Atvinnulífið er ekki undanþegið

Það sem skiptir mestu máli í kjölfar kjarasamninga er að atvinnulífið sé ekki undanþegið þátttöku í mögulegri sátt. Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í hringborðsumræðum Morgunblaðsins. Bjarni sagði mikilvægt að ekki kæmi til óútskýrðrar launaskriðu eða að fyrirtæki færu að hækka verð á vörum án þess að utanaðkomandi hækkanir kölluðu á það.

Bjarni taldi að samningar sem gerðir væru í ár yrðu til skamms tíma, en að stefnt væri að langtímasamningum á næsta ári. Sagði hann ýmis atriði vera að koma saman þessi misserin varðandi aukinn stöðugleika. Það ætti að auka möguleikann á skynsamlegum kjarasamningum þar sem aðaláherslan væri lögð á kaupmáttaraukningu í stað þess að horfa aðeins til launahækkana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka