Þráir heitast faðmlag frá föður sínum

Feðginin Diljá og Guðmundur Felix
Feðginin Diljá og Guðmundur Felix Gísli Hjálmar

Árið 1998, þegar Diljá Natalía Guðmundsdóttir var þriggja mánaða gömul, lenti faðir hennar í mjög alvarlegu vinnuslysi. Áfallið var mikið fyrir alla fjölskylduna og við tók margra ára ferli þar sem faðir hennar, Guðmundur Felix Grétarsson, var á milli heims og helju. Hann missti báða handleggi en bíður þess nú að fá grædda á sig handleggi úti í Frakklandi. Diljá fylgir föður sínum eftir.

Diljá er sextán ára gömul í dag og á ekki minningar um föður sinn með hendur. Hugsunin um að eiga bráðum pabba með hendur er í senn dásamleg og örlítið kvíðvænleg. Aðgerðin sem Guðmundur Felix mun gangast undir er býsna stór og áhættusöm og því getur brugðið til beggja vona. Þau feðgin eru jákvæð og bjartsýn með eindæmum og þeir eiginleikar hafa komið sér vel í þessari þrautagöngu. „Pabbi er ein jákvæðasta og skemmtilegasta manneskja sem hægt er að finna, hann gefst sko ekki upp hann ætlar að fá að knúsa börnin sín með höndunum,“ segir Diljá um föður sinn, Guðmund Felix.

Þegar lífið breyttist

Diljá á systur sem er fjórum árum eldri. Sjálf fæddist Diljá 5. október 1997 og í þrjá mánuði var þessi fjögurra manna fjölskylda eins og hver önnur lukkuleg fjölskylda. Hamingjan var mikil, enda alltaf kraftaverk þegar nýr einstaklingur kemur í heiminn.

Hinn 12. janúar 1998 breyttist allt. Heimsmynd fjölskyldunnar varð aldrei aftur sú sama. Þann dag var Guðmundur Felix að vinna við Úlfarsfellslínu þegar hann fékk ellefu þúsund volta rafstraum í gegnum sig og féll átta metra niður á frosna jörð Hann slasaðist alvarlega og brotnaði á ótal stöðum í líkamanum. Nema þurfti handleggi hans á brott og hann var í dái í sjö vikur. Þegar hann vaknaði tóku við ferðir á milli landa þar sem leitast var við að bjarga því sem hægt var að bjarga. Næstu árin einkenndust af mikilli ringulreið og allt sem kallast gat „hefðbundið“ fjölskyldulíf var úr skorðum.

Fyrsta minning Diljár um föður sinn er frá því hún var um fimm ára gömul. „Fjölskyldan var einhvers staðar í viðtali og ég man að mér fannst athyglin óþægileg. Hluti þessa viðtals fór í fréttirnar og þegar ég mætti í leikskólann voru fósturnar mikið að spyrja út í þetta. Með hverjum degi sem leið fór ég að átta mig á þessu betur og betur. Þegar krakkarnir fóru að spyrja og benda: „Af hverju er pabbi þinn svona? Er hann sjóræningi? Er hann fatlaður? Fæddist hann svona?“ Það tók mig góð 13 ár að viðurkenna það að pabbi minn er fatlaður, hann fæddist ekki svona, hann þarf hjálp við nánast allt sem eðlileg manneskja getur gert sjálf,“ segir Diljá þegar hún horfir aftur, til þessara erfiðu ára.

Ótrúlegur pabbi sem er guðsgjöf

Diljá hefur lært margt af pabba sínum. Hann er nefnilega ekki alveg venjulegur, fyrir utan það augljósa: að vera handalaus. „Hann getur útbúið græjur til að gera allt sjalfur. Til dæmis ekur hann bíl með fótunum, notar tunguna og nefið á iPhone-inn og svo setur hann upp í sig blýant til að pikka á tölvuna. En hann þurfti sko að læra á þetta allt saman því hann þurfti að læra að lifa upp á nýtt!“

Þegar Diljá er spurð hvað hún haldi að geri pabba hennar svona ótrúlegan er hún snögg að svara: „Ég held að hann sé bara guðsgjöf og ég er mjög þakklát fyrir þessa gjöf. Hann er bæði hetja og kraftaverk. Eftir allt það sem hann hefur lent í stendur hann ennþá í fæturna og er á lífi,“ segir hún.

Þeir sem til þekkja vita að Guðmundur Felix er sannarlega á lífi og rúmlega það. Hann hefur ótrúlega magnaða nærveru, einstakan viljastyrk og stórkostlegan húmor.

Nú er Guðmundur Felix úti í Lyon í Frakklandi þar sem aðgerðin mun fara fram. Þangað fer Diljá eftir þrjár vikur og hún ætlar að búa hjá pabba sínum og fara í franskan skóla í janúar. Þau ætla að halda jólin saman og hún hlakkar mikið til þess. Þó er hún ekki viss hvort jólin verði haldin á sjúkrahúsinu eða ekki.

„Ef hann fer í aðgerðina núna í desember getur vel verið að við höldum jólin bara á spítalanum. Kannski verður pabbi kominn með hendur um jólin og það yrði sko heimsins besta jólagjöf,“ segir Diljá.

Hún hlakkar til margs í framtíðinni og segir í gríni að þá geti pabbi hennar notað alla þessa vettlinga sem vinir hans hafi gefið honum í gríni gegnum tíðina.

„Ég hlakka mest til að fá knús og að spila við hann. Ég spilaði stundum við hann þegar ég var lítil en hann þurfti alltaf að hvolfa spil- unum og ég sá allt,“ segir hún.

Þeir sem vilja styrkja Guðmund Felix og söfnunina geta farið inn á síðuna www.hendur.is eða á sam- nefnda síðu á Facebook. Einnig má leggja beint inn á reikning Handa sem er 537-26-2164 og kennitalan 530711-0130.

Diljá Natalía Guðmundsdóttir
Diljá Natalía Guðmundsdóttir mbl.is/Rósa Braga
Handahlaup
Handahlaup Malín Brand

Innlent »

Bíll valt í Ártúnsbrekkunni

Í gær, 22:37 Fólksbíll fór út af veginum neðarlega í Ártúnsbrekkunni upp úr klukkan tíu í kvöld. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu valt bíllinn og endaði á toppnum. Meira »

Stolið frá leigusala en fær enga aðstoð

Í gær, 22:05 Maður sem leigði íbúð sína öðrum manni fær hvorki hjálp frá lögreglu né lögmönnum í kjölfar þess að leigjandi hans stal öllum húsgögnum og búnaði úr íbúð og bílskúr mannsins. Hann brá því á það ráð að auglýsa eftir lögmanni í atvinnublaði Fréttablaðsins í gær. Meira »

Mikið um dýrðir á bíladögum

Í gær, 21:47 Hátt í þrjú hundruð bílar tóku þátt í bílasýningu á Akureyri í dag sem batt endahnútinn á hina árlegu bíladaga í bænum sem voru haldnir um helgina þar sem mikið var um dýrðir. Meira »

Blásið til tónlistarveislu í Þorlákshöfn

Í gær, 21:25 Rekstur veitingastaðarins Hendur í höfn í Þorlákshöfn hefur gengið vonum framar, en hann fagnaði nýlega fimm ár afmæli og í maí flutti hann í stærra og endurbætt húsnæði við aðalgötuna í bænum. Í sumar verður svo blásið til tónleikaraðar á veitingastaðnum. Meira »

Fíknigeðdeild lokuð fram í ágúst

Í gær, 21:21 Þrátt fyrir að minna sé um lokanir á geðdeildum Landspítalans nú en í fyrra verða margar þeirra lokaðar stóran hluta sumars. Fíknigeðdeild lokaði þann 15. júní og opnar ekki aftur fyrr en 7. ágúst. Meira »

Búið að grafa helming ganganna

Í gær, 20:44 Búið er að grafa 49,9% af heildarlengd Dýrafjarðarganga, eða 2.646,7 metra.   Meira »

Lýsi er ógeðslegt – En það virkar

Í gær, 20:10 „Frá víkingum til súrs hákarls – Tíu ástæður fyrir því að Íslendingar eru svona sterkir“ er fyrirsögn greinar þýska vefmiðilsins Kölner Stadt-Anzieger þar sem þjóðverjarnir reyna að gera sér í hugarlund ástæður þess að Íslendingar séu svo sterkir. Meira »

Sleppt að loknum yfirheyrslum

Í gær, 20:09 Mennirnir tveir sem voru yfirheyrðir í dag, grunaðir um að hafa fótbrotið karlmann, var sleppt úr haldi seinnipartinn að loknum yfirheyrslum. Meira »

Fengu lýðveldishátíðarköku í Vatnaskógi

Í gær, 19:44 Um eitt hundrað drengir úr sumarbúðunum í Vatnaskógi fengu lýðveldishátíðarköku í dag, enn í gleðivímu eftir leik Íslands og Argentínu í gær. Meira »

Á kajak meðfram vesturströnd Evrópu

Í gær, 19:10 Toby Carr, breskur 36 ára arkítekt og kajakræðari, er um þessar mundir að hefja ferðalag sitt sjóleiðina um Vestur-Evrópu á kajak. Carr hlaut styrk frá minningarsjóði Winston Churchill til þess að rannsaka allar þær 31 siglingaveðurstöðvar sem lesnar eru upp í sjóveðurspám Bretlands. Meira »

Hátíðlegt á Akureyri og Húsavík: Myndir

Í gær, 18:27 Norðlendingar héldu 17. júní hátíðlegan eins og aðrir landsmenn. Á Akureyri fór skrúðganga niður Gilið, auk þess sem venjan er að útskrifa stúdenta á þjóðhátíðardeginum. Meira »

Um 2.500 mættu í Zaryadye-garðinn

Í gær, 18:14 Talið er að rúmlega 2.500 stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafi mætt í upphitunargleði í Zaryadye-garðinum í Moskvu í gær fyrir leik Íslands og Argentínu. Meira »

Vatnsleki í kjallara í Hjaltabakka

Í gær, 17:55 Tveir dælubílar frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru sendir í fjölbýlishús í Hjaltabakka í Breiðholti vegna vatnsleka. Meira »

Almenningur telur sig harðari

Í gær, 17:41 „Í samstarfi við norræna kollega sýndum við að almenningur hefur tilhneigingu til að vanmeta refsiþyngd dómstóla, einkum í kynferðisbrotamálum, segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands,sem hefur í fjölda ára rannsakað glæpi frá öllum hliðum. Meira »

2,4 milljarða króna sektarheimildir

Í gær, 17:20 Stórfyrirtæki sem vinna mikið með persónuupplýsingar hafa tilhneigingu til að leita til ríkja þar sem reglugerðir og eftirlit eru linari en í öðrum ríkjum. Þetta segir Björg Thorarensen prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Meira »

Fjölmenni fagnar 17. júní: Myndir

Í gær, 16:20 Fjöldi fólks gerði sér dagamun í dag, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, og skellti sér miðbæinn til þess að fagna fullveldi Íslands. Meira »

Vatnsnotkun lítil á meðan á leik stóð

Í gær, 15:25 Leikur Íslands og Argentínu á HM í gær hafði mikil áhrif á vatnsnotkun Reykvíkinga í gær, en eins og af grafinu hér að neðan má lesa hafa Íslendingar að mestu leyti haldið í sér á meðan á leik stóð. Margir hafa þó nýtt hálfleikinn til þess að fara á salernið. Meira »

Fjórtán hlutu fálkaorðuna

Í gær, 15:10 Fjórtán manns hlutu heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní.  Meira »

Hjólreiðafólk þekki blinda svæðið

Í gær, 15:05 Mikil hætta hefur skapast við Klettagarða og Vatnagarða að undanförnu vegna aukinnar hjólreiðaumferðar. Þetta segir Haukur Jón Friðbertsson, vörubílstjóri, sem segist verða var við mikla hjólaumferð á vinnusvæðinu. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
Til sölu - Marína
Til sölu La Marína á Spáni 25 mín. frá Alicante flugvelli. Gott einbýlishús, stu...