42,4% andvíg lagningu nýs vegar

Frá mótmælum Hraunavina í síðustu viku.
Frá mótmælum Hraunavina í síðustu viku. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

MMR kannaði á dögunum viðhorf Íslendinga til lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun/Garðahraun í Garðabæ. Fleiri voru andvígir lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum gálgahraun en hlynntir.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 42,4% vera andvíg lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun (Garðahraun) í Garðabæ, 32,6% voru sögðust vera hvorki hlynnt né andvíg og 25,1% sögðust vera hlynnt lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun (Garðahraun) í Garðabæ.

Spurt var: „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun (Garðahraun) í Garðabæ?“
Svarmöguleikar voru: Mjög andvíg(ur), frekar andvíg(ur), hvorki né, frekar hlynnt(ur), mjög hlynnt(ur) og Veit ekki/vil ekki svara. Samtals tóku 90,7% afstöðu til spurningarinnar.

Fleiri karlar hlynntir vegalagningunni

Hlutfallslega fleiri karlar en konur voru hlynntir lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun (Garðahraun) í Garðabæ. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 33,7% karla vera hlynntir lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun (Garðahraun) og 37,5% voru því andvígir. 15,5% kvenna voru hlynnt lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun (Garðahraun) í Garðabæ og 47,8% andvíg.

Þegar afstaða var skoðuð eftir búsetu á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni kom í ljós að svipað hlutfall þátttakenda var hlynnt lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun (Garðahraun) eftir búsetu en hlutfall þeirra sem voru andvíg var mun hærra meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins en íbúa á landsbyggðinni.

Af þeim sem tóku afstöðu og bjuggu á höfuðborgarsvæðinu sögðust 25,7% vera hlynnt lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun (Garðahraun) borið saman við 24,0% íbúa á landsbyggðinni. Af þeim sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu sögðust 48,5% vera andvíg lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun (Garðahraun), borið saman við 32,0% íbúa á landsbyggðinni.

Af þeim sem tóku afstöðu og sögðust styðja ríkisstjórnina voru 44,6% hlynnt lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun (Garðahraun) og 17,2% andvíg. Til samanburðar sögðust 10,8% þeirra sem ekki studdu ríkisstjórnina vera hlynnt lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun (Garðahraun) og 63,9% voru andvíg.

Þegar afstaða er skoðuð eftir stuðningi við stjórnmálaflokka kemur í ljós að hlutfall hlynntra var hæst á meðal þeirra sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokksins og lægst á meðal þeirra sem styðja Vinstri-græn.

Af þeim sem tóku afstöðu og sögðust styðja Framsóknarflokkinn sögðust 45,3% vera hlynnt lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun (Garðahraun) og 21,4% voru andvíg.
Af þeim sem tóku afstöðu og sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn sögðust 50,4% vera hlynnt lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun (Garðahraun) og 14,3% voru andvíg.
Af þeim sem tóku afstöðu og sögðust styðja Vinstri-græn sögðust 4,5% vera hlynnt lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun (Garðahraun) og 78,1% voru andvíg.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert