Vill fund um ákvörðun ráðherra

Katrín Júlíusdóttur, varaformaður Samfylkingarinnar.
Katrín Júlíusdóttur, varaformaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, hefur fram opinn fund í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vegna ákvörðunar Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um að breyta rammaáætlun um verndun

„Þetta mál er allt með miklum ólíkindum og hef ég því farið fram á opinn fund í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins. Á minni vakt í iðnaðarráðuneytinu var settur lagarammi utan um rammaáætlun og henni þar með gefin lögformleg staða,“ segir Katrín í fréttatilkynningu.

Fá verði úr því skorið hvort ákvörðun ráðherrans standist og hver lagaleg staða verndarflokksins sé í ljósi samþykktar Alþingis á rammaáætlun.

mbl.is