Ekkert gjald án samþykkis

Ferðamenn á Geysissvæðinu í Haukadal.
Ferðamenn á Geysissvæðinu í Haukadal. mbl.is//Kristinn

Landeigendafélag Geysis ehf. getur ekki ákveðið einhliða að hefja gjaldtöku að Geysissvæðinu, að mati fjármálaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar.

Ráðuneytið bendir á að ríkið eigi „hjarta hverasvæðisins“ þar sem helstu perlur svæðisins sé að finna. Þetta sé einkaeign ríkisins en að auki eigi ríkið fjórðung í svæðinu að öðru leyti.

Landeigendafélag Geysis tilkynnti á sunnudag að það myndi hefja gjaldtöku á næsta ári. Fram hefur komið að aðgangseyrir yrði innan við þúsund krónur. Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, er sama sinnis og fjármálaráðuneytið, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »