Hengdi sig næstum í gardínusnúru

Perlusnúrur á gardínum geta reynst hættulegar slysagildrur.
Perlusnúrur á gardínum geta reynst hættulegar slysagildrur. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Litlu munaði að illa færi þegar þriggja ára gamall drengur festist í gardínusnúru sem þrengdi að hálsi hans í gær. Móðir hans segist hafa margvarað börnin við þessari slysagildru heima hjá þeim, en óhappið varð í sumarbústað þar sem fjölskyldan varði áramótunum.

Drengurinn hékk í um 10-15 sekúndur í gardínunni áður en hann var losaður, en mörgum klukkustundum síðar var enn rautt far á hálsi hans, þar sem hún skarst inn í húðina. Honum varð þó ekki meint af og segir móðir hans, Katrín Rósa Eðvaldsdóttir, að líklega hafi henni verið meira brugðið.

„Stóri bróðir hans sagði svolítið seinna: „Núna vitum við hvað mamma er hrædd um okkur,“ af því að ég fór að hágráta. Honum fannst það svolítið merkilegt,“ segir Katrín.

Aukin slysatíðni hjá yngsta aldurshópnum

Flest slys á börnum verða í heimahúsum eða frístundum. Mest er hættan hjá börnum yngri en 5 ára, og hefur slysum fjölgað í þessum aldurshópi úr 67 á hver 1000 börn árið 2003 í 83 árið 2012.

Hægt er að fá ýmsan öryggisbúnað til að gera daglegt umhverfi barnvænna. T.d. er hægt að fá snúrustytti fyrir gardínubönd, til að hindra að börn vefji snúrunum utan um hálsinn. 

Katrín Rósa og fjölskylda voru hinsvegar stödd í ókunnugum sumarbústað um jólin þar sem slíku var ekki að heilsa.

„Ég var að vinna á leikskóla í fimm ár og þetta er eitt af því sem maður var alltaf að segja krökkunum. Einhverra hluta vegna spáðum við ekki í þetta í sumarbústaðnum eins og við gerum heima, en þarna var glugginn í þeirri hæð að krakkarnir voru alltaf uppi í gluggakistunni,“ segir Katrín.

Sakleysislegir hlutir verða slysagildrur

Þegar óhappið varð, á nýársdag, var fjölskyldan í óða önn að ganga frá og bera farangur út í bíl. „Við reyndum að hafa ofan af fyrir börnunum á meðan við kæmum okkur út, en vorum ekkert að sitja yfir þeim,“ segir Katrín.

Sonur hennar var uppi í gluggakistu og setti perlubandið, sem hékk niður úr rúllugardínu, um hálsinn. Svo gleymdi hann sér og ætlaði að stíga niður úr kistunni í sófann en þá herti bandið að hálsinum.

Sem betur fór var Katrín í stofunni þegar þetta gerðist og gat því brugðist skjótt við, en hún segir þetta þó áminningu um hve sakleysislegir hlutir í umhverfinu geti breyst hratt í slysagildrur.

„Maður slær engu upp í kæruleysi þó maður sé í sumarbústað. Það er alltaf heiti potturinn sem þarf að passa rosalega vel, og við pössuðum að allir væru með öryggisgleraugu út af sprengjunum á gamlárskvöld. En svo eru það þessir litlu hlutir sem maður þarf að muna að fylgjast með þegar maður kemur á nýjan stað.“

Þessi mynd sem tekin var eftir að fjölskyldan kom heim ...
Þessi mynd sem tekin var eftir að fjölskyldan kom heim sýnir farið eftir gardínusnúruna á hálsi drengsins, nokkrum klukkutímum eftir óhappið. Ljósmynd/Úr einkasafni
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gunnlaugur formaður Hinsegin daga

Í gær, 21:39 Gunnlaugur Bragi Björnsson var fyrr í kvöld kjörinn nýr formaður Hinsegin daga í Reykjavík á aðalfundi félagsins.  Meira »

Ingvar Mar oddviti Framsóknar

Í gær, 21:25 Ingvar Mar Jónsson varaborgarfulltrúi verður í efsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Meira »

Nauðgunarmenning í umhverfi okkar

Í gær, 21:00 „Við þurfum að skoða þetta frá öllum hliðum. Á meðan konur eru ekki jafnvaldamiklar og karlar í samfélaginu þá birtist þetta valdamisvægi í ofbeldi,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar og borgarfulltrúi, eftir fund um ofbeldi og ungt fólk. Meira »

Fara fram á fangavist yfir óléttri konu

Í gær, 20:57 Saksóknari fer fram á að kona sem er ákærð fyrir 59 milljóna fjárdrátt verði dæmd til 14 mánaða fangelsisvistar en það kom fram við þingfestingu málsins fyrir héraðsdómi í morgun. Meira »

Sigurður myndlistarmaður ársins

Í gær, 20:55 Sigurður Guðjónsson var kjörinn myndlistarmaður ársins við afhendingu Myndlistarverðlauna Íslands í Listasafni Reykjavíkur. Hvatningarverðlaun ársins hlaut Auður Lóa Guðnadóttir. Meira »

752 hættu námi í framhaldsskólum

Í gær, 20:29 Alls hættu 752 nemendur námi í framhaldsskólum áður en til lokaprófa kom á haustönn 2017. Þar af voru 403 eldri en 18 ára. Þetta kemur fram í skýrslu Menntamálastofnunar um aðgerðir gegn brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum. Meira »

Heilsurækt á gönguskíðum

Í gær, 19:53 Gönguskíðafélagið Ullur stendur fyrir viðamikilli starfsemi í Bláfjöllum og er mestallt starf unnið í sjálfboðavinnu. Magnús Konráðsson er einn sjálfboðaliðanna og er gjarnan á vaktinni í skála félagsins. „Þegar vel viðrar,“ áréttar kappinn, sem verður 85 ára í haust. Meira »

Davíð Fannar er fundinn

Í gær, 20:12 Davíð Fannar Thorlacius sem lögreglan á Norðurlandi eystra leitaði að fyrr í kvöld er fundinn. Lögreglan þakkar veitta aðstoð. Meira »

13 fá styrk frá Isavia

Í gær, 19:52 Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum. Verkefnin eru af fjölbreyttum toga. Við val á styrkþegum er áhersla er lögð á umhverfismál, mannúðarmál, forvarnir, flugtengd málefni, listir, menningu og menntamál. Meira »

Lögreglan leitar að Davíð Fannari

Í gær, 19:46 Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar að Davíð Fannari Thorlacius, 19 ára.  Meira »

Átti ekki von á þessari niðurstöðu

Í gær, 19:19 „Frekar óvænt kom tækifærið núna og ég ákvað bara að stökkva á það,“ segir Hildur Björnsdóttir sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún segir áhugann alltaf hafa blundað í sér en hún hefur hefur starfað sem lögmaður síðustu ár. Meira »

Heimsþing kvenleiðtoga næstu 4 ár

Í gær, 19:11 Ríkisstjórn Íslands og Alþingi hafa gert samkomulag við WPL, Women Political Leaders, Global Forum um að efna til Heimsþings kvenleiðtoga á Íslandi ár hvert næstu fjögur ár. Meira »

Kastað í djúpu laugina strax

Í gær, 18:40 Árdís Ilmur Petty er 21 árs Reykjavíkurmær sem hafði lengi langað til þess að flytja til útlanda. Hún útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 2016 og þaðan lá leið hennar til Bournemouth á Bretlandi þar sem hún leggur stund á viðburðastjórnun við Bournemouth University. Meira »

Framboðslistinn samþykktur í Valhöll

Í gær, 18:12 Tillaga kjörnefndar að framboðslista Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninga í vor var samþykktur nánast samhljóða á fundi í Valhöll. Þar fundaði Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Meira »

Svala fékk snert af heilablóðfalli

Í gær, 17:45 Svala Björgvinsdóttir fékk snert af heilablóðfalli síðastliðinn þriðjudag og var flutt á sjúkrahús í Los Angeles.  Meira »

Fær 8,7 milljónir vegna umferðarslyss

Í gær, 18:29 Hæstiréttur dæmdi föður manns og tryggingafélag hans til bótaskyldu vegna alvarlegs bílslyss. Farþegi bílsins fær frá þeim tæpar 8,7 milljónir króna í skaðabætur en hann slasaðist töluvert í slysinu. Hann er þó talinn meðábyrgur en ökumaðurinn, sonur hins bótaskylda, lést í slysinu. Meira »

Síðasti „hvellurinn“ í langri hrinu

Í gær, 17:58 Spár gera ráð fyrir enn einu leiðindaveðrinu síðdegis á morgun og annað kvöld. Veðurfræðingur segir þó huggun harmi gegn að allt líti út fyrir að hvellurinn á morgun sé sá síðasti í bili. Meira »

Telur siðareglur hafa verið brotnar

Í gær, 17:37 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sent forsætisnefnd Alþingis erindi þar sem hann óskar formlega eftir því að nefndin taki til umfjöllunar hvort siðareglur alþingismanna hafi verið brotnar. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
CANON EOS NÁMSKEIÐ 26. FEB. - 1. MARS
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 26. FEB. - 1. MARS ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRI...
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...