Hannes Smárason ákærður vegna Sterling

Hannes Smárason.
Hannes Smárason. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Hannesi Smárasyni vegna viðskipta með Sterling-flugfélagið. Um er að ræða fyrsta sakamálið sem höfðað er á hendur Hannesi en hann var meðal annars forstjóri FL Group. Þetta kemur fram á vefsvæði Ríkisútvarpsins.

Ríkisútvarpið greinir frá því að málið verði þingfest 14. nóvember næstkomandi. Hins vegar hafi ekki tekist að birta Hannesi ákæruna og því hafi hún ekki verið gerð opinber. 

Samkvæmt heimildum fréttastofu Ríkisútvarpsins snýr ákæran að tæplega þriggja milljarða króna millifærslu af bankareikningi FL Group í Kaupþingi í Lúxemborg.

Frétt mbl.is: Staðfestir millifærslu frá FL

Frétt mbl.is: Hannes segist ekki hafa brotið lög

Frétt mbl.is: Tugmilljóna einkaútgjöld á viðskiptamannareikning

Frétt mbl.is: Hannes vísar ásökunum á bug

Frétt Morgunblaðsins: Stjórnendur Icelandair lögðust gegn kaupum á Sterling Airlines

Frétt Morgunblaðsins: Hlutafé aukið um 44 milljarða og fækkað í stjórn

mbl.is

Bloggað um fréttina