Þráir heitast faðmlag frá föður sínum

Feðginin Diljá og Guðmundur Felix
Feðginin Diljá og Guðmundur Felix Gísli Hjálmar

Árið 1998, þegar Diljá Natalía Guðmundsdóttir var þriggja mánaða gömul, lenti faðir hennar í mjög alvarlegu vinnuslysi. Áfallið var mikið fyrir alla fjölskylduna og við tók margra ára ferli þar sem faðir hennar, Guðmundur Felix Grétarsson, var á milli heims og helju. Hann missti báða handleggi en bíður þess nú að fá grædda á sig handleggi úti í Frakklandi. Diljá fylgir föður sínum eftir.

Diljá er sextán ára gömul í dag og á ekki minningar um föður sinn með hendur. Hugsunin um að eiga bráðum pabba með hendur er í senn dásamleg og örlítið kvíðvænleg. Aðgerðin sem Guðmundur Felix mun gangast undir er býsna stór og áhættusöm og því getur brugðið til beggja vona. Þau feðgin eru jákvæð og bjartsýn með eindæmum og þeir eiginleikar hafa komið sér vel í þessari þrautagöngu. „Pabbi er ein jákvæðasta og skemmtilegasta manneskja sem hægt er að finna, hann gefst sko ekki upp hann ætlar að fá að knúsa börnin sín með höndunum,“ segir Diljá um föður sinn, Guðmund Felix.

Þegar lífið breyttist

Diljá á systur sem er fjórum árum eldri. Sjálf fæddist Diljá 5. október 1997 og í þrjá mánuði var þessi fjögurra manna fjölskylda eins og hver önnur lukkuleg fjölskylda. Hamingjan var mikil, enda alltaf kraftaverk þegar nýr einstaklingur kemur í heiminn.

Hinn 12. janúar 1998 breyttist allt. Heimsmynd fjölskyldunnar varð aldrei aftur sú sama. Þann dag var Guðmundur Felix að vinna við Úlfarsfellslínu þegar hann fékk ellefu þúsund volta rafstraum í gegnum sig og féll átta metra niður á frosna jörð Hann slasaðist alvarlega og brotnaði á ótal stöðum í líkamanum. Nema þurfti handleggi hans á brott og hann var í dái í sjö vikur. Þegar hann vaknaði tóku við ferðir á milli landa þar sem leitast var við að bjarga því sem hægt var að bjarga. Næstu árin einkenndust af mikilli ringulreið og allt sem kallast gat „hefðbundið“ fjölskyldulíf var úr skorðum.

Fyrsta minning Diljár um föður sinn er frá því hún var um fimm ára gömul. „Fjölskyldan var einhvers staðar í viðtali og ég man að mér fannst athyglin óþægileg. Hluti þessa viðtals fór í fréttirnar og þegar ég mætti í leikskólann voru fósturnar mikið að spyrja út í þetta. Með hverjum degi sem leið fór ég að átta mig á þessu betur og betur. Þegar krakkarnir fóru að spyrja og benda: „Af hverju er pabbi þinn svona? Er hann sjóræningi? Er hann fatlaður? Fæddist hann svona?“ Það tók mig góð 13 ár að viðurkenna það að pabbi minn er fatlaður, hann fæddist ekki svona, hann þarf hjálp við nánast allt sem eðlileg manneskja getur gert sjálf,“ segir Diljá þegar hún horfir aftur, til þessara erfiðu ára.

Ótrúlegur pabbi sem er guðsgjöf

Diljá hefur lært margt af pabba sínum. Hann er nefnilega ekki alveg venjulegur, fyrir utan það augljósa: að vera handalaus. „Hann getur útbúið græjur til að gera allt sjalfur. Til dæmis ekur hann bíl með fótunum, notar tunguna og nefið á iPhone-inn og svo setur hann upp í sig blýant til að pikka á tölvuna. En hann þurfti sko að læra á þetta allt saman því hann þurfti að læra að lifa upp á nýtt!“

Þegar Diljá er spurð hvað hún haldi að geri pabba hennar svona ótrúlegan er hún snögg að svara: „Ég held að hann sé bara guðsgjöf og ég er mjög þakklát fyrir þessa gjöf. Hann er bæði hetja og kraftaverk. Eftir allt það sem hann hefur lent í stendur hann ennþá í fæturna og er á lífi,“ segir hún.

