Runnið undan rifjum lögreglunnar

Verjandi Barkar Birgissonar hélt því fram fyrir Hæstarétti í dag að mál á hendur skjólstæðingi sínum væri runnið undan rifjum lögreglunnar. Ekki sé tilviljun að upp komi tvö mál á sama tíma og bendi til miðlægrar stýringar. Héraðsdómurinn hafi verið sleggjudómur og allt hengt á þá Annþór og Börk.

Þetta kom fram þegar þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson komu fyrir Hæstarétt í dag. Þegar hefur verið fjallað um 1. lið ákærunnar á hendur þeim og næst er það 2. ákæruliður. Áður var fjallað um þennan lið á mbl.is þegar aðalmeðferð málsins fór fram fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Þá umfjöllun má lesa hér.

Samkvæmt ákæruskjali eru Annþór og Börkur ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa veist að [Ó] í íbúð í Grafarvogi. Börkur sló hann með barefli í hnakkann þannig [Ó] fékk skurð á höfuðið. Einnig fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og ólögmæta nauðung með því að hafa veist að [V], neytt hann til að leggjast á magann, staðið á höndum hans og haldið honum þar á meðan kastað var yfir hann þvagi.

Auk þess sló Börkur [V] með bareflinu í hnakkann og reif í vinstra eyra hans.

Einnig eru þeir ákærðir fyrir að hafa þvingað [Á] til að kasta þvagi yfir vin sinn [V] þar sem hann lá á gólfinu.

Þeir eru þá ákærðir fyrir frelsissviptingu og tilraunir til fjárkúgunar. Kröfðust þeir að [Ó] greiddi þeim hálfa milljón daginn eftir og að [V] greiddi þeim 200 þúsund krónur á mánuði í ótiltekinn tíma.

Héraðsdómur Reykjaness sakfelldi þá samkvæmt ákæruskjali fyrir utan það að dómurinn fjallaði í niðurstöðu sinni ekki um tilraun til að kúga út úr [V] fé. Kemur það atriði því ekki til skoðunar fyrir Hæstarétti.

Eins og áður hefur hefur komið fram var Annþór dæmdur í sjö ára fangelsi og Börkur í sex ára fangelsi fyrir aðild sína að sérstaklega hættulegum líkamsárásum, ólögmætri nauðung, frelsissviptingu og tilraunum til fjárkúgunar.

Herðatré varð að kylfu og svo priki

Það verður að viðurkennast að mest púður fór í 1. ákærulið og vegna tímatakmarkana í Hæstarétti var minna fjallað um ákæruliði 2 og 4. Það sem þó kom fram um 2. ákærulið var að lögregla fór í vettvangsferð í Jötnaborgir 2, þar sem atvik eiga að hafa átt sér stað, 16. mars 2012. Það er nokkrum mánuðum eftir ætluð brot.

Þegar lögregla fór í vettvangsrannsókn bjó enginn í íbúðinni. Engu að síður fundust með sérstakri tækni blóðleifar á stofugólfi íbúðarinnar.

Héraðsdómur byggði að mestu leyti á skýrslum fórnarlamba hjá lögreglu. „Þeir sem voru inni í íbúðinni hafa verið mjög tregir til að tjá sig um málið [fyrir dómi]. Þeir virðast vera mjög hræddir um að eitthvað komi fyrir þá ef þeir tjá sig um málið,“ sagði saksóknari og einnig að vísbendingar væru um að vitnum hefði verið hótað.

Hann fór yfir skýrslur mannanna hjá lögreglu sem voru á þá leið að Annþór og Börkur hefðu ruðst inn í íbúðina ásamt fleirum og ráðist á þá.

Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Annþórs, benti aðeins á örfá atriði hvað þennan ákærulið varðaði, enda skiptu þeir með sér verkum verjendurnir.

Sveinn gerði athugasemdir við að vitni væri tekið trúanlegt sem hefði gerst sekt um að bera áður ljúgvitni og hefði unnið sér mein til að gera þann framburð trúanlegri. Þá benti hann á misræmi í framburði vitna hjá lögreglu, það sem í fyrstu hafi verið herðatré varð að kylfu og síðar að priki. Þá hafi eitt fórnarlambið sagst hafa leitað á slysadeild en þar finnist engin gögn um komu þess.

Hann sagði að ekki væri hægt að sjá að komin væri fram lögfull sönnun um að Annþór og Börkur hefðu valdið líkamstjóni, svipt nokkurn mann frelsi eða reynt að kúga út úr einhverjum fé.

Blóðið hugsanlega úr dýri

Sveinn Guðmundsson, verjandi Barkar, benti á og áréttaði að málið væri sprottið upp úr upplognum sökum á Börk. Hann gagnrýndi harðlega að það væri engin bein frásögn í skýrslutökum lögreglu heldur hefðu rannsakendur stýrt þeim í einu og öllu. Þá hafi vettvangsrannsókn nánast engin verið og brotavettvangur ekki skoðaður. Blóðsýni hafi verið tekið mörgum mánuðum eftir meint brot og þó svo það hafi fundist merki um blóð á gólfinu hafi ekki verið kannað úr hverjum það var. Ekki einu sinni hvort það var úr dýri eða manni.

Þá sagði hann að samkvæmt frásögn mannanna hefði átt að vera blóðslóð frá stofu og inn á baðherbergi. Svo var ekki og ekkert sem benti til þess.

Í læknisskýrslu þess sem leitaði læknishjálpar var skráð að hann hefði dottið í stiga. „Lögregla átti einnig að fara í stigaganginn og kanna með blóð þar, læknaskýrsla staðfestir að hann datt í tröppunum. Af hverju var það ekki kannað?“

Þá rakti Sveinn símagögn í málinu og sagði þau sýna að Héraðsdómur Reykjaness hefði byggt niðurstöðu sína á röngum gögnum. Þá séu sönnunargögn villandi og takmörkuð, sérstaklega símagögnin og annmarkar á rannsókn málsins hjá lögreglu. Hann sagði héraðsdóm ekki hafa rökstutt með fullnægjandi hætti hvernig unnt sé að leggja frásagnir vitna til grundvallar með stoð í gögnum málsins. Því beri að ómerkja dóminn og vísa heim í hérað eða sýkna.

Saksóknari tók undir það í síðari ræðu og viðurkenndi að héraðsdómur hefði mislesið gögnin. Hins vegar breyti það ekki máli þar sem símasamskiptin styðji engu að síður málatilbúnað ákæruvaldsins um aðdraganda atlögunnar.

Hann tók svo einnig fram að eitt vitnið, sem verjendur sögðu með ólíkindum að væri tekið trúanlegt, væri reyndar minnimáttar og eðlilegt væri að vekja athygli dómsins á því. Hann áréttaði þó að vitnið hefði gert grein fyrir persónulegum aðstæðum sínum fyrir héraðsdómi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hluti af minjasafni Vals í hættu

09:40 „Við Valsmenn höfum mestar áhyggjur af því að þarna séu munir sem hafi skemmst, því miður,“ segir Lárus Blöndal Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals. Meira »

Telja eftirliti með skutulbyssum ábótavant

09:30 Samtökin Jarðarvinir telja að eftirliti með skutulbyssum Hvals hf. sem notaðar eru við hvalveiðar virðist vera verulega ábótavant og hafa sent lögreglunni á Vesturlandi erindi þess efnis. Meira »

Vatnstjón í Valsheimilinu

09:16 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Hlíðarenda rétt fyrir sjö í morgun vegna mikils vatnsleka. Unnið er að því að þurrka upp og bera út muni en einhver söguleg verðmæti voru geymd í kjallara Valsheimilisins. Meira »

Dregur framboð til baka

09:01 Jakob S. Jónsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns Neytendasamtakanna til baka af persónulegum ástæðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann hefur sent frá sér. Meira »

Snjallsímar breyttu stöðunni

08:38 Með langa reynslu af olíumarkaðnum í farteskinu hefur Margrét Guðmundsdóttir farið fyrir stjórn N1 síðustu árin. Nýlega samþykkti Samkeppniseftirlitið kaup þess á Festi og með því er orðinn til smásölurisi sem teygir sig yfir mörg svið, allt frá eldsneytisverslun til raftækja og matvöru. Meira »

Sea Shepherd stofna Íslandsdeild

08:33 Sérstök Íslandsdeild hefur verið stofnuð innan umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd. Stofnfundurinn var haldinn á skemmtistaðnum Gauknum og var Alex Cornelissen, forstjóri samtakanna á heimsvísu, viðstaddur fundinn. Meira »

Lætur krabbameinið ekki stöðva sig

08:30 Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý, er 44 ára. Hún segir lífið núna enda talar hún af reynslu. Hún greindist með leghálskrabbamein 2010 og aftur 2015 og þá voru henni gefin eitt til þrjú ár. Á næstu dögum nær hún í grunnbúðir Everest. Meira »

Sprengja úr Dýrafjarðarstafni

08:18 Útlit er fyrir það að öll vötn falli til Dýrafjarðar í apríl ef gangagröfturinn gengur jafn vel og til þessa. Eru um það bil 25 vikur þangað til gangamenn slá í gegn, þangað sem vinnu lauk Arnarfjarðarmegin. Meira »

Hrun í bílasölu eftir að krónan gaf eftir

07:57 Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, áætlar að sala nýrra fólksbíla hafi dregist saman um 30% síðustu 3-4 vikur. Samdrátturinn hafi hafist eftir að gengi krónu fór að gefa eftir í sumarlok. Sala til bílaleiga er meðtalin en hlutur hennar í heildarsölunni hefur farið minnkandi. Meira »

Fyrir þá sem vilja vakna brosandi

07:37 K100 er fyrsta útvarpsstöðin sem hefur dagskrá klukkan sex að morgni og munu Jón Axel Ólafsson, Ágeir Páll Ásgeirsson og Kristín Sif Björgvinsdóttir stýra þættinum Ísland vaknar. Segja þau í samtali við blaðamann að þátturinn sé fyrir þá sem vilja vakna brosandi. Meira »

Einmana og félagslega einangruð

06:59 „Við sjáum félagslega einangrun og einmanaleika í stórauknu mæli í samfélaginu öllu – frá barnæsku til efri ára. Við sjáum dæmi þess að félagslegt misrétti og félagsleg einangrun erfist milli kynslóða,“ segir Árni Páll Árnason í nýrri skýrslu um norræna velferðarkerfið. Meira »

„Sunnudagur lítur betur út“

06:38 Alldjúp lægð er nú langt suðvestur af landinu en skilin frá henni ganga yfir í dag. Næsta lægð er væntanleg aðfaranótt laugardags og útlit fyrir storm og mikla rigningu. En huggun harmi gegn þá lítur sunnudagur betur út. Meira »

Sérstök þjónusta fyrir konur

06:32 Velferðarráðuneytið hefur falið Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar að útfæra tilraunaverkefni um móttöku innan heilsugæslunnar þar sem konur gætu sótt ráðgjöf og ýmsa þjónustu vegna sértækra heilsufarsvandamála sem eru bundin við konur. Meira »

Heimilisofbeldi og eftirför

05:51 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um heimilisofbeldi í Hafnarfirði í nótt en ofbeldismaðurinn hafði yfirgefið heimilið áður en lögreglan kom þangað. Meira »

Miklar brotalamir í samráðskerfum

05:30 Lýðræðisgáttir Reykjavíkurborgar á netinu eru í lamasessi. Gjörbreyta þarf verkefnum sem borgin hefur hrundið af stað á undanförnum árum til að auka samráð og þátttöku borgaranna. Meira »

Rýfur 500 þúsund eintaka múrinn

05:30 „Á meðan mér finnst ég hafa eitthvað fram að færa sem rithöfundur og fæ hugmyndir til þess að vinna úr held ég áfram,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur. Meira »

Segist ekki hafa skálað við Kjærsgaard

05:30 „Nei, ég skálaði ekki við hana, ég hitti hana ekki einu sinni,“ segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, um ummæli Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem féllu undir liðnum störf þingsins við upphaf þingfundar í gær. Meira »

Þarf að huga að auðlindagjaldi

05:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur miklar líkur á að fjárfestingar erlendra aðila í ferðaþjónustu muni aukast á næstu árum, þar sem áhugi fjárfesta á ferðaþjónustu hafi aukist verulega og líklegt sé að sá áhugi muni ná í auknum mæli til erlendra aðila. Meira »

Ekkert bólar á kostnaðarmatinu

05:30 Hvorki stéttarfélögin í Starfsgreinasambandi Íslands og VR né Samtök atvinnulífsins hafa enn birt mat á kostnaði við kjarakröfur félaganna vegna endurnýjunar kjarasamninga. Meira »
Hreinsa rennur
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Einstök íbúð fyrir 60 ára og eldri
Nýstandsett 101 fm 3 herbergja íbúð á 1. hæð, að Grandavegi 47 til leigu. Húsvö...