Hámarkslánstími styttur í 25 ár

Sérfræðingahópurinn kynnir niðurstöðurnar í dag.
Sérfræðingahópurinn kynnir niðurstöðurnar í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar á neytendalánum leggur til að óheimilt verði að bjóða upp á 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán. Hámarkslánstími þeirra verður styttur í 25 ár. 

Einnig leggur hópurinn til að lágmarkstími verðtryggðra lána verði lengdur úr fimm árum í allt að tíu ár. Með því verði komið í veg fyrir verðtryggingu neyslulána, þ.e. nær allra verðtryggðra neytendalána til annarra nota en íbúðakaupa. 

Þá verða skattalegir hvatar nýttir til að gera óverðtryggð lán hagstæðari og reglur um veitingu verðtryggðra lána hertar til að gera þau óhagstæðari. Að auki er lagt til að ákveðið endurmat fari fram árið 2016 og í framhaldinu mótuð áætlun um fullt afnám.

Íslandslánin afnumin

„Ekki hvort, heldur hvernig“

Mestu breytingarnar frá setningu Ólafslaga

Bann hefði neikvæð áhrif

Fasteignaverð gæti lækkað um 20%

Ríkjandi lánaform til íbúðakaupa hafa verið 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán.
Ríkjandi lánaform til íbúðakaupa hafa verið 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert