Þráir heitast faðmlag frá föður sínum

Feðginin Diljá og Guðmundur Felix
Feðginin Diljá og Guðmundur Felix Gísli Hjálmar

Árið 1998, þegar Diljá Natalía Guðmundsdóttir var þriggja mánaða gömul, lenti faðir hennar í mjög alvarlegu vinnuslysi. Áfallið var mikið fyrir alla fjölskylduna og við tók margra ára ferli þar sem faðir hennar, Guðmundur Felix Grétarsson, var á milli heims og helju. Hann missti báða handleggi en bíður þess nú að fá grædda á sig handleggi úti í Frakklandi. Diljá fylgir föður sínum eftir.

Diljá er sextán ára gömul í dag og á ekki minningar um föður sinn með hendur. Hugsunin um að eiga bráðum pabba með hendur er í senn dásamleg og örlítið kvíðvænleg. Aðgerðin sem Guðmundur Felix mun gangast undir er býsna stór og áhættusöm og því getur brugðið til beggja vona. Þau feðgin eru jákvæð og bjartsýn með eindæmum og þeir eiginleikar hafa komið sér vel í þessari þrautagöngu. „Pabbi er ein jákvæðasta og skemmtilegasta manneskja sem hægt er að finna, hann gefst sko ekki upp hann ætlar að fá að knúsa börnin sín með höndunum,“ segir Diljá um föður sinn, Guðmund Felix.

Þegar lífið breyttist

Diljá á systur sem er fjórum árum eldri. Sjálf fæddist Diljá 5. október 1997 og í þrjá mánuði var þessi fjögurra manna fjölskylda eins og hver önnur lukkuleg fjölskylda. Hamingjan var mikil, enda alltaf kraftaverk þegar nýr einstaklingur kemur í heiminn.

Hinn 12. janúar 1998 breyttist allt. Heimsmynd fjölskyldunnar varð aldrei aftur sú sama. Þann dag var Guðmundur Felix að vinna við Úlfarsfellslínu þegar hann fékk ellefu þúsund volta rafstraum í gegnum sig og féll átta metra niður á frosna jörð Hann slasaðist alvarlega og brotnaði á ótal stöðum í líkamanum. Nema þurfti handleggi hans á brott og hann var í dái í sjö vikur. Þegar hann vaknaði tóku við ferðir á milli landa þar sem leitast var við að bjarga því sem hægt var að bjarga. Næstu árin einkenndust af mikilli ringulreið og allt sem kallast gat „hefðbundið“ fjölskyldulíf var úr skorðum.

Fyrsta minning Diljár um föður sinn er frá því hún var um fimm ára gömul. „Fjölskyldan var einhvers staðar í viðtali og ég man að mér fannst athyglin óþægileg. Hluti þessa viðtals fór í fréttirnar og þegar ég mætti í leikskólann voru fósturnar mikið að spyrja út í þetta. Með hverjum degi sem leið fór ég að átta mig á þessu betur og betur. Þegar krakkarnir fóru að spyrja og benda: „Af hverju er pabbi þinn svona? Er hann sjóræningi? Er hann fatlaður? Fæddist hann svona?“ Það tók mig góð 13 ár að viðurkenna það að pabbi minn er fatlaður, hann fæddist ekki svona, hann þarf hjálp við nánast allt sem eðlileg manneskja getur gert sjálf,“ segir Diljá þegar hún horfir aftur, til þessara erfiðu ára.

Ótrúlegur pabbi sem er guðsgjöf

Diljá hefur lært margt af pabba sínum. Hann er nefnilega ekki alveg venjulegur, fyrir utan það augljósa: að vera handalaus. „Hann getur útbúið græjur til að gera allt sjalfur. Til dæmis ekur hann bíl með fótunum, notar tunguna og nefið á iPhone-inn og svo setur hann upp í sig blýant til að pikka á tölvuna. En hann þurfti sko að læra á þetta allt saman því hann þurfti að læra að lifa upp á nýtt!“

Þegar Diljá er spurð hvað hún haldi að geri pabba hennar svona ótrúlegan er hún snögg að svara: „Ég held að hann sé bara guðsgjöf og ég er mjög þakklát fyrir þessa gjöf. Hann er bæði hetja og kraftaverk. Eftir allt það sem hann hefur lent í stendur hann ennþá í fæturna og er á lífi,“ segir hún.

Þeir sem til þekkja vita að Guðmundur Felix er sannarlega á lífi og rúmlega það. Hann hefur ótrúlega magnaða nærveru, einstakan viljastyrk og stórkostlegan húmor.

Nú er Guðmundur Felix úti í Lyon í Frakklandi þar sem aðgerðin mun fara fram. Þangað fer Diljá eftir þrjár vikur og hún ætlar að búa hjá pabba sínum og fara í franskan skóla í janúar. Þau ætla að halda jólin saman og hún hlakkar mikið til þess. Þó er hún ekki viss hvort jólin verði haldin á sjúkrahúsinu eða ekki.

„Ef hann fer í aðgerðina núna í desember getur vel verið að við höldum jólin bara á spítalanum. Kannski verður pabbi kominn með hendur um jólin og það yrði sko heimsins besta jólagjöf,“ segir Diljá.

Hún hlakkar til margs í framtíðinni og segir í gríni að þá geti pabbi hennar notað alla þessa vettlinga sem vinir hans hafi gefið honum í gríni gegnum tíðina.

„Ég hlakka mest til að fá knús og að spila við hann. Ég spilaði stundum við hann þegar ég var lítil en hann þurfti alltaf að hvolfa spil- unum og ég sá allt,“ segir hún.

Þeir sem vilja styrkja Guðmund Felix og söfnunina geta farið inn á síðuna www.hendur.is eða á sam- nefnda síðu á Facebook. Einnig má leggja beint inn á reikning Handa sem er 537-26-2164 og kennitalan 530711-0130.

Diljá Natalía Guðmundsdóttir
Diljá Natalía Guðmundsdóttir mbl.is/Rósa Braga
Handahlaup
Handahlaup Malín Brand

Innlent »

„Þetta birtist ekki allt í einu einn daginn“

21:26 Borgarlínan er langtímaverkefni og enn á undirbúningsstigi segir Hrafn­kell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnti verkefnið og forsendur þess á fundi á vegum Hafnarfjarðarbæjar í dag. Meira »

Laus úr vaðhaldi en er í farbanni

21:24 Karlmaður, sem úrskurðaður hafði verið í gæsluvarðhald til til 9. fe­brú­ar á grund­velli al­manna­hags­muna í tengslum við skipulagða brotastarfsemi, er laus úr varðhaldi. Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms en maðurinn var þess í stað úrskurðaður í farbann. Meira »

Minnisvarði kom til bjargar í hálkunni

20:41 Ökumaður bifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í hálku á veginum við Neðri-Staf á leiðinni til Seyðisfjarðar í gær með þeim afleiðingum að bifreiðin endaði á minnisvarða sem stendur í beygjunni við veginn. Meira »

Undirbúa opnun neyslurýma

19:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Meira »

Nauðgað af íþróttamanni og fékk samfélagið á móti sér

19:27 „Af því að hann var svo flottur og mikil fyrirmynd í sinni íþrótt og landsliðsmaður, þá var þetta allt mér að kenna,“ segir Embla Kristínardóttir, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur í körfuknattleik, en hún hefur stigið fram og sagt frá því þegar fullorðinn frjálsíþróttamaður nauðgaði henni. Meira »

Tekst á við fyllibyttuna og dópistann

19:23 Við trúðum þessu varla þegar við fengum að vita að myndin okkar hefði verið valin til sýningar á Berlinale, aðalkvikmyndahátíðinni hér í Berlín. Hún er stór og alþjóðleg, ein af A-hátíðunum í heiminum. Þetta er gríðarlega góð kynning fyrir myndina okkar.“ Meira »

30 kílómetrar malbikaðir í fyrra

19:14 Malbikað var fyrir tæpar 1.300 milljónir króna í Reykjavík á síðasta ári. Fyrir það fengust 30 kílómetrar af malbiki sem er um 7,1% af heildarlengd gatnakerfisins. Meira »

Grunur um íkveikju í Stardal

19:18 Lögregluna grunar að kveikt hafi verið í bænum Stardal á Mosfellsheiði í byrjun janúar. Bærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar. Ekki var föst búseta á bænum og hafði ekki verið í nokkur ár. Meira »

Reyndi að smygla stinningarlyfi til landsins

18:57 Karlmaður var í gær dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsómi Reykjavíkur fyrir að hafa reynt að smygla 2.1999 stykkjum af stinningarlyfinu Kama­gra til landsins. Meira »

Fimm áskrifendur til Stokkhólms

18:40 Fimm heppn­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins unnu ferð fyr­ir tvo til Stokkhólms í gær en þá var dregið í annað sinn af tíu úr áskriftarleik Árvakurs og WOW air. Meira »

Rannsókn á leka úr Glitni hætt

18:02 Rannsókn á leka úr Glitni banka hefur verið hætt af hálfu embætti héraðssaksóknara. Fjár­mála­eft­ir­lit­ið kærði gagnaleka úr þrota­búi Glitn­is í október í fyrra. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við mbl.is að rannsókn hafi verið hætt, en Rúv greindi frá málinu fyrr í dag. Meira »

Viðraði áhyggjur vegna lánveitinga

18:01 Ákæruvaldið og verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis greinir á um það hvort eðlismunur sé á sjálfvirkum pörunarviðskiptum í Kauphöllinni og tilkynntum viðskiptum, svokölluðum utanþingsviðskiptum. Innri endurskoðandi Glitnis viðraði áhyggjur af háum lánum til lykilstarfsmanna í júlí árið 2008. Meira »

„Íslandsmet í tollheimtu“

17:55 Niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að ríkinu hafi verið heimilt að leggja 76% toll á franskar kartöflur á árunum 2010-2014 eru Félagi atvinnurekenda mikil vonbrigði. „Allur málflutningur íslenska ríkisins í þessu máli er afar öfugsnúinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Meira »

Arnar Þór aðstoðar Ásmund

17:14 Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Heimilt að leggja 76% toll á franskar

16:01 Ríkinu var heimilt að leggja á 76% verðtoll á innfluttar franskar kartöflur ár árunum 2010-2014. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar, en fyrirtækin Innnes og Hagar töldu gjaldtöku tollsins vera í bága við ákvæði stjórnarskrár og grundvallarreglur stjórnskipunar- og skattaréttar. Höfðu þau farið fram á endurgreiðslu gjaldanna fyrir tímabilið. Meira »

Fundað um borgarlínu í beinni

17:25 Fyrsti opni íbúa- og kynningarfundur um borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, fer fram í dag í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hér er hægt að fylgjast með beinu streymi frá fundinum. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan vélsleðamann

17:08 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til um miðjan daginn en sækja þurfti slasaðan vélsleðamann skammt suður af Klukkuskarði. Meira »

Áslaug flaug á raflínu og drapst

15:50 Heiðagæsin Áslaug, sem var ein fimm heiðagæsa sem fengu senditæki á Vesturöræfum í júlí í sumar, er nú öll. Áslaug drapst er hún flaug á raflínu í Skotlandi, eftir að hafa unað sér vel á vetrastöðvum sínum í Bretlandi. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirliggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLI...
 
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Skrifstofuherbergi til leigu
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofuherbergi til leigu Til leigu...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...