Þráir heitast faðmlag frá föður sínum

Feðginin Diljá og Guðmundur Felix
Feðginin Diljá og Guðmundur Felix Gísli Hjálmar

Árið 1998, þegar Diljá Natalía Guðmundsdóttir var þriggja mánaða gömul, lenti faðir hennar í mjög alvarlegu vinnuslysi. Áfallið var mikið fyrir alla fjölskylduna og við tók margra ára ferli þar sem faðir hennar, Guðmundur Felix Grétarsson, var á milli heims og helju. Hann missti báða handleggi en bíður þess nú að fá grædda á sig handleggi úti í Frakklandi. Diljá fylgir föður sínum eftir.

Diljá er sextán ára gömul í dag og á ekki minningar um föður sinn með hendur. Hugsunin um að eiga bráðum pabba með hendur er í senn dásamleg og örlítið kvíðvænleg. Aðgerðin sem Guðmundur Felix mun gangast undir er býsna stór og áhættusöm og því getur brugðið til beggja vona. Þau feðgin eru jákvæð og bjartsýn með eindæmum og þeir eiginleikar hafa komið sér vel í þessari þrautagöngu. „Pabbi er ein jákvæðasta og skemmtilegasta manneskja sem hægt er að finna, hann gefst sko ekki upp hann ætlar að fá að knúsa börnin sín með höndunum,“ segir Diljá um föður sinn, Guðmund Felix.

Þegar lífið breyttist

Diljá á systur sem er fjórum árum eldri. Sjálf fæddist Diljá 5. október 1997 og í þrjá mánuði var þessi fjögurra manna fjölskylda eins og hver önnur lukkuleg fjölskylda. Hamingjan var mikil, enda alltaf kraftaverk þegar nýr einstaklingur kemur í heiminn.

Hinn 12. janúar 1998 breyttist allt. Heimsmynd fjölskyldunnar varð aldrei aftur sú sama. Þann dag var Guðmundur Felix að vinna við Úlfarsfellslínu þegar hann fékk ellefu þúsund volta rafstraum í gegnum sig og féll átta metra niður á frosna jörð Hann slasaðist alvarlega og brotnaði á ótal stöðum í líkamanum. Nema þurfti handleggi hans á brott og hann var í dái í sjö vikur. Þegar hann vaknaði tóku við ferðir á milli landa þar sem leitast var við að bjarga því sem hægt var að bjarga. Næstu árin einkenndust af mikilli ringulreið og allt sem kallast gat „hefðbundið“ fjölskyldulíf var úr skorðum.

Fyrsta minning Diljár um föður sinn er frá því hún var um fimm ára gömul. „Fjölskyldan var einhvers staðar í viðtali og ég man að mér fannst athyglin óþægileg. Hluti þessa viðtals fór í fréttirnar og þegar ég mætti í leikskólann voru fósturnar mikið að spyrja út í þetta. Með hverjum degi sem leið fór ég að átta mig á þessu betur og betur. Þegar krakkarnir fóru að spyrja og benda: „Af hverju er pabbi þinn svona? Er hann sjóræningi? Er hann fatlaður? Fæddist hann svona?“ Það tók mig góð 13 ár að viðurkenna það að pabbi minn er fatlaður, hann fæddist ekki svona, hann þarf hjálp við nánast allt sem eðlileg manneskja getur gert sjálf,“ segir Diljá þegar hún horfir aftur, til þessara erfiðu ára.

Ótrúlegur pabbi sem er guðsgjöf

Diljá hefur lært margt af pabba sínum. Hann er nefnilega ekki alveg venjulegur, fyrir utan það augljósa: að vera handalaus. „Hann getur útbúið græjur til að gera allt sjalfur. Til dæmis ekur hann bíl með fótunum, notar tunguna og nefið á iPhone-inn og svo setur hann upp í sig blýant til að pikka á tölvuna. En hann þurfti sko að læra á þetta allt saman því hann þurfti að læra að lifa upp á nýtt!“

Þegar Diljá er spurð hvað hún haldi að geri pabba hennar svona ótrúlegan er hún snögg að svara: „Ég held að hann sé bara guðsgjöf og ég er mjög þakklát fyrir þessa gjöf. Hann er bæði hetja og kraftaverk. Eftir allt það sem hann hefur lent í stendur hann ennþá í fæturna og er á lífi,“ segir hún.

Þeir sem til þekkja vita að Guðmundur Felix er sannarlega á lífi og rúmlega það. Hann hefur ótrúlega magnaða nærveru, einstakan viljastyrk og stórkostlegan húmor.

Nú er Guðmundur Felix úti í Lyon í Frakklandi þar sem aðgerðin mun fara fram. Þangað fer Diljá eftir þrjár vikur og hún ætlar að búa hjá pabba sínum og fara í franskan skóla í janúar. Þau ætla að halda jólin saman og hún hlakkar mikið til þess. Þó er hún ekki viss hvort jólin verði haldin á sjúkrahúsinu eða ekki.

„Ef hann fer í aðgerðina núna í desember getur vel verið að við höldum jólin bara á spítalanum. Kannski verður pabbi kominn með hendur um jólin og það yrði sko heimsins besta jólagjöf,“ segir Diljá.

Hún hlakkar til margs í framtíðinni og segir í gríni að þá geti pabbi hennar notað alla þessa vettlinga sem vinir hans hafi gefið honum í gríni gegnum tíðina.

„Ég hlakka mest til að fá knús og að spila við hann. Ég spilaði stundum við hann þegar ég var lítil en hann þurfti alltaf að hvolfa spil- unum og ég sá allt,“ segir hún.

Þeir sem vilja styrkja Guðmund Felix og söfnunina geta farið inn á síðuna www.hendur.is eða á sam- nefnda síðu á Facebook. Einnig má leggja beint inn á reikning Handa sem er 537-26-2164 og kennitalan 530711-0130.

Diljá Natalía Guðmundsdóttir
Diljá Natalía Guðmundsdóttir mbl.is/Rósa Braga
Handahlaup
Handahlaup Malín Brand

Innlent »

Bóla eða breytingar í vændum?

20:21 „Þetta er mjög spennandi og fær vonandi fleiri til að hugsa um þessa hluti. Það verður gaman að fylgjast með hvernig þetta þróast. Við verðum svo að sjá hvað kemur í kjölfarið eða hvort þetta þetta sé bara sniðug bóla á Twitter,“ segir ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Stígamótum um #karlmennskan Meira »

Fólk deyr á biðlista inn á Vog

19:31 „Biðlisti inn á Vog er í eðli sínu mjög líkur biðlista inn á bráðamóttöku. Fólk deyr á þessum biðlista,“ skrifar Arnþór Jónsson, formaður framkvæmdastjórnar SÁÁ, í pistli sínum á heimasíðu samtakanna. Meira »

Íhuga að sniðganga HM

19:11 Ríkisstjórn Íslands íhugar að sniðganga heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi í sumar. Með þessu vill hún styðja Breta sem saka Rússa um að hafa eitrað fyrir rússneskan gagnnjósnara og dóttur hans á breskri grund. Þó ert skýrt að leikmenn og aðdáendur verða á sínum stað. Meira »

„Það er ekkert óhreint við þetta fólk“

18:34 „Frelsissviptingin er það erfiðasta sem við getum gengið í gegnum,“ segir Jón Ársæll Þórðarson. Síðustu vikur hefur hann skyggnst inn í líf fanga þáttunum Paradísarheimt. Sjálfur fékk hann smjörþefinn af frelsissviptingu á unglingsárunum, þegar hann eyddi nótt í fangelsinu í Síðumúla. Meira »

Sex metra Bola-dósin komin í leitirnar

18:25 Sex metra Bola-dósin, sem lýst var eftir fyrr í dag, er komin í leitirnar. „Kæru vinir Boli er fundin takk elskurnar,“ skrifar Böðvar Guðmundsson á Facebook en hann lýsti eftir dósinni upp úr hádegi. Meira »

Hundrað ára rakarastóll

18:06 „Það má alveg slá því föstu að þetta sé stóll úr rakarastofunni í Eimskipafélagshúsinu og mjög líklega einn af stólunum sem voru þar þegar stofan var opnuð árið 1921,“ segja Þorberg Ólafsson og Kolbeinn Hermann Pálsson, sem báðir störfuðu á stofunni. Meira »

Hlaða bílana á mesta álagstíma

16:39 Rafbílaeigendur hlaða flestir bíla sína á mesta álagstíma raforkukerfisins. Sé raforkuálaginu hins vegar stýrt getur Orkuveitan vel annað 50.000 rafbílum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í lokaverkefni Kristjáns E. Eyjólfssonar til BS-gráðu í rafmagnstæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík. Meira »

Dimma hlýtur góðar viðtökur á Englandi

17:54 Skáldsagan Dimma eftir Ragnar Jónasson kom út á Englandi í enskri þýðingu Victoriu Cribb, hjá risaforlaginu Penguin, í liðinni viku og hefur hlotið frábærar viðtökur, bæði hjá The Guardian og Sunday Times. Meira »

Bjarni hlaut 96,2% atkvæða

15:49 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir var kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson formaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari á landsfundi flokksins sem fór fram um helgina. Meira »

Keyrði á kyrrstæðan bíl og stakk af

15:24 Lögreglu barst tilkynning um umferðaróhapp á Langholtsvegi klukkan níu í morgun en þar var bifreið ekið á kyrrstæðan bíl. Ökumaður og farþegi stungu af en náðust skömmu síðar og voru vistaðir í fangageymslum. Meira »

Höfuðborgin endurheimti forystuhlutverk

14:13 „Annaðhvort verður haldið áfram með óbreytt ástand þar sem húsnæðisskortur, samgönguvandi og svifryk fá að dafna, eða Reykjavík endurheimtir forystuhlutverk sitt sem höfuðborg.“ Þetta sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í ávarpi sínu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Lýsa eftir 6 metra langri Bola-dós

13:43 „Þetta er mjög dularfullt, þetta er 3.000 lítra tankur sem er sex metra langur, þannig að maður setur hann ekkert aftan í fólksbíl,“ segir Böðvar Guðmundsson, sem saknar vatnstanks sem skreyttur var eins og dós af Bola-bjór. Meira »

Hafa ekki vanrækt þá lægst launuðu

12:19 „Það er rangt að við höfum vanrækt þá sem lægstir eru,“ sagði Gylfi Arngrímsson, formaður ASÍ, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ekki sé nóg að hækka lægstu laun og láta prósentuhlutinn sem aðrir fá fylgja því eftir. Meira »

Óvenjulegt ef blíðan héldi fram á vor

11:50 Milt veður hefur verið undanfarna daga en veðurfræðingurinn Teitur Arason hjá Veðurstofu Íslands segir ólíklegt að blíðan muni halda sér fram á vor. „Þetta er bara á meðan það liggur í þessum mildu suðlægu áttum. Það verður svipað fyrri part vikunnar en það er ekki víst að þetta rólega og góða veður haldi áfram lengi. Það væri þá mjög óvenjulegt.“ Meira »

Skíðasvæði opin fyrir norðan og austan

10:50 Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði og Hlíðarfjall eru opin í dag. Einnig hefur skíðasvæðið í Stafdal á Austurlandi verið opnað og segir í fréttatilkynningu að loksins sé „sólin farin að skína á skíðasvæðin Austanlands“. Veðrið í dag sé gott og aðstæður til skíðaiðkunar flottar. Meira »

59 á biðlista eftir offituaðgerðum

12:00 Alls eru 59 einstaklingar, þar af 49 konur og 10 karlar, á biðlista eftir magahjáveituaðgerð sem og öðrum aðgerðum á maga vegna offitu á Landspítalanum. Um áramót biðu 69 einstaklingar eftir slíkum aðgerðum á spítalanum. Meira »

„Ber ekki ábyrgð á Sigríði Andersen“

11:30 „Ég ber ekki ábyrð á Sigríði Andersen eða Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, er atvæðagreiðsla þingmannanna Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur og Andrésar Jónssonar var rædd í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun. Meira »

Erilsamt hjá lögreglunni á Akureyri

08:27 Nokkur erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt og þurfti lögreglan m.a. að keyra nokkra heim til sín eftir skemmtan næturinnar. Engir þurftu þó að gista í fangaklefa þessa nóttina. Meira »
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Heitir pottar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...