Þeir sem til þekkja vita að Guðmundur Felix er sannarlega á lífi og rúmlega það. Hann hefur ótrúlega magnaða nærveru, einstakan viljastyrk og stórkostlegan húmor.

Nú er Guðmundur Felix úti í Lyon í Frakklandi þar sem aðgerðin mun fara fram. Þangað fer Diljá eftir þrjár vikur og hún ætlar að búa hjá pabba sínum og fara í franskan skóla í janúar. Þau ætla að halda jólin saman og hún hlakkar mikið til þess. Þó er hún ekki viss hvort jólin verði haldin á sjúkrahúsinu eða ekki.

„Ef hann fer í aðgerðina núna í desember getur vel verið að við höldum jólin bara á spítalanum. Kannski verður pabbi kominn með hendur um jólin og það yrði sko heimsins besta jólagjöf,“ segir Diljá.

Hún hlakkar til margs í framtíðinni og segir í gríni að þá geti pabbi hennar notað alla þessa vettlinga sem vinir hans hafi gefið honum í gríni gegnum tíðina.

„Ég hlakka mest til að fá knús og að spila við hann. Ég spilaði stundum við hann þegar ég var lítil en hann þurfti alltaf að hvolfa spil- unum og ég sá allt,“ segir hún.

Þeir sem vilja styrkja Guðmund Felix og söfnunina geta farið inn á síðuna www.hendur.is eða á sam- nefnda síðu á Facebook. Einnig má leggja beint inn á reikning Handa sem er 537-26-2164 og kennitalan 530711-0130.

Diljá Natalía Guðmundsdóttir
Diljá Natalía Guðmundsdóttir mbl.is/Rósa Braga
Handahlaup
Handahlaup Malín Brand

Innlent »

Gluggi inn í störf lögreglu

18:45 „Við höfum náð á síðustu árum og áratugum að einfalda þau verkefni sem við sinnum, en þó eru þau verkefni sem við sinnum gríðarlega fjölþætt og ég held að það sé áhugavert fyrir fólk að sjá hvað starf lögreglunnar er fjölþætt,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Vandamálið skortur á viðurlögum

18:43 Lyfjastofnun hefur borist 15 tilkynningar vegna lækningatækja frá árinu 2011 vegna atvika þar sem grunur leikur á um að tækin uppfylli ekki öryggiskröfur. Ekkert atvik hefur þó leitt til heilsutjóns eða dauða að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. Meira »

Kitluðu við bragðlaukana í Hörpu

18:01 Fjöldi manns tók sér hlé frá jólastressinu í dag og leit við á matarhátíð Búrsins sem haldin er í Hörpu þessa helgina.  Meira »

Snýst allt um þessa hvítu húfu

16:30 Breyta þarf viðhorfi samfélagsins gagnvart annarri menntun en þeirri sem felst í bóknámi, segir Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri G.RUN í Grundarfirði. „Við erum ekki öll gerð til að fara í sama farveginn í lífinu og þannig á það ekki að vera,“ útskýrir hún. Meira »

Var bundinn niður af áhöfn vélarinnar

15:28 Óskað var eftir aðstoð flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum nú í vikunni er flugvél var að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli með flugfarþega sem hafði látið öllum illum látum um borð í vélinni. Sá áhöfnin sér ekki annað fært en að binda manninn niður í sætið. Meira »

Samfylkingin hefur tekið fyrir fimm mál

14:45 Fimm mál hafa verið tekin fyrir hjá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar frá því að trúnaðarnefndin var sett á fót í febrúar fyrr á þessu ári. Frá því greinir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi, í samtali við mbl.is. Meira »

Reykofn í ljósum logum

14:12 Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag eftir að tilkynning hafði borist um að eldur væri laus í einbýlishúsi í Hveragerði. Slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi fóru á staðinn og þá kom í ljós að um minni háttar atvik var að ræða. Meira »

Valt og endaði á vegriði

14:06 Engan sakaði þegar malarflutningabíll endaði á hliðinni í Gatnabrún, rétt vestan við Vík í Mýrdal, um kl. 12:30 í dag. Nokkrar tafir urðu á umferð á meðan viðbragðsaðilar voru að athafna sig og rétta bílinn af. Meira »

Sýndarveruleikasýning til 30 ára

13:42 Sveitarfélag Skagafjarðar hefur samþykkt samstarfssamning um uppbyggingu sýndarveruleikasýningar við Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Um er að ræða stærstu sögutengdu sýndarveruleikasýningu á Norðurlöndum, að því er kemur fram í fundargerð, en viðfangsefnið verður Sturlungaöld. Meira »

Ljóslaust í rúma fimm tíma á dag

12:57 Götuljósin á höfuðborgarsvæðinu loga í kringum átján klukkustundir á hverjum sólarhring nú í svartasta skammdeginu þegar enginn er snjórinn og þungskýjað. Styst loga þau í Reykjavík því þar sem og í Hafnarfirði er stuðst við annað birtustig við stýringuna. Meira »

Árás fyrir framan lögreglu

11:52 Lögregluþjónar landsins höfðu í ýmsu að snúast í nótt, en lögregluembætti landsins greindu frá störfum sínum í rauntíma í árlegu tístmaraþoni lögreglunnar á Twitter undir myllumerkinu #löggutíst. Mörg útkallanna voru vegna ölvunar og óspekta. Meira »

Búin að safna á fjórða hundrað þúsund

10:53 Vel á fjórða hundrað þúsund krónur hafa safnast í söfnun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir Frú Ragnheiði. Sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hófu síðdegis í gær vikulangan róður í verslun Under Armour í Kringlunni og mun hvert þeirra róa klukkustund í senn á sjö klukkustunda fresti. Meira »

Óska upplýsinga um frávik eða galla

10:37 Lyfjastofnun, Embætti landlæknis og Sjúkratryggingar Íslands hafa sent frá sér bréf til aðila sem bæði selja lækningatæki og veita heilbrigðisþjónustu hér á landi. Í bréfinu er vísað til laga um ríka tilkynningaskyldu framleiðenda, seljenda og/eða notenda lækningatækja vegna frávika eða óvirkni þeirra. Meira »

„Hafið ekki skoðað mig að neðan!“

10:20 „Dagarnir liðu án þess að neitt gerðist. Ég man ekki hvað læknirinn sagði við mig á þessum tíma en fljótlega gerði ég mér grein fyrir stöðunni – að sjónin kæmi ekki aftur. Það var mér auðvitað þungbært og allskonar hugsanir bærðust með mér.“ Meira »

Kröfum Atlantsolíu hafnað

10:15 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur hafnað kröfum Atlantsolíu um að breyta orðalagi í sátt Samkeppniseftirlitsins vegna samruna N1s hf. og Festar hf. að því er kemur fram í úrskurði nefndarinnar sem birtur er á vef Samkeppniseftirlitsins. Meira »

Unnið að mótun menntastefnu

10:01 Um 1.800 þátttakendur tóku þátt í fundaröð um mótun menntastefnu til ársins 2030. Alls voru haldnir 23 fræðslu- og umræðufundir út um allt land. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra sótti marga fundina og þar fór yfir sýn og áherslur er koma að mótun nýrrar menntastefnu. Meira »

Skipstjórinn laus úr haldi

09:36 Lögreglan á Vestfjörðum hefur sleppt úr haldi skipstjóra sem var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að hafa stjórnað fiskibáti undir áhrifum fíkniefna auk gruns um brot á lögum um lögskráningu sjómanna. Meira »

Jóladúkkur og 400 álfar á Dragavegi

08:18 „Mér finnst svo yndislegt að gleðja aðra og mér hlýnar um hjartarætur að sjá bros á vör og blik í augum barna og eldra fólks sem sumt hvert verður aftur börn þegar þau koma í álfa- og jólagarðinn minn. Þegar börnin ganga brosandi garðinn, tala við álfana og gera athugasemdir ef þeir eru ekki á sama stað og í fyrra þá er tilganginum náð.“ Meira »

Spá talsverðri úrkomu fyrir austan

08:13 Talsverðri rigningu er spáð á Suðausturlandi og Austfjörðum um helgina og vatnavöxtum í ám á svæðinu að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Meira »
Bækurnar að vestan slá í gegn!
Hvaða nýju bækur skyldu þetta nú vera? Brautryðjendur fyrir vestan, Að fortíð s...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
ALVÖRU KERRUR FYRIR ATHAFNAFÓLK
Vorum að fá sendingu m.a. af 2 tonna og 2,6 tonna kerrum, tveggja öxla, möguleik...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...