Plata grunlausa vísindamenn

Snæfellsjökull.
Snæfellsjökull. mbl.is/Sigurður Bogi

Óprúttnir einstaklingar hafa nýtt sér vísindatímaritið Jökul, rit jöklarannsóknarfélags Íslands, og sett upp tvær falskar heimasíður til að innheimta gjald fyrir birtingu í tímaritinu. Fjöldi grunlausra vísindamanna hefur borgað fyrir birtingu í tímaritinu án þess að vera nokkurn tímann í samskiptum við raunverulega forsvarsmenn þess. 

Jökull er viðurkennt alþjóðlegt vísindatímarit um jarðfræði og hefur verið gefið út frá árinu 1951. Bryndís Brandsdóttir, einn ritstjóra tímaritsins, segir að nokkrir vísindamenn hafi lent í klónum á þeim aðilum sem settu upp fölsku vefsíðuna í nafni tímaritsins.

„Þessir óprúttnu aðilar skoða gagnagrunn sem segir til um styrk viðkomandi tímarits. Þeir falsa svo vefsíður í þeirra nafni til þess að græða á vísindamönnum sem vilja koma greinum sínum í birtingu,“ segir Bryndís.  

Borga 5-600 dollara fyrir birtingu

Prentunargjald hefur rutt sér til rúms á síðustu 10 árum, sem leið vísindatímarita til að komast hjá því að rukka áskriftargjöld. Í stað þess að áskrifendur borgi fyrir tímaritin, borga vísindamennirnir sem birta greinarnar fyrir kostnaðinn við útgáfuna. Þetta er kjarninn í hreyfingunni fyrir opnum aðgangi (open access).

Fyrir hverja birta grein greiða vísindamenn 5-600 dollara sem jafngildir um 60-72 þúsund krónum. „Menn eru með þessu móti að reyna að græða á grunlausum vísindamönnum,“ segir Bryndís.

Hún segir að á annarri fölsku vefsíðunni komi meðal annars fram hennar nafn. „Það reyndist okkar lán, því fólk hafði samband við mig sem hafði átt í vandræðum með að borga til fölsku vefsíðunnar. Ég brást strax við og hef verið í samskiptum við fólk um víða veröld vegna þessa,“ segir Bryndís.

Kannast ekki verið greinar sem eiga að hafa birst

Hún hefur ekki yfirsýn yfir það hversu margir hafi orðið fyrir barðinu á svindlurunum en samkvæmt vefsíðunni google scholar, þar sem finna má yfirlit yfir birtar greinar í vísindatímaritum, koma fram greinar sem eiga að hafa birst í Jökli í ár. Bryndís kannast hins vegar ekkert við þessar greinar. „Jökull er jarðvísindatímarit en á fölsku vefsíðunni útvíkka þeir tímaritið og segja það einnig fjalla um önnur vísindi,“ segir Bryndís.

Á annarri af fölsku vefsíðunni er uppgefið símanúmer alþjóðaskrifstofu Háskóla Íslands. „Fólkið á skrifstofunni þar hefur lent í því að svara fjölda fyrirspurna vegna málsins,“ segir Bryndís. Hún segir að fyrir vikið hafi tekist að afstýra mörgum svikum og hafi hún fengið þakklæti frá fólki um allan heim eftir að hún hafði útskýrt málið.

Getur ekkert gert

Eftir að upp komst um málið uppfærði Jökull heimasíðu sína. Engu að síður kemur falska heimasíðan fyrst upp á google þegar leitað er eftir tímaritinu.  „Ég ákvað að hafa lénið hið sama og er á svikasíðunni og er búin að hafa samband við vefþjóninn sem hýsir hina síðuna. Hann er í Kanada, en þeir segjast ekkert geta gert. Ég get því í raun lítið gert nema að fá mér amerískan lögfræðing,“ segir Bryndís. Hún segir að oft hafi vísindatímarit gripið til þess ráðs að kaupa fölsku lénin til þess að komast hjá frekari óþægindum.

Það var bókasafnsfræðingurinn Jeffrey Beall sem benti á málið í bloggfærslu. Beall starfar við háskólann í Denver í Colorado. Arnar Pálsson erfðafræðingur við HÍ og bloggari gerði málið svo að umfjöllunarefni í færslu á bloggi sínu. 

Heimasíða Jökuls:

Gamla heimasíða Jökuls

Önnur falska heimasíðan: jokulljournal.com

Hin falska heimasíðan: jokuljournal.org

Bryndís Brandsdóttir
Bryndís Brandsdóttir
Jökull er tímarit jöklarannsóknafélags Íslands og hefur komið út frá ...
Jökull er tímarit jöklarannsóknafélags Íslands og hefur komið út frá árinu 1951.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vigfús áfram í varðhaldi

14:48 Landsréttur staðfesti í gær að Vigfús Ólafsson, karl­maður á sex­tugs­aldri sem Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í fimm ára fangelsi fyrir stórfellda brennu og manndráp af gáleysi, sæti áfram gæsluvarðhaldi þar til frestur til að áfrýja málinu rennur út. Meira »

Gunnar í varðhaldi til 11. september

14:30 Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa orðið hálf­bróður sín­um Gísla Þór Þór­ar­ins­syni að bana í Mehamn í Noregi í lok apríl, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. september. Meira »

Sást síðast til hans á Íslandi

14:30 Pólskur maður, sem búsettur var í Sandgerði, hefur ekki sést síðan 28. febrúar. Hann fór af landi brott þann dag og því stendur leit að honum ekki yfir á Íslandi. Þetta staðfestir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is. Meira »

Allt í rúst í Sundhöll Keflavíkur

14:25 Skemmdarvargar hafa verið að verki um hríð í gömlu Sundhöll Keflavíkur. Þar sem áður var sundlaug er nú ruslahaugur og veggjakrot er upp um alla veggi. Hurðirnar eru opnar og fólk á greiða leið inn. Meira »

Stofna nýjan umhverfisflokk

14:00 Elísabet og Hrafn Jökulsbörn eru að stofna nýjan flokk á næstu vikum. „Við verðum að fá fólk á þing sem þorir eitthvað,“ segir Elísabet. „Orustan um Ísland er rétt að byrja,“ segir Hrafn. Meira »

Bílar skullu saman nærri Blönduósi

13:53 Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir umferðarslys sem átti sér stað rétt utan við Blönduós klukkan rúmlega 11 í morgun. Sex til viðbótar voru um borð í tveimur bílum sem skullu saman við bæinn Húnsstaði. Meira »

Slasaður göngumaður við Hrafntinnusker

13:15 Björgunarmenn á hálendisvakt björgunarsveita í Landmannalaugum voru kallaðir út í morgun vegna slasaðs göngumanns við Hrafntinnusker sem er fyrsti skálinn á Laugaveginum, gönguleiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Meira »

Úðað á lögreglu í hjólhýsi á Skagaströnd

13:10 Hvítt efni, amfetamín og kókaín, fannst í bifreið fólks sem handtekið var í hjólhýsi á Skagaströnd í gærkvöldi. Lögreglan á Norðurlandi vestra vinnur nú að því að vigta efnin og ganga frá þeim. Piparúða af einhverju tagi var beitt gegn lögreglu við handtökuna. Meira »

Lét vanskil viðgangast mánuðum saman

13:01 Fjárhagslegir hagmunir ALC, eigandi Airbus breiðþotunnar sem WOW air hafði á leigu fyrir gjaldbrot flugfélagsins og Isavia kyrrsetti vegna skulda WOW, eru „mun miklu meiri“ en fjárhagslegir hagsmunir Isavia. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í morgun. Meira »

„Ég vil Birgittu ekkert illt“

12:14 „Ég stend við hvert orð sem ég sagði í þessari ræðu. En það var ekkert ætlun mín að þetta færi í fjölmiðla. Ég vissi auðvitað af því fyrirfram að það gæti gerst og var algerlega reiðubúinn undir það,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati um ummæli sín um Birgittu Jónsdóttur á félagsfundi í gær. Meira »

„Verulega ámælisverð“ niðurstaða

11:27 Isavia lýsir furðu sinni á úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í dag í máli ALC gegn Isavia þar sem dómurinn úrskurðaði ALC í hag í máli vegna kyrrsetningar Airbus-farþegaþotu sem WOW air hafði á leigu fyrir gjaldþrot félagsins. Isavia telur „verulega ámælisvert“ að beiðni um frestun réttaráhrifa sé hafnað. Meira »

ALC leggur Isavia og fær þotuna

11:04 Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að ALC, eigandi Airbus þotu sem WOW hafði á leigu fyrir gjaldþrot félagsins og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðustu mánuði, þyrfti aðeins að greiða þá upphæð sem væri tengd vélinni en ekki allar skuldir annarra flugvéla á vegum WOW við Isavia. Meira »

77% virkir á vinnumarkaði við útskrift

10:57 Um 77% þeirra 9.500 einstaklinga sem útskrifast hafa frá VIRK eru virkir á vinnumarkaði við útskrift; þ.e. í vinnu, í atvinnuleit eða lánshæfu námi. Þetta kemur fram í frétt sem birt er á vef starfsendurhæfingarsjóðsins. Meira »

Aukin sjálfsvígstíðni vakti Sævar til umhugsunar

08:18 „Ég var ekki viss til að byrja með hvaða samtök ég ætlaði að hlaupa fyrir en þegar ég fór að kynna mér málið fannst mér þetta félag höfða mest til mín,“ segir Sævar Skúli Þorleifsson, sem mun hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Pieta-samtökunum. Hann glímdi við vanlíðan um tvítugt og talar nú opinskátt um það í fyrsta skipti, 34 ára. Meira »

Rafræn gátt fyrir dómsskjöl opnuð

07:57 Mikil tímamót urðu í dómstólasögunni 10. júlí sl. þegar fyrsta ákæran ásamt gögnum frá héraðssaksóknara fór til Héraðsdóms Reykjavíkur í gegnum rafræna gátt. Meira »

Óku á og stungu af

07:40 Tilkynnt var um tvo árekstra í Kópavogi í gærkvöldi, annan á sjöunda tímanum og hinn á áttunda tímanum, en í báðum tilfellum höfðu þeir sem ollu árekstrunum stungið af frá vettvangi. Meira »

Hlíðarendi ofan í þotunum

07:37 Húsin á Hlíðarenda í Vatnsmýri rísa hratt um þessar mundir. Verktakar og vinnuvélar í tugatali eru að störfum en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir um 600 íbúðum á svæðinu. Meira »

Víða þokubakki nú í bítið

07:20 Hlýtt og rakt loft er yfir landinu, víða rigndi síðustu nótt sem leiðir til þokubakka sem finna má víða nú í bítið, einkum þar sem vindur andar af hafi. Meira »

Drakk áfengi í strætó

06:57 Strætóbílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna ölvaðs manns sem drakk áfengi í vagninum og neitaði að yfirgefa vagninn. Lögreglan ók manninum heim til sín. Meira »
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar, hvítir á stálfótum. Vel útlítandi. Verð kr 2500 st...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...