu. Þetta segir Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Danir eru með í sínum lögum skilyrði sem útlendingar þurfa að uppfylla ætli þeir að kaupa fasteignir í Danmörku.

Nýlega felldi Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra úr gildi reglugerð um rétt útlendinga til fasteignakaupa hér á landi, en Ögmundur Jónasson setti reglugerðina í vor skömmu áður en hann lét af ráðherraembætti. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) dró lögmæti reglugerðarinnar í efa og óskaði eftir rökstuðningi innanríkisráðuneytisins fyrir því hvernig reglugerðin stæðist 40. gr. EES samningsins um frjálst flæði fjármagns og búsetutilskipun ESB.

EES-samningnum var ekki breytt í kjölfar Maastricht-samninganna

Áður en Ögmundur setti reglugerðina aflaði hann sér tveggja lögfræðiálita. Í öðru þeirra óskaði hann eftir því við Jens Hartig Danielsen, prófessor við lagadeild Háskólans í Árósum, og Stefán Má Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, að þeir svöruðu tilteknum spurningum um reglur EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga og fjárfestingu í fasteignum og þá sérstaklega um 40. gr. EES samningsins.

Stefán Már segir í samtali við mbl.is, að þeirra niðurstaða sé að reglurnar innan Evrópusambandsins um fjármagnsflutninga og búsetu séu ekki þær sömu og EES-samningurinn kveður á um. Þær hafi verið þær sömu þegar EES-samningurinn var gerður, en reglurnar breyttust innan ESB eftir að Maastricth-samningarnir öðluðust gildi. EES-samningnum hafi hins vegar aldrei verið breytt til samræmis.

„Við teljum að EES-samningurinn sé eins og hann var fyrir Maastricht-samningana 1993. Með Maastricht-samningunum varð veruleg breyting innan ESB. Ef við horfum á ástandið fyrir Maastricht-samningana þá var meginreglan sú, að okkar mati, að frjálst flæði fjármagns gat ekki átt sér stað nema að þú værir líka að nota hina frelsisþættina [þ.e. frjáls flutningur fólks, varnings eða þjónustu]. Þar er átt við að þú sért að kaupa fasteign, fyrirtæki eða sért sem launþegi að ferðast á milli landa innan EES. Þjóðverji gat hins vegar ekki komið hingað og keypt jarðir án þess að búa hér eða vera hér með neina starfsemi. Rómarsamningurinn gerði ekki ráð fyrir slíku. Þetta teljum við að sé enn í gildi á EES,“ segir Stefán Már.

Stefán segir að eftir gildistöku Maastricht-samninganna sé borgurum innan ESB heimilt að kaupa fasteignir og lönd án þess að búa í viðkomandi landi.  „Þó er ESB-löndunum heimilt að búa til varnaraðgerðir ef það styðst við veruleg almannasjónarmið. Það hafa t.d. Danir og Írar nýtt sér. Með almannasjónarmiðum er m.a. átt við að þú megir ekki kaupa land sem skipulagt er til landbúnaðarnota nema að búa á landinu.“

„Erum ekki að nýta okkur EES-samninginn til hins ýtrasta“

Stefán Már segir að stjórnmálamenn á Íslandi geti að sjálfsögðu markað þá stefnu að heimila öllum íbúum á EES að kaupa fasteignir og lönd hér á landi eins og Hanna Birna hafi gert, „en þá er hún ekki að nýta sér til hins ýtrasta það sem felst í EES-samningnum.“

Þeir sem gagnrýna reglugerð Ögmundar benda á að Íslendingar hafi rétt á að kaupa fasteignir erlendis og því sé um gagnkvæm réttindi að ræða. Stefán Már segir málið ekki svo einfalt því hver og ein aðildarþjóð EES-samningsins sé aðeins skuldbundin af samningnum. Norðmenn eða Danir geti sett reglur samkvæmt honum óháð því hvað Íslendingar geri.

Danir setja skilyrði fyrir fasteignakaupum útlendinga

Þrátt fyrir að Danmörk sé í Evrópusambandinu hafa dönsk stjórnvöld sett ítarlega löggjöf um kaup útlendinga á fasteignum í Danmörku. Ef sá sem ætlar að kaupa fasteign hefur ekki búið í Danmörku í fimm ár og er ekki í launaðri vinnu eða er ekki með neina starfsemi í Danmörku þarf hann að sækja um sérstakt leyfi vegna viðskiptanna til dómsmálaráðuneytisins. Ágætlega er farið yfir þessi skilyrði á vefnum norden.org.

Ef einstaklingur býr í Danmörku eða hefur búið í Danmörku í samtals fimm ár - hvort sem það er samfellt eða á nokkrum tímabilum - má hann kaupa heilsárshús í Danmörku án sérstaks leyfis frá dómsmálaráðuneytinu.

Ef viðkomandi er ríkisborgari í ESB- eða EES-ríki, en uppfyllir ekki fyrrgreindar kröfur, má hann kaupa heilsárshúsnæði í Danmörku án leyfis frá dómsmálaráðuneytinu ef hann uppfyllir a.m.k. eina af eftirfarandi kröfunum:

  • er í vinnu og er launþegi í landinu eða er með ESB-/EES dvalarleyfi,
  • hefur stofnað eða hyggst stofna fyrirtæki í landinu, eða
  • hefur stofnað eða ætlar að stofna skrifstofur eða útibú í landinu, eða ætlar að veita eða þiggja þjónustuframboð í landinu.

Ef viðkomandi er ESB-ríkisborgari getur hann ennfremur keypt heilsársíbúðarhúsnæði í Danmörku án leyfis frá dómsmálaráðuneytinu, jafnvel þó hann sé ekki búsettur í landinu og hafi ekki áður búið í landinu í 5 ár, ef hann uppfyllir tiltekin skilyrði um dvalarrétt.

Strangari skilyrði um kaup á sumarhúsum í Danmörku

Þegar Danir gengu í ESB árið 1972 lögðu þeir mikla áherslu á að koma í veg fyrir að útlendingar mættu kaupa sumarhús án takmarkana, en þeir óttuðust að Þjóðverjar myndu kaupa mikið af eignum í Danmörku.

Ef einstaklingur vill kaupa sumarhús, frístundahús eða aðra gerð aukahúsnæðis í Danmörku án leyfis frá dómsmálaráðuneytinu, verður viðkomandi að hafa búsetu í Danmörku eða hafa búið samtals fimm ár í landinu, hvort sem það er á einu eða fleiri tímabilum.

Ef viðkomandi uppfyllir ekki þessi skilyrði, þarf hann að sækja um leyfi til kaupa á aukahúsnæði til dómsmálaráðuneytisins. Dómsmálaráðuneytið veitir eingöngu leyfi til kaupa á sumarhúsi, frístundahúsi eða öðru aukahúsnæði ef viðkomandi hefur sérstaklega sterk tengsl við Danmörku.

Þegar ráðuneytið metur umsóknina er tekið tillit til fjölda atriða varðandi tengsl, og metið hvort leyfi verður gefið. M.a. er lögð áhersla á eftirfarandi atriði:

  • fyrri dvöl í Danmörku
  • sérstök fjölskyldutengsl við Danmörku
  • sérstök atvinnutengsl við Danmörku
  • sérstök menningarleg tengsl við Danmörku
  • sérstök efnahagsleg tengsl við Danmörku
  • sérstök tengsl við þá eign sem kaupa á.

Heildarendurskoðun á lögunum

Hanna Birna hefur ákveðið að hefja heildarendurskoðun á lögum og reglum um rétt útlendinga til að öðlast eignarétt og afnotarétt yfir fasteignum hér á landi. Þessi vinna verður í samvinnu við önnur ráðuneyti eftir því sem við á. Eyvindur G. Gunnarsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Valgerður Sólnes lögfræðingur hvöttu, í áliti sem þau skrifuðu fyrir Ögmund Jónasson, til þess að þessi endurskoðun færi fram.

Eyvindur og Valgerður bentu sérstaklega á að samkvæmt núverandi lögum væri ráðherra með mjög opna heimild til að veita undanþágu frá lögunum, en í þeim segir að ráðherra geti veitt undanþágur frá lögunum „ef annars þykir ástæða til“. Fróðlegt er að bera þessa opnu heimild saman við dönsku lögin sem vísað er til hér að ofan.

Takmarkanir má setja í aðalskipulag

Áhyggjur manna af fasteignakaupum hér á landi hafa fyrst og fremst snúist um kaup útlendinga á jörðum. Þar hafa menn m.a. horft til breytinga á lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, en einnig á jarðalög. Jón Bjarnason, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, kynnti á sínum tíma frumvarp um breytingar á jarðalögum sem gekk út á að setja strangari reglur um jarðakaup. Frumvarpið var umdeilt, líka á meðal bænda, en Landssamtök landeigenda á Íslandi sögðu að frumvarpið væri „afturhvarf til svörtustu fortíðar- og forræðishyggju.“ Ástæðan fyrir andstöðu landeigenda var sú að með því að setja ströng skilyrði fyrir jarðakaupum á Íslandi fækkar þeim sem geta keypt jarðir og þar með lækkar jarðaverð.

Að lokum má benda á að ein leið til að takmarka möguleika útlendinga til að kaupa hér jarðir er að skilgreina í aðalskipulagi hvaða jarðir eru ætlaðar til landbúnaðarnota og hvaða lönd má nota undir sumarhús eða aðra starfsemi. Sveitarfélögin hafa vald til gera þetta samkvæmt lögum, en Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir að fram að þessu hafi sveitarfélögin farið varlega í að notfæra sér þau tæki sem þau hafa í skipulagslögum til að kveða á um landnotkun. Flest séu þau með almennt orðaða stefnuyfirlýsingu um landnotkun í aðalskipulagi. Hún segir að á seinni árum hafi hins vegar nokkur sveitarfélög verið að ganga lengra í að skipuleggja landnotkun, t.d. varðandi skógækt og fleira. Hún nefndi Dalvíkurbyggð og Hrunamannahrepp sem dæmi um þetta.

Aðalskipulag getur hins vegar aldrei sett neinar kvaðir um eignarhald á jörðum, en ef landnotkun er skilgreind í skipulaginu þrengir það svigrúm kaupenda jarðanna. Þeir geta þá ekki breytt góðum landbúnaðarjörðum í frístundabyggð nema sveitarstjórn samþykki breytingu á aðalskipulagi.

Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.
Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.
Danir setja í sínum lögum skilyrði fyrir fasteignakaupum útlendinga. Myndin ...
Danir setja í sínum lögum skilyrði fyrir fasteignakaupum útlendinga. Myndin er tekin af fasteignavef mbl.is, en þar eru nokkrar fasteignir í Danmörku auglýstar til sölu.
Eitt af því sem margir hafa haft áhyggjur af er ...
Eitt af því sem margir hafa haft áhyggjur af er að útlendingar reyni að kaupa upp laxveiðijarðir á Íslandi. Það hefur ekki verið mikið um það. Morgunblaðið/Einar Falur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fljúga 1.100 kílómetra á svifvængjum

22:30 Hans Kristján er staddur í Sviss og mun næstu daga þvera Alpana á svifvængjum. „Þetta er ein magnaðasta keppni í heimi,“ segir hann en drífur sig svo að sofa, því að á morgun flýgur hann 100 kílómetra. Meira »

Lokanir gatna og akstur Strætó 17. júní

22:26 Mörgum götum verður lokað vegna hátíðarhalda í miðborg Reykjavíkur á morgun, 17. júní, og hvetur lögregla vegfarendur til að fara varlega og leggja löglega, en frekari upplýsingar um götulokanir er að finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Meira »

Víða væta á þjóðhátíðardegi íslendinga

21:59 „Það er útlit fyrir norðlæga átt hjá okkur á morgun og skýjað fyrir norðan og austan, en léttskýjað suðvestan lands fram eftir degi,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur um veðurspána fyrir 17. júní, þjóðhátíðardag Íslands, í samtali við mbl.is. Meira »

Flugkennslu aflýst vegna óánægju

20:40 Eftir að póstur var sendur til flugkennara í verktakavinnu hjá Keili þess efnis að þeim yrði gert að gangast undir kjarasamninga við fyrirtækið, lögðu sumir þeirra niður störf vegna óánægju. Meira »

Græni herinn kom saman á ný

19:30 Græni herinn svokallaði var endurvakinn í dag með táknrænni athöfn á sama stað og hann var upphaflega stofnaður fyrir 20 árum. Efnt var til gróðursetningar í Hveragerði sem mun marka upphaf starfsemi Græna hersins í nýrri 5 ára áætlun hans. Meira »

Costco sýknað af bótakröfu vegna tjóns

19:05 Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Costco af kröfu konu um bætur vegna innkaupakerru sem rann á bíl hennar framan við verslunina í Garðabæ. Fór konan fram á rúmar 262 þúsund krónur í bætur vegna viðgerðar. Meira »

Fara í Garðabæ eftir 80 ár í Borgartúni

18:25 Vegagerðin mun á næstu 14 mánuðum flytja höfuðstöðvar sínar frá Borgartúni í Reykjavík í Suðurhraun 3 í Garðabæ. Reginn og framkvæmasýsla ríkisins hafa gert samning um uppbyggingu og leigu á nýjum höfuðstöðvum á þessum stað, en þangað verður einnig flutt þjónustustöð Vegagerðarinnar í Hafnarfirði. Meira »

Engin lending komin um þinglok

18:13 Enn þá virðist engin lending komin í viðræðum Sjálfstæðisflokksins við Miðflokkinn um þinglokasamning. Viðræðurnar eru í gangi en hljóðið í mönnum er á þá leið að ekki sé mikill kraftur í viðræðunum. Meira »

Fjórir mjög hæfir í starf seðlabankastjóra

18:05 Hæfisnefnd hefur metið fjóra umsækjendur um starf seðlabankastjóra mjög hæfa, en það eru þeir Gylfi Magnússon, dós­ent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jóns­son, for­seti hag­fræði­deildar Háskóla Íslands, Jón Dan­í­els­son, pró­fessor við LSE í London, og Arnór Sig­hvats­son, ráð­gjafi seðla­banka­stjóra. Meira »

„Besta vor sem ég hef upplifað“

17:40 „Þetta er nú bara besta vor sem ég hef upplifað,“ segir Anna Melén sem hefur um áratugaskeið ræktað garðinn sinn í Garðabæ af mikilli alúð. Þar ræktar hún grænmeti, ber og jurtir og er uppskeran oft svo mikil að hún fær um kíló af tómötum á hverjum degi á uppskerutímabilinu. Meira »

Forsetinn mætir á Packardinum á morgun

16:25 Á opnu húsi á Bessastöðum í dag voru gamlar forsetabifreiðar til sýnis. Gestir fengu líka að skoða sig um í vistarverum forsetans. Forsetinn verður á bíl frá 1942 á morgun, 17. júní. Meira »

Víkingar njóta lífsins í blíðunni

15:50 Víkingahátíð er enn í fullum gangi á Víðistaðatúni í Hafnarfirði, en þar hafa gestir, líkt og aðrir landsmenn, notið veðurblíðunnar um helgina. Meira »

Heiðrún komin í leitirnar

14:02 Heiðrún Kjartansdóttir, sem lýst var eftir seint í gærkvöld, er komin í leitirnar heil á húfi. Lögreglan þakkar fyrir veitta aðstoð. Meira »

Úr Sævarhöfða í Álfsnesvík

13:20 Björgun og Reykjavíkurborg hafa undirritað samkomulag um að fyrirtækið fái lóð undir starfsemi sína í Álfsnesvík á Álfsnesi, skammt frá urðunarsvæði Sorpu. Skipulagsferli er hafið og jafnframt er unnið að umhverfismati á svæðinu. Meira »

Varðeldur skapaði stórhættu

12:23 „Það er mjög alvarlegt að gera þetta og við erum að skoða málið. Þetta er inni í skógi og það er tilræði við almannahagsmuni að gera svona,“ segir Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, í samtali við mbl.is. Hann staðfestir að eldur hafi verið kveiktur á tjaldsvæði í Selskógi í nótt. Meira »

Segir húsmæðraorlof tímaskekkju

11:28 Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segir að orlof húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu sé „algjör tímaskekkja“ en bærinn greiddi um þrjú hundruð þúsund kr. fyrir orlof húsmæðra í fyrra. Meira »

Gekk 100 kílómetra á 36 klukkutímum

10:36 „Þetta var miklu erfiðara en ég átti von á. Ástandið á líkamanum er eiginlega skelfilegt og sársauki allstaðar en allt í góðu samt,“ segir Einar Hansberg Árnason í samtali við mbl.is eftir að hann lauk 100 kílómetra göngu nú fyrr í morgun. Meira »

Ekkert saknæmt talið hafa átt sér stað

10:15 Engar vísbendingar hafa borist lögreglunni vegna hvarfs Heiðrúnar Kjartansdóttur en ekkert hefur spurst til hennar síðan á miðvikudag. Ekki er talið að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. „Vonandi koma með morgninum eða deginum upplýsingar til okkar,“ segir aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi. Meira »

86 mál skráð hjá lögreglunni

07:29 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt því alls skráði hún 86 mál á þessu tímabili. Í öllum hverfum þurftu lögreglumenn að sinna mörgum kvörtunum um hávaða í tónlist úr heimahúsum, hávaða vegna framkvæmda á vinnustöðum og frá skemmtistöðum. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Dunlop Enasave Ec300
4 ný og ónotuð Dunlop Enasave Ec300 sumardekk til sölu. 215/50R17 Passa undir t...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...