Enn er baráttuandi í hraunavinum

Hér sést veglínan sem jarðýta markaði í hraunið í síðustu …
Hér sést veglínan sem jarðýta markaði í hraunið í síðustu viku. Hraunið sem er fyrir sunnan nýja Álftanesveginn er í aðalskipulagi Garðabæjar allt skilgreint sem íbúðasvæði. mbl.is/RAX

Gunnsteinn Ólafsson, einn af forsvarsmönnum Hraunavina, segir að á meðan dómsmál vegna nýs Álftanesvegar séu enn í gangi muni baráttan gegn framkvæmdum í Garðahrauni/Gálgahrauni halda áfram.

Aðspurður segir hann að vissulega sé hópurinn sem standi að mótmælunum orðinn lúinn. „En það er samt baráttuandi í hópnum,“ segir hann. „Við erum á staðnum og fylgjumst með því hvernig framkvæmdinni vindur fram. Við lofum því ekki að við stöndum bara hjá sem áhorfendur. Við eigum eftir að láta í okkur heyrast, þótt síðar verði.“

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag átelur Gunnsteinn Vegagerðina fyrir að hafa lýst því yfir í greinargerð frá því í maí sl. að Ófeigskirkja, sem er klettur í hrauninu, Grænhóll og garðar við Garðastekk muni ekki fara undir veginn. Nú stefni í að allir þessir staðir fari undir veginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